Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 13:36 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Borgarstjóri segir verkferla hafna til að bregðast við ábendingum skýrslunnar og allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Skýrslan var kynnt í Borgarráði í gær og þar kemur fram að þrjár af fjórum verkframkvæmdun sem kannaðar voru voru innan viðmiða. Mathöllin við Hlemm fór 79 prósent framúr áætlun. „Ástandið á húsinu var þannig að það þurfit að fara í mikla endurgerð á þaki, raflögnum og fleiru. Það má segja að það séu eðlilegar skýringar á því.“ Alvarlegustu athugasemdina gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð. Ein ábending var metin á rauðu áhættustigi, en hún varðar mikilvægi þess að bæta gæði kostnaðaráætlana fyrir alla verkþætti.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á 40 ára afmæli Hlemms í ágúst 2018.Fréttablaðið/Ernir„Innri endurskoðun kallaði eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum við ábendingum sínum og metur þær ásættanlegar. Lykilatriði í þessu er að fylgja þessu eftir. Við erum í heilmiklu umbótaferli sem fór af stað fyrr í vetur og ætlum okkur að klára það með sóma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir skýrsluna svarta. „Það þýðir ekkert að segja það núna, með eftiráskýringum, að það eigi að breyta verkreglum. Reglurnar eru klárar. Reykjavík starfar eftir reglum um opinber innkaup og hefur sett sínar innkaupareglur. Það þýðir ekkert að koma fram núna þegar allir þessir skandalar eru komnir upp á borð og segja við þurfum að breyta einhverju.“ Hún segir að nú sé komið að tímamótum í rekstri borgarinnar varðandi framkvæmdir. „Það verður bara að fara algjörlega ofan í öll verkefni sem hafa verið framkvæmd. Því þetta ber allt af sama brunni. Framúrkeyrsla, óráðsía og lögbrot. Við skulum þá bara bæta því fjórða við, spilling.“ Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Borgarstjóri segir verkferla hafna til að bregðast við ábendingum skýrslunnar og allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Skýrslan var kynnt í Borgarráði í gær og þar kemur fram að þrjár af fjórum verkframkvæmdun sem kannaðar voru voru innan viðmiða. Mathöllin við Hlemm fór 79 prósent framúr áætlun. „Ástandið á húsinu var þannig að það þurfit að fara í mikla endurgerð á þaki, raflögnum og fleiru. Það má segja að það séu eðlilegar skýringar á því.“ Alvarlegustu athugasemdina gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð. Ein ábending var metin á rauðu áhættustigi, en hún varðar mikilvægi þess að bæta gæði kostnaðaráætlana fyrir alla verkþætti.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á 40 ára afmæli Hlemms í ágúst 2018.Fréttablaðið/Ernir„Innri endurskoðun kallaði eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum við ábendingum sínum og metur þær ásættanlegar. Lykilatriði í þessu er að fylgja þessu eftir. Við erum í heilmiklu umbótaferli sem fór af stað fyrr í vetur og ætlum okkur að klára það með sóma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir skýrsluna svarta. „Það þýðir ekkert að segja það núna, með eftiráskýringum, að það eigi að breyta verkreglum. Reglurnar eru klárar. Reykjavík starfar eftir reglum um opinber innkaup og hefur sett sínar innkaupareglur. Það þýðir ekkert að koma fram núna þegar allir þessir skandalar eru komnir upp á borð og segja við þurfum að breyta einhverju.“ Hún segir að nú sé komið að tímamótum í rekstri borgarinnar varðandi framkvæmdir. „Það verður bara að fara algjörlega ofan í öll verkefni sem hafa verið framkvæmd. Því þetta ber allt af sama brunni. Framúrkeyrsla, óráðsía og lögbrot. Við skulum þá bara bæta því fjórða við, spilling.“
Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00
Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00
Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00