Fékkst ekki til að svara hvort hún styddi þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 12:23 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. FBL/stefan Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þó má greina af svörum hennar að þrátt fyrir að vilja persónulega draga Ísland úr Atlantshafsbandalaginu geti hún ekki stutt við tillöguna sökum þess að hún hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna vegna stjórnarsáttmálans. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar eru Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Katrín var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun og ræddi um þingsályktunartillöguna og kjarasamningana sem voru undirritaðir á dögunum. Katrín segir að eðlilegt sé að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildina. Hún hafi meira að segja verið einn af flutningsmönnum sambærilegrar tillögu á kjörtímabili áranna 2009-2013. „Ég hef auðvitað alltaf sagt það að það er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvort svona ákvarðanir eigi ekki að taka í þjóðaratkvæðagreiðslu en hins vegar er ég ekki með á þessari tillögu núna af því ég hef skrifað undir stjórnarsáttmála og hef ákveðnu hlutverki að gegna sem forsætisráðherra gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Þannig að ég er ekki á henni núna en hef verið á henni áður.“ Spurð hvort hún hyggist greiða atkvæði með eða á móti tillögunni svarar Katrín: „Ja, nú skulum við bara sjá með það en það er auðvitað svo að mín hreyfing hefur verið eina stjórnmálahreyfingin sem hefur lýst opinni andstöðu við NATÓ en það breytir því ekki að okkar stefna er alveg óbreytt en við höfum hins vegar undirgengist það í stjórnarsáttmála að fallast bara á þjóðaröryggisstefnuna þar sem þetta er ein af grunnstoðunum af þeim sem eru nefndar þannig að ég stend við hann.“ Þrátt fyrir að vera búin að fallast á ákveðna málamiðlun í málinu segist hún bíða spennt eftir því að VG fái 52% atkvæða til að koma málinu raunverulega á dagskrá. Alþingi NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þó má greina af svörum hennar að þrátt fyrir að vilja persónulega draga Ísland úr Atlantshafsbandalaginu geti hún ekki stutt við tillöguna sökum þess að hún hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna vegna stjórnarsáttmálans. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar eru Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Katrín var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun og ræddi um þingsályktunartillöguna og kjarasamningana sem voru undirritaðir á dögunum. Katrín segir að eðlilegt sé að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildina. Hún hafi meira að segja verið einn af flutningsmönnum sambærilegrar tillögu á kjörtímabili áranna 2009-2013. „Ég hef auðvitað alltaf sagt það að það er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvort svona ákvarðanir eigi ekki að taka í þjóðaratkvæðagreiðslu en hins vegar er ég ekki með á þessari tillögu núna af því ég hef skrifað undir stjórnarsáttmála og hef ákveðnu hlutverki að gegna sem forsætisráðherra gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Þannig að ég er ekki á henni núna en hef verið á henni áður.“ Spurð hvort hún hyggist greiða atkvæði með eða á móti tillögunni svarar Katrín: „Ja, nú skulum við bara sjá með það en það er auðvitað svo að mín hreyfing hefur verið eina stjórnmálahreyfingin sem hefur lýst opinni andstöðu við NATÓ en það breytir því ekki að okkar stefna er alveg óbreytt en við höfum hins vegar undirgengist það í stjórnarsáttmála að fallast bara á þjóðaröryggisstefnuna þar sem þetta er ein af grunnstoðunum af þeim sem eru nefndar þannig að ég stend við hann.“ Þrátt fyrir að vera búin að fallast á ákveðna málamiðlun í málinu segist hún bíða spennt eftir því að VG fái 52% atkvæða til að koma málinu raunverulega á dagskrá.
Alþingi NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00
Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15
Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00