Coutinho sýnir og sannar að Liverpool hjartað slær enn í brjósti hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2019 09:00 Philippe Coutinho fagnar hér sínu síðasta marki sem leikmaður Liverpool. Getty/Andrew Powell Nýtt viðtal við fyrrum Liverpool manninn Philippe Coutinho vottar um það að næsta framtíð hans er hjá Barcelona en ekki hjá ensku liði. Hann dreymir samt um að spila á Anfield í vor. Það gleður örugglega marga stuðningsmenn Liverpool að heyra hugarfar hans til Manchester United. Philippe Coutinho segist ekki vera á förum frá Barcelona þrátt fyrir að lítið gangi upp hjá honum þessa dagana og spænskir fjölmiðlar hafi látið Brasilíumaðurinn fá myndarlegan skammt af gagnrýni. Philippe Coutinho er því alls ekki á leiðinni í ensku úrvalsdeildina og þá allra síst til Manchester United eins og ensku slúðurmiðlarnir hafa verið að skrifa síðustu vikur og mánuði. Stuðningsmenn Liverpool fengu örugglega flestir sting í hjartað þegar þeir lásu um að Philippe Coutinho væri mögulega á leiðinni til erkifjendanna í Manchester United. Hann var hins vegar leikmaður Liverpool í fimm ár og á svo löngum tíma á Anfield þá þróar þú með þér „ást“ eða „hatur“ á vissum félögum á Englandi. Coutinho hefur því enn sterkar taugar til Liverpool og segir því það myndi fylgja því tvöföld ánægja fyrir hann að slá Manchester United út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Once a red, always a red pic.twitter.com/kwMWtaRFDR — B/R Football (@brfootball) April 7, 2019„Ef við í Barcelona sláum Manchester United út úr Meistaradeildinni þá væri það tvöföld ánægja fyrir mig,“ sagði Philippe Coutinho við blaðamanna Daily Mirror. Coutinho missti af Meistaradeildarævintýri Liverpool á sínu síðasta tímabili því Barcelona keypti hann frá Liverpool í janúar 2018. Liverpool fór alla leið í úrslitaleikinn án hans en Barcelona datt út í átta liða úrslitunum. Brasilíumaðurinn var samt ekki alveg nógu ánægður með Meistaradeildardráttinn því hann vildi helst mæta Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ef bæði liðin fara áfram þá mætast þau í undanúrslitunum. „Það væri draumur að fá að spila á Anfield á ný og eflaust algjör tilfinningasprengja. Ef ég segi alveg eins og er þá var ég samt að vonast til þess að fá að mæta Liverpool í úrslitaleiknum,“ sagði Philippe Coutinho í viðtalinu við Mirror.Coutinho: “It would be a dream to play at Anfield again, an explosion of different feelings, I’m sure. But I have to be honest and say I would have preferred to meet Liverpool only in the final itself.” — Anfield HQ (@AnfieldHQ) April 7, 2019„Ég er ánægður með að Liverpool sé að spila vel á þessu tímabili. Klopp er frábær knattspyrnustjóri og það var því aðeins tímaspursmál hvenær liðið færi að spila svona vel,“ sagði Philippe Coutinho.Philippe Coutinho: “I’m glad that Liverpool are doing well this year and, if the draw had been different, I would have liked to play the Champions League Final against them. Klopp is a great coach & it was only a matter of time before he got the team performing the way they are.” — Oliver Bond (@Oliver__Bond) April 7, 2019Don't think Coutinho is joining Man United anytime soon pic.twitter.com/jdfieYAwgu — ODDSbible (@ODDSbible) April 7, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Sjá meira
Nýtt viðtal við fyrrum Liverpool manninn Philippe Coutinho vottar um það að næsta framtíð hans er hjá Barcelona en ekki hjá ensku liði. Hann dreymir samt um að spila á Anfield í vor. Það gleður örugglega marga stuðningsmenn Liverpool að heyra hugarfar hans til Manchester United. Philippe Coutinho segist ekki vera á förum frá Barcelona þrátt fyrir að lítið gangi upp hjá honum þessa dagana og spænskir fjölmiðlar hafi látið Brasilíumaðurinn fá myndarlegan skammt af gagnrýni. Philippe Coutinho er því alls ekki á leiðinni í ensku úrvalsdeildina og þá allra síst til Manchester United eins og ensku slúðurmiðlarnir hafa verið að skrifa síðustu vikur og mánuði. Stuðningsmenn Liverpool fengu örugglega flestir sting í hjartað þegar þeir lásu um að Philippe Coutinho væri mögulega á leiðinni til erkifjendanna í Manchester United. Hann var hins vegar leikmaður Liverpool í fimm ár og á svo löngum tíma á Anfield þá þróar þú með þér „ást“ eða „hatur“ á vissum félögum á Englandi. Coutinho hefur því enn sterkar taugar til Liverpool og segir því það myndi fylgja því tvöföld ánægja fyrir hann að slá Manchester United út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Once a red, always a red pic.twitter.com/kwMWtaRFDR — B/R Football (@brfootball) April 7, 2019„Ef við í Barcelona sláum Manchester United út úr Meistaradeildinni þá væri það tvöföld ánægja fyrir mig,“ sagði Philippe Coutinho við blaðamanna Daily Mirror. Coutinho missti af Meistaradeildarævintýri Liverpool á sínu síðasta tímabili því Barcelona keypti hann frá Liverpool í janúar 2018. Liverpool fór alla leið í úrslitaleikinn án hans en Barcelona datt út í átta liða úrslitunum. Brasilíumaðurinn var samt ekki alveg nógu ánægður með Meistaradeildardráttinn því hann vildi helst mæta Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ef bæði liðin fara áfram þá mætast þau í undanúrslitunum. „Það væri draumur að fá að spila á Anfield á ný og eflaust algjör tilfinningasprengja. Ef ég segi alveg eins og er þá var ég samt að vonast til þess að fá að mæta Liverpool í úrslitaleiknum,“ sagði Philippe Coutinho í viðtalinu við Mirror.Coutinho: “It would be a dream to play at Anfield again, an explosion of different feelings, I’m sure. But I have to be honest and say I would have preferred to meet Liverpool only in the final itself.” — Anfield HQ (@AnfieldHQ) April 7, 2019„Ég er ánægður með að Liverpool sé að spila vel á þessu tímabili. Klopp er frábær knattspyrnustjóri og það var því aðeins tímaspursmál hvenær liðið færi að spila svona vel,“ sagði Philippe Coutinho.Philippe Coutinho: “I’m glad that Liverpool are doing well this year and, if the draw had been different, I would have liked to play the Champions League Final against them. Klopp is a great coach & it was only a matter of time before he got the team performing the way they are.” — Oliver Bond (@Oliver__Bond) April 7, 2019Don't think Coutinho is joining Man United anytime soon pic.twitter.com/jdfieYAwgu — ODDSbible (@ODDSbible) April 7, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Sjá meira