Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Frá afmælisfundinum. Mynd/Utanríkisráðuneytið Utanríkismál Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust í Washington í Bandaríkjunum og funduðu um stöðu mála en fögnuðu því jafnframt að sjötíu ár eru nú liðin frá því að bandalagið var stofnað. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn og segir í samtali við Fréttablaðið að samskiptin við Rússland hafi verið mjög ofarlega á baugi. Samkvæmt bandarískum miðlum endurnýjuðu NATO-ríkin ákall sitt til Rússa um að afhenda Úkraínumönnum Krímskaga á ný og frelsa þá úkraínsku sjóliða sem voru handteknir eftir átök á Asovshafi á síðasta ári. „Samskiptin við Rússland voru mjög ofarlega á baugi og þar á meðal staða INF-samningsins [um meðaldrægar kjarnaflaugar] sem var sagt upp eftir ítrekuð brot Rússlands á ákvæðum samningsins. Það var talað um Úkraínu og ástandið við Svartahaf og bandalagsríkin hétu áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Baráttan gegn hryðjuverkum og staðan í Afganistan var rædd og þar með taldar friðarumleitanir í landinu. Við hétum áframhaldandi stuðningi við uppbyggingarverkefni í Írak, Jórdaníu og Túnis sem og áframhaldandi þátttöku í fjölþjóðlegu bandalagi gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum. Fundinum lauk síðan með umræðu um jafnari skiptingu framlaga til NATO. En öll ríki bandalagsins hafa aukið verulega þátttöku sína,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að góð samstaða hafi ríkt. Mikið hefur verið fjallað um þá kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta að önnur aðildarríki auki framlög sín til varnarmála og á fundi Trumps með Stoltenberg á þriðjudag sagðist forsetinn ánægður með að önnur ríki greiddu nú meira. Guðlaugur Þór segir að framlög aðildarríkja hafi verið að aukast frá árinu 2014. „Það er ekki nýtt að Bandaríkjaforsetar kalli eftir aukinni þátttöku Evrópuríkja og Kanada. Ætli menn geti ekki fundið dæmi frá John F. Kennedy og að ég held öllum forsetum síðan. En það er hins vegar óumdeilt að framlög aðildarríkja NATO hafa aukist á undanförnum árum.“ Tvö ríki NATO hafa átt í deilum að undanförnu. Tyrkir hyggjast festa kaup á rússnesku S-400-eldflaugavarnakerfi en Bandaríkjamenn hafa ítrekað varað þá við kaupunum og sagt þau stefna öryggi bandalagsríkja í hættu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði svo á miðvikudag að Tyrkir þyrftu einfaldlega að velja á milli þess að vera lykilríki innan NATO eða eldflauganna. Guðlaugur Þór segir hins vegar að þetta mál hafi ekki verið rætt á fundinum. Hann segir aukinheldur að íslensk stjórnvöld hafi ekki fjallað sérstaklega um málið. Birtist í Fréttablaðinu NATO Utanríkismál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Utanríkismál Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust í Washington í Bandaríkjunum og funduðu um stöðu mála en fögnuðu því jafnframt að sjötíu ár eru nú liðin frá því að bandalagið var stofnað. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn og segir í samtali við Fréttablaðið að samskiptin við Rússland hafi verið mjög ofarlega á baugi. Samkvæmt bandarískum miðlum endurnýjuðu NATO-ríkin ákall sitt til Rússa um að afhenda Úkraínumönnum Krímskaga á ný og frelsa þá úkraínsku sjóliða sem voru handteknir eftir átök á Asovshafi á síðasta ári. „Samskiptin við Rússland voru mjög ofarlega á baugi og þar á meðal staða INF-samningsins [um meðaldrægar kjarnaflaugar] sem var sagt upp eftir ítrekuð brot Rússlands á ákvæðum samningsins. Það var talað um Úkraínu og ástandið við Svartahaf og bandalagsríkin hétu áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Baráttan gegn hryðjuverkum og staðan í Afganistan var rædd og þar með taldar friðarumleitanir í landinu. Við hétum áframhaldandi stuðningi við uppbyggingarverkefni í Írak, Jórdaníu og Túnis sem og áframhaldandi þátttöku í fjölþjóðlegu bandalagi gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum. Fundinum lauk síðan með umræðu um jafnari skiptingu framlaga til NATO. En öll ríki bandalagsins hafa aukið verulega þátttöku sína,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að góð samstaða hafi ríkt. Mikið hefur verið fjallað um þá kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta að önnur aðildarríki auki framlög sín til varnarmála og á fundi Trumps með Stoltenberg á þriðjudag sagðist forsetinn ánægður með að önnur ríki greiddu nú meira. Guðlaugur Þór segir að framlög aðildarríkja hafi verið að aukast frá árinu 2014. „Það er ekki nýtt að Bandaríkjaforsetar kalli eftir aukinni þátttöku Evrópuríkja og Kanada. Ætli menn geti ekki fundið dæmi frá John F. Kennedy og að ég held öllum forsetum síðan. En það er hins vegar óumdeilt að framlög aðildarríkja NATO hafa aukist á undanförnum árum.“ Tvö ríki NATO hafa átt í deilum að undanförnu. Tyrkir hyggjast festa kaup á rússnesku S-400-eldflaugavarnakerfi en Bandaríkjamenn hafa ítrekað varað þá við kaupunum og sagt þau stefna öryggi bandalagsríkja í hættu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði svo á miðvikudag að Tyrkir þyrftu einfaldlega að velja á milli þess að vera lykilríki innan NATO eða eldflauganna. Guðlaugur Þór segir hins vegar að þetta mál hafi ekki verið rætt á fundinum. Hann segir aukinheldur að íslensk stjórnvöld hafi ekki fjallað sérstaklega um málið.
Birtist í Fréttablaðinu NATO Utanríkismál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira