Opin fyrir endurskoðun LÍN til að liðka fyrir viðræðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2019 19:00 Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Hún segir stjórnvöld þó reiðubúin til að skoða sértækar aðgerðir til að auðvelda þá vinnu, eins og hugmyndir BHM um létta á námslánabyrði námsmanna. Þrátt fyrir að útspil stjórnvalda hafi gert gæfumuninn fyrir undirritun lífskjarasamningsins í liðinni viku er björninn svo sannarlega ekki unninn fyrir hið opinbera. Ríkið er eftir sem áður stór vinnuveitandi og hefur ekki gert samning við sitt fólk um kaup og kjör. Og nú þegar eru komnar fram vísbendingar um að opinberir starfsmenn muni ekki fallast á lífskjarasamninginn óbreyttan. Til að mynda frá Bandalagi háskólamanna, sem segist ekki getað hugsað sér krónutöluhækkanir. Forsætisráðherra hefur þó fulla trú á því að lífskjarasamningurinn geti orðið góður vegvísir fyrir þær kjaraviðræður sem framundan eru. „Það er þó ekki svo að það að einhverjir aðilar geri kjarasamning taki það samningsréttinn af öðrum. Auðvitað er samningagerðin við opinbera markaðinn bara eftir. Hins vegar held ég að nálgunin sem við kynntum í þessum samningum geti verði mjög áhugaverð, bæði fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innihald lífskjarasamningsins sé þannig ekki bundið við launþega. „Þær aðgerðir sem við kynntum í síðustu viku munu gagnast öllum; bæði á almenna og opinbera markaðnum, sem og öðrum hópum, eldri borgurum og örorkulífeyrisþegum. Fyrst og fremst eru þetta aðgerðir sem snúa að því að auka hér velferð og jöfnuð og skipta þannig allt samfélagið máli.“Framtíð LÍN megi skoða Þrátt fyrir það segir Katrín þó ekki loku fyrir það skotið að stjórnvöld taki virkan þátt í umræðum um sértækari aðgerðir fyrir einstaka hópa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kallaði til að mynda eftir því á Sprengisandi á Bylgjunni í dag að stjórnvöld myndu grípa til aðgerða til að létta námslánagreiðslur, sem lið í komandi kjaraviðræðum. Katrín segir að sú hugmynd sé ekki svo fjarstæðukennd. „BHM hefur lagt ákveðnar hugmyndir á borðið um önnur atriði sem þau telja að geti skipt máli fyrir lífskjör síns fólks, þ.e. háskólamenntaðra. Þau hafa sérstaklega vísað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í því samhengi og við erum að sjálfsögðu reiðubúin til að fara í þá skoðun með þeim,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Hún segir stjórnvöld þó reiðubúin til að skoða sértækar aðgerðir til að auðvelda þá vinnu, eins og hugmyndir BHM um létta á námslánabyrði námsmanna. Þrátt fyrir að útspil stjórnvalda hafi gert gæfumuninn fyrir undirritun lífskjarasamningsins í liðinni viku er björninn svo sannarlega ekki unninn fyrir hið opinbera. Ríkið er eftir sem áður stór vinnuveitandi og hefur ekki gert samning við sitt fólk um kaup og kjör. Og nú þegar eru komnar fram vísbendingar um að opinberir starfsmenn muni ekki fallast á lífskjarasamninginn óbreyttan. Til að mynda frá Bandalagi háskólamanna, sem segist ekki getað hugsað sér krónutöluhækkanir. Forsætisráðherra hefur þó fulla trú á því að lífskjarasamningurinn geti orðið góður vegvísir fyrir þær kjaraviðræður sem framundan eru. „Það er þó ekki svo að það að einhverjir aðilar geri kjarasamning taki það samningsréttinn af öðrum. Auðvitað er samningagerðin við opinbera markaðinn bara eftir. Hins vegar held ég að nálgunin sem við kynntum í þessum samningum geti verði mjög áhugaverð, bæði fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innihald lífskjarasamningsins sé þannig ekki bundið við launþega. „Þær aðgerðir sem við kynntum í síðustu viku munu gagnast öllum; bæði á almenna og opinbera markaðnum, sem og öðrum hópum, eldri borgurum og örorkulífeyrisþegum. Fyrst og fremst eru þetta aðgerðir sem snúa að því að auka hér velferð og jöfnuð og skipta þannig allt samfélagið máli.“Framtíð LÍN megi skoða Þrátt fyrir það segir Katrín þó ekki loku fyrir það skotið að stjórnvöld taki virkan þátt í umræðum um sértækari aðgerðir fyrir einstaka hópa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kallaði til að mynda eftir því á Sprengisandi á Bylgjunni í dag að stjórnvöld myndu grípa til aðgerða til að létta námslánagreiðslur, sem lið í komandi kjaraviðræðum. Katrín segir að sú hugmynd sé ekki svo fjarstæðukennd. „BHM hefur lagt ákveðnar hugmyndir á borðið um önnur atriði sem þau telja að geti skipt máli fyrir lífskjör síns fólks, þ.e. háskólamenntaðra. Þau hafa sérstaklega vísað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í því samhengi og við erum að sjálfsögðu reiðubúin til að fara í þá skoðun með þeim,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa. 4. apríl 2019 19:12
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19