Fékkst ekki til að svara hvort hún styddi þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 12:23 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. FBL/stefan Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þó má greina af svörum hennar að þrátt fyrir að vilja persónulega draga Ísland úr Atlantshafsbandalaginu geti hún ekki stutt við tillöguna sökum þess að hún hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna vegna stjórnarsáttmálans. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar eru Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Katrín var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun og ræddi um þingsályktunartillöguna og kjarasamningana sem voru undirritaðir á dögunum. Katrín segir að eðlilegt sé að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildina. Hún hafi meira að segja verið einn af flutningsmönnum sambærilegrar tillögu á kjörtímabili áranna 2009-2013. „Ég hef auðvitað alltaf sagt það að það er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvort svona ákvarðanir eigi ekki að taka í þjóðaratkvæðagreiðslu en hins vegar er ég ekki með á þessari tillögu núna af því ég hef skrifað undir stjórnarsáttmála og hef ákveðnu hlutverki að gegna sem forsætisráðherra gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Þannig að ég er ekki á henni núna en hef verið á henni áður.“ Spurð hvort hún hyggist greiða atkvæði með eða á móti tillögunni svarar Katrín: „Ja, nú skulum við bara sjá með það en það er auðvitað svo að mín hreyfing hefur verið eina stjórnmálahreyfingin sem hefur lýst opinni andstöðu við NATÓ en það breytir því ekki að okkar stefna er alveg óbreytt en við höfum hins vegar undirgengist það í stjórnarsáttmála að fallast bara á þjóðaröryggisstefnuna þar sem þetta er ein af grunnstoðunum af þeim sem eru nefndar þannig að ég stend við hann.“ Þrátt fyrir að vera búin að fallast á ákveðna málamiðlun í málinu segist hún bíða spennt eftir því að VG fái 52% atkvæða til að koma málinu raunverulega á dagskrá. Alþingi NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þó má greina af svörum hennar að þrátt fyrir að vilja persónulega draga Ísland úr Atlantshafsbandalaginu geti hún ekki stutt við tillöguna sökum þess að hún hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna vegna stjórnarsáttmálans. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar eru Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Katrín var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun og ræddi um þingsályktunartillöguna og kjarasamningana sem voru undirritaðir á dögunum. Katrín segir að eðlilegt sé að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildina. Hún hafi meira að segja verið einn af flutningsmönnum sambærilegrar tillögu á kjörtímabili áranna 2009-2013. „Ég hef auðvitað alltaf sagt það að það er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvort svona ákvarðanir eigi ekki að taka í þjóðaratkvæðagreiðslu en hins vegar er ég ekki með á þessari tillögu núna af því ég hef skrifað undir stjórnarsáttmála og hef ákveðnu hlutverki að gegna sem forsætisráðherra gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Þannig að ég er ekki á henni núna en hef verið á henni áður.“ Spurð hvort hún hyggist greiða atkvæði með eða á móti tillögunni svarar Katrín: „Ja, nú skulum við bara sjá með það en það er auðvitað svo að mín hreyfing hefur verið eina stjórnmálahreyfingin sem hefur lýst opinni andstöðu við NATÓ en það breytir því ekki að okkar stefna er alveg óbreytt en við höfum hins vegar undirgengist það í stjórnarsáttmála að fallast bara á þjóðaröryggisstefnuna þar sem þetta er ein af grunnstoðunum af þeim sem eru nefndar þannig að ég stend við hann.“ Þrátt fyrir að vera búin að fallast á ákveðna málamiðlun í málinu segist hún bíða spennt eftir því að VG fái 52% atkvæða til að koma málinu raunverulega á dagskrá.
Alþingi NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00
Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15
Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00