Segir viðbrögð Bonucci jafn slæm og kynþáttafordómana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2019 16:45 Kean fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu beitt hann kynþáttaníði. vísir/getty Lillian Thuram, fyrrverandi leikmaður Juventus, segir að viðbrögð Leonardos Bonucci við kynþáttafordómunum sem Moise Kean varð fyrir vera jafn slæm og fordómarnir sjálfir. Kean varð fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Cagliari í leik gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn var. Eftir að Kean skoraði annað mark Juventus fagnaði hann fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu gert honum lífið leitt. Eftir leikinn gagnrýndi Bonucci Kean og sagði að hann ætti jafna sök á því sem gerðist. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og fjölmargir úr fótboltaheiminum fordæmdu þau, m.a. Raheem Sterling og Mario Balotelli. Thuram hefur nú bæst í þann hóp. „Samherji Keans sagði að hann hefði kallað apahljóðin yfir sig,“ sagði Thuram sem lék með Juventus á árunum 2001-06. „Viðbrögð Bonuccis eru álíka slæm og apahljóðin. Bonucci er ekki heimskur. Ummæli hans eru hins vegar skammarleg. Við verðum að standa saman í baráttunni við kynþáttafordóma.“ Thuram, sem varð bæði heims- og Evrópumeistari með Frökkum, hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í baráttunni við rasisma. Hann segir að fótboltayfirvöld þurfi að gera meira. „Stöðvaði dómarinn leikinn? Hefur eitthvað verið gert? Hræsnin er svo mikil. Þetta hefur gengið svona í áraraðir. Allir segja að næsti leikur verði stöðvaður en svo er ekkert gert,“ sagði Thuram. „Það lítur út fyrir að fótboltayfirvöldum sé sama um þetta. Ef þetta truflaði þau í alvöru hefði leikurinn verið stöðvaður.“Thuram átti farsælan fótboltaferil og hefur látið til sín taka í baráttunni við kynþáttafordóma.vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Lillian Thuram, fyrrverandi leikmaður Juventus, segir að viðbrögð Leonardos Bonucci við kynþáttafordómunum sem Moise Kean varð fyrir vera jafn slæm og fordómarnir sjálfir. Kean varð fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Cagliari í leik gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn var. Eftir að Kean skoraði annað mark Juventus fagnaði hann fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem höfðu gert honum lífið leitt. Eftir leikinn gagnrýndi Bonucci Kean og sagði að hann ætti jafna sök á því sem gerðist. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og fjölmargir úr fótboltaheiminum fordæmdu þau, m.a. Raheem Sterling og Mario Balotelli. Thuram hefur nú bæst í þann hóp. „Samherji Keans sagði að hann hefði kallað apahljóðin yfir sig,“ sagði Thuram sem lék með Juventus á árunum 2001-06. „Viðbrögð Bonuccis eru álíka slæm og apahljóðin. Bonucci er ekki heimskur. Ummæli hans eru hins vegar skammarleg. Við verðum að standa saman í baráttunni við kynþáttafordóma.“ Thuram, sem varð bæði heims- og Evrópumeistari með Frökkum, hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í baráttunni við rasisma. Hann segir að fótboltayfirvöld þurfi að gera meira. „Stöðvaði dómarinn leikinn? Hefur eitthvað verið gert? Hræsnin er svo mikil. Þetta hefur gengið svona í áraraðir. Allir segja að næsti leikur verði stöðvaður en svo er ekkert gert,“ sagði Thuram. „Það lítur út fyrir að fótboltayfirvöldum sé sama um þetta. Ef þetta truflaði þau í alvöru hefði leikurinn verið stöðvaður.“Thuram átti farsælan fótboltaferil og hefur látið til sín taka í baráttunni við kynþáttafordóma.vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30
Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00
Balotelli hefði lamið Bonucci Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari. 4. apríl 2019 08:30
Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00