Stjórnendur fyrirtækja leiki lykilhlutverk í baráttunni gegn kulnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2019 20:30 Stjórnendur og mannauðsstjórar fyrirtækja leika lykilhlutverk þegar kemur að því að koma í veg fyrir kulnun og sjúklega streitu. Forvarnir eru bóluefni við kulnun að mati sérfræðings í geðlæknum. Streituskólinn opnaði nýverið útibú á Akureyri og á dögunum var haldin fjölsóttur fræðslufundur um einkenni kulnunar og sjúklegrar streitu. Vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum um skaðsemi kulnunar og svo virðist sem að æ fleiri glími við mikla streitu. En hver er skýringin? „Ég held að þetta sé margþætt. Það hefur breyst hvernig við lifum. Við lifum miklu hraðar, við megum engu missa af. Við erum allt líf okkar í símanum, við erum með tölvupósta, grúppurnar á Facebook og já ég held að við gleymum svolítið því sem við þurfum að gera líka, að hvílast á móti, “ segir Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Vísir/TryggviÓlafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur undanfarna þrjá áratugi fjallað um streitu og kulnun. Hann segir mikilvægt að líta ekki á vinnustaði sem sökudólga, enda sé yfirleitt meira en bara álag í vinnu sem orsaki kulnun. „Kulnun í starfi er orðanotkun sem við ættum að forðast af því að kulnunin er yfirleitt ekki bara vegna álagsþátta í starfinu. Það er venjulega blanda af álagsþáttum heima fyrir eða utan vinnunnar líka,“ segir Ólafur ÞórForvörnin bóluefnið, hvíldin móteitrið Engu að síður leiki stjórnendur fyrirtækja lykilhlutverk í því að sporna gegn kulnun og mikilli streitu. Þar skipti forvarnir miklu máli.„Forvörnin sem á sér stað út í bæ, út í fyrirtækjunum, hún er hin raunverulega forvörn. Þess vegna eru stjórnendur og mannauðstjórar allt í einu komnir í lykilstöðu til að koma í veg fyrir sjúkdóminn,“ segir Ólafur Þór.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum og StreituskólanumVísir/Tryggvi PállÁ þessu hafi nágrannalönd Íslands kveikt. „Þar er hnykkt á því í vinnuverndarlögum að stjórnendur séu mjög vel að sér í streitufræðum og fræði sína starfsmenn sem er akkúrat það sem við erum að reyna að gera,“ segir Ólafur Þór. Forvörnin sé lykilatriði í baráttunni gegn kulnun. „Það sem er albesta meðferðin er forvörn og hindra að streitan fari yfir í kulnun, jafnvel í sjúklega streitu. Þannig má segja að bóluefnið við sjúklegri streitu er fræðsla og móteitrið er hvíld.“Hér að neðan má sjá ítarlegt viðtal við Ólaf Þór þar sem hann ræðir streitu og kulnun. Akureyri Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00 Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Stjórnendur og mannauðsstjórar fyrirtækja leika lykilhlutverk þegar kemur að því að koma í veg fyrir kulnun og sjúklega streitu. Forvarnir eru bóluefni við kulnun að mati sérfræðings í geðlæknum. Streituskólinn opnaði nýverið útibú á Akureyri og á dögunum var haldin fjölsóttur fræðslufundur um einkenni kulnunar og sjúklegrar streitu. Vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum um skaðsemi kulnunar og svo virðist sem að æ fleiri glími við mikla streitu. En hver er skýringin? „Ég held að þetta sé margþætt. Það hefur breyst hvernig við lifum. Við lifum miklu hraðar, við megum engu missa af. Við erum allt líf okkar í símanum, við erum með tölvupósta, grúppurnar á Facebook og já ég held að við gleymum svolítið því sem við þurfum að gera líka, að hvílast á móti, “ segir Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Vísir/TryggviÓlafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur undanfarna þrjá áratugi fjallað um streitu og kulnun. Hann segir mikilvægt að líta ekki á vinnustaði sem sökudólga, enda sé yfirleitt meira en bara álag í vinnu sem orsaki kulnun. „Kulnun í starfi er orðanotkun sem við ættum að forðast af því að kulnunin er yfirleitt ekki bara vegna álagsþátta í starfinu. Það er venjulega blanda af álagsþáttum heima fyrir eða utan vinnunnar líka,“ segir Ólafur ÞórForvörnin bóluefnið, hvíldin móteitrið Engu að síður leiki stjórnendur fyrirtækja lykilhlutverk í því að sporna gegn kulnun og mikilli streitu. Þar skipti forvarnir miklu máli.„Forvörnin sem á sér stað út í bæ, út í fyrirtækjunum, hún er hin raunverulega forvörn. Þess vegna eru stjórnendur og mannauðstjórar allt í einu komnir í lykilstöðu til að koma í veg fyrir sjúkdóminn,“ segir Ólafur Þór.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum og StreituskólanumVísir/Tryggvi PállÁ þessu hafi nágrannalönd Íslands kveikt. „Þar er hnykkt á því í vinnuverndarlögum að stjórnendur séu mjög vel að sér í streitufræðum og fræði sína starfsmenn sem er akkúrat það sem við erum að reyna að gera,“ segir Ólafur Þór. Forvörnin sé lykilatriði í baráttunni gegn kulnun. „Það sem er albesta meðferðin er forvörn og hindra að streitan fari yfir í kulnun, jafnvel í sjúklega streitu. Þannig má segja að bóluefnið við sjúklegri streitu er fræðsla og móteitrið er hvíld.“Hér að neðan má sjá ítarlegt viðtal við Ólaf Þór þar sem hann ræðir streitu og kulnun.
Akureyri Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00 Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00
Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15