Opin fyrir endurskoðun LÍN til að liðka fyrir viðræðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2019 19:00 Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Hún segir stjórnvöld þó reiðubúin til að skoða sértækar aðgerðir til að auðvelda þá vinnu, eins og hugmyndir BHM um létta á námslánabyrði námsmanna. Þrátt fyrir að útspil stjórnvalda hafi gert gæfumuninn fyrir undirritun lífskjarasamningsins í liðinni viku er björninn svo sannarlega ekki unninn fyrir hið opinbera. Ríkið er eftir sem áður stór vinnuveitandi og hefur ekki gert samning við sitt fólk um kaup og kjör. Og nú þegar eru komnar fram vísbendingar um að opinberir starfsmenn muni ekki fallast á lífskjarasamninginn óbreyttan. Til að mynda frá Bandalagi háskólamanna, sem segist ekki getað hugsað sér krónutöluhækkanir. Forsætisráðherra hefur þó fulla trú á því að lífskjarasamningurinn geti orðið góður vegvísir fyrir þær kjaraviðræður sem framundan eru. „Það er þó ekki svo að það að einhverjir aðilar geri kjarasamning taki það samningsréttinn af öðrum. Auðvitað er samningagerðin við opinbera markaðinn bara eftir. Hins vegar held ég að nálgunin sem við kynntum í þessum samningum geti verði mjög áhugaverð, bæði fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innihald lífskjarasamningsins sé þannig ekki bundið við launþega. „Þær aðgerðir sem við kynntum í síðustu viku munu gagnast öllum; bæði á almenna og opinbera markaðnum, sem og öðrum hópum, eldri borgurum og örorkulífeyrisþegum. Fyrst og fremst eru þetta aðgerðir sem snúa að því að auka hér velferð og jöfnuð og skipta þannig allt samfélagið máli.“Framtíð LÍN megi skoða Þrátt fyrir það segir Katrín þó ekki loku fyrir það skotið að stjórnvöld taki virkan þátt í umræðum um sértækari aðgerðir fyrir einstaka hópa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kallaði til að mynda eftir því á Sprengisandi á Bylgjunni í dag að stjórnvöld myndu grípa til aðgerða til að létta námslánagreiðslur, sem lið í komandi kjaraviðræðum. Katrín segir að sú hugmynd sé ekki svo fjarstæðukennd. „BHM hefur lagt ákveðnar hugmyndir á borðið um önnur atriði sem þau telja að geti skipt máli fyrir lífskjör síns fólks, þ.e. háskólamenntaðra. Þau hafa sérstaklega vísað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í því samhengi og við erum að sjálfsögðu reiðubúin til að fara í þá skoðun með þeim,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Hún segir stjórnvöld þó reiðubúin til að skoða sértækar aðgerðir til að auðvelda þá vinnu, eins og hugmyndir BHM um létta á námslánabyrði námsmanna. Þrátt fyrir að útspil stjórnvalda hafi gert gæfumuninn fyrir undirritun lífskjarasamningsins í liðinni viku er björninn svo sannarlega ekki unninn fyrir hið opinbera. Ríkið er eftir sem áður stór vinnuveitandi og hefur ekki gert samning við sitt fólk um kaup og kjör. Og nú þegar eru komnar fram vísbendingar um að opinberir starfsmenn muni ekki fallast á lífskjarasamninginn óbreyttan. Til að mynda frá Bandalagi háskólamanna, sem segist ekki getað hugsað sér krónutöluhækkanir. Forsætisráðherra hefur þó fulla trú á því að lífskjarasamningurinn geti orðið góður vegvísir fyrir þær kjaraviðræður sem framundan eru. „Það er þó ekki svo að það að einhverjir aðilar geri kjarasamning taki það samningsréttinn af öðrum. Auðvitað er samningagerðin við opinbera markaðinn bara eftir. Hins vegar held ég að nálgunin sem við kynntum í þessum samningum geti verði mjög áhugaverð, bæði fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innihald lífskjarasamningsins sé þannig ekki bundið við launþega. „Þær aðgerðir sem við kynntum í síðustu viku munu gagnast öllum; bæði á almenna og opinbera markaðnum, sem og öðrum hópum, eldri borgurum og örorkulífeyrisþegum. Fyrst og fremst eru þetta aðgerðir sem snúa að því að auka hér velferð og jöfnuð og skipta þannig allt samfélagið máli.“Framtíð LÍN megi skoða Þrátt fyrir það segir Katrín þó ekki loku fyrir það skotið að stjórnvöld taki virkan þátt í umræðum um sértækari aðgerðir fyrir einstaka hópa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kallaði til að mynda eftir því á Sprengisandi á Bylgjunni í dag að stjórnvöld myndu grípa til aðgerða til að létta námslánagreiðslur, sem lið í komandi kjaraviðræðum. Katrín segir að sú hugmynd sé ekki svo fjarstæðukennd. „BHM hefur lagt ákveðnar hugmyndir á borðið um önnur atriði sem þau telja að geti skipt máli fyrir lífskjör síns fólks, þ.e. háskólamenntaðra. Þau hafa sérstaklega vísað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í því samhengi og við erum að sjálfsögðu reiðubúin til að fara í þá skoðun með þeim,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19