Landeigandi á Kjalarnesi hefur ekkert heyrt frá Vegagerðinni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2019 12:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Egill Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur um breikkun Vesturlandsvegar um Kjalanes. Landeigandi sem á stórt land að vegi hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Hún vonar að ráðið verði úr samskiptaleysi svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. Fram kom í fréttum okkar fyrir stuttu að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verkefnisins næstu tvö ár verður skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Formaður bæjarráðs Akraness lýsti yfir miklum vonbrigðum með frestunina en hún segir að bæjarstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst, enda sé vegurinn hættulegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur. „Já það var mikil pressa á að hefja framkvæmdir strax í fyrravetur. Þá kom í ljós að hvorki skipulag var klárt sem var síðan unnið í framhaldinu, né heldur samningar við landeigendur sem þó voru hafnir. Þannig ég veit ekki annað en að það gangi vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Hjördís Gissurardóttir, landeigandi á Kjalarnesi, hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Augljóst sé að samskiptaleysi sé uppi. Enginn hafi haft samband við hana sem landeiganda. „Það hefur ekkert verið talað, að mér vitandi, við neina Kjalnesinga eða neina hér á leiðinni, alla vega ekki við okkur sem eigum stórt land hér að vegi,“ sagði Hjördís Gissurardóttir. Hún bíður nú eftir að haft verið samband svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. „Auðvitað vilja allir hér á Kjalanesinu jafn sem Akurnesingar, Borgnesingar og allar nærsveitir fá veg hér sem á að standa undir öryggi. Það held ég að sé ekki nokkur vafi á því. Það er bara skylda þjóðfélagsins,“ sagði Hjördís Gissurardóttir.Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes.Vísir/Arnar Halldórsson Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur um breikkun Vesturlandsvegar um Kjalanes. Landeigandi sem á stórt land að vegi hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Hún vonar að ráðið verði úr samskiptaleysi svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. Fram kom í fréttum okkar fyrir stuttu að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verkefnisins næstu tvö ár verður skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Formaður bæjarráðs Akraness lýsti yfir miklum vonbrigðum með frestunina en hún segir að bæjarstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst, enda sé vegurinn hættulegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að eftir bestu vitund gangi vel að semja við landeigendur. „Já það var mikil pressa á að hefja framkvæmdir strax í fyrravetur. Þá kom í ljós að hvorki skipulag var klárt sem var síðan unnið í framhaldinu, né heldur samningar við landeigendur sem þó voru hafnir. Þannig ég veit ekki annað en að það gangi vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Hjördís Gissurardóttir, landeigandi á Kjalarnesi, hefur þó ekkert heyrt frá Vegagerðinni. Augljóst sé að samskiptaleysi sé uppi. Enginn hafi haft samband við hana sem landeiganda. „Það hefur ekkert verið talað, að mér vitandi, við neina Kjalnesinga eða neina hér á leiðinni, alla vega ekki við okkur sem eigum stórt land hér að vegi,“ sagði Hjördís Gissurardóttir. Hún bíður nú eftir að haft verið samband svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. „Auðvitað vilja allir hér á Kjalanesinu jafn sem Akurnesingar, Borgnesingar og allar nærsveitir fá veg hér sem á að standa undir öryggi. Það held ég að sé ekki nokkur vafi á því. Það er bara skylda þjóðfélagsins,“ sagði Hjördís Gissurardóttir.Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes.Vísir/Arnar Halldórsson
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46
Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45