Of snemmt að segja hvort jarðskjálftahrinan sé í rénun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2019 11:26 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur í Öxarfirði um sex kílómetra utan við Kópasker Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu. Jarðskjálftahrinan sem hófst við fyrir rúmum tveimur vikum er enn í gangi þó mikið hafi dregið úr henni. Hrinan er í Öxarfirði um sex kílómetra frá Kópaskeri og eru skjálftarnir orðnir um þrjú þúsund frá því hún hófst. Virknin var mest daganna 27. - 29. mars þegar skjálftarnir voru á bilinu fimm til áttahundruð á dag. Jarðskjálftahrinan þar er á þekktu sprungubelti en árið 1976 varð þar öflugur skjálfti sem olli miklum skemmdum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á svæðinu sem Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýstu yfir. „Það hefur heldur dregið úr þessu en hún er ekki alveg búin. Það hefur verið mjög rólegt í dag en það mældust yfir fimmtíu skjálftar á þessu svæði í gær, mesta svona milli fimm og sex í gærmorgun og svo aftur frá þrjú til fimm seinnipartinn. En þetta voru flestir bara litlir skjálftar. Það voru nokkrir sem að voru yfir tveimur stigum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigþrúður segir ekki tímabært að segja hvort skjálftahrinan sé í rénun. „Svona hrinur eru svolítið ólíkindatól, þetta gæti tekið sig upp aftur eða bara lognast smám saman út sem er kannski líklegri hlutur,“ segir Sigþrúður.Snarpur skjálfti við Grímsey í morgun Snemma í morgun mældist skjálfti af stærðinni þrír komma þrír, þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey. „Það eru alltaf hrinur þarna í kringum Grímsey bara annað slagið það er bara algengt. Það hringdi maður hérna í morgun og lét vita af því að hann hefði fundið þennan skjálfta. Hann býr í Grímsey en hann sagði að þeir væru bara svo vanir skjálftum að hann hefði verið mikið að hugsa hvort hann ætti nokkuð að láta vita,“ segir Sigþrúður. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grímsey Norðurþing Tengdar fréttir Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05 Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu. Jarðskjálftahrinan sem hófst við fyrir rúmum tveimur vikum er enn í gangi þó mikið hafi dregið úr henni. Hrinan er í Öxarfirði um sex kílómetra frá Kópaskeri og eru skjálftarnir orðnir um þrjú þúsund frá því hún hófst. Virknin var mest daganna 27. - 29. mars þegar skjálftarnir voru á bilinu fimm til áttahundruð á dag. Jarðskjálftahrinan þar er á þekktu sprungubelti en árið 1976 varð þar öflugur skjálfti sem olli miklum skemmdum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á svæðinu sem Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýstu yfir. „Það hefur heldur dregið úr þessu en hún er ekki alveg búin. Það hefur verið mjög rólegt í dag en það mældust yfir fimmtíu skjálftar á þessu svæði í gær, mesta svona milli fimm og sex í gærmorgun og svo aftur frá þrjú til fimm seinnipartinn. En þetta voru flestir bara litlir skjálftar. Það voru nokkrir sem að voru yfir tveimur stigum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigþrúður segir ekki tímabært að segja hvort skjálftahrinan sé í rénun. „Svona hrinur eru svolítið ólíkindatól, þetta gæti tekið sig upp aftur eða bara lognast smám saman út sem er kannski líklegri hlutur,“ segir Sigþrúður.Snarpur skjálfti við Grímsey í morgun Snemma í morgun mældist skjálfti af stærðinni þrír komma þrír, þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey. „Það eru alltaf hrinur þarna í kringum Grímsey bara annað slagið það er bara algengt. Það hringdi maður hérna í morgun og lét vita af því að hann hefði fundið þennan skjálfta. Hann býr í Grímsey en hann sagði að þeir væru bara svo vanir skjálftum að hann hefði verið mikið að hugsa hvort hann ætti nokkuð að láta vita,“ segir Sigþrúður.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grímsey Norðurþing Tengdar fréttir Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05 Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05
Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30
Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37