„Menn eru frekar hugsi, svo ég orði það bara pent“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 12:19 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA í síðustu viku. vísir/vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður þeirra iðnaðarfélaga sem eru í samfloti í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir verulega skiptar skoðanir á meðal iðnaðarmanna um kjarasamningana sem undirritaðir voru í síðustu viku. Hann segir ekkert að því að nota krónutöluhækkanir til þess að hækka laun en þær sem samið var um séu þó frekar í lægri kantinum. Iðnaðarmenn áttu fund með SA hjá ríkissáttasemjara á fimmtudaginn í síðustu viku og hefur næsti fundur verið boðaður á miðvikudaginn klukkan 10. Kristján segir að málum vindi frekar hægt fram en verið sé að fara yfir stöðuna fyrir næsta fund og meta næstu skref sem iðnaðarmenn vilji taka í viðræðunum.Krónutöluhækkanir setji iðnaðarmenn í erfiða stöðu Eftir að Starfsgreinasambandið og VR undirrituðu kjarasamninga við SA í síðustu viku þar sem kveðið er á um krónutöluhækkanir hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnt á þá kröfu félagsins að menntun verði metin til launa. Þá hefur hún bent á það að krónutöluhækkanir samræmist illa kröfunni um að menntun sé metin til launa. Spurður út í þetta, þar sem félagsmenn iðnaðarfélaganna eru margir með sérmenntun, og hvort að þetta sé eitthvað sem horft sé til af þeirra hálfu í kjaraviðræðunum segir Kristján svo vera. „Það er ástæðan fyrir því að við erum að reyna að meta í raun og veru hvaða áhrif þetta hefur hjá okkur og hvernig við eigum að taka næstu skref. Það er nákvæmlega út af þessu. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu hvað þetta varðar. Hins vegar er ekkert að því að nota krónutölur og við höfum gert það áður að vera með krónutöluhækkanir þó að það sé búið að njörva svolítið niður samt sem áður upphæðirnar. Þær eru svona frekar í lægri kantinum þannig að við erum að reyna að meta hvernig við getum látið þetta passa hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að finna út úr,“ segir hann.Gæti orðið snúið að ná samningi sem félagsmenn verða sáttir viðÞannig að þið eruð opnir fyrir krónutöluhækkunum en þær þyrftu þá mögulega að vera hærri? „Jú, við erum að reyna að meta það hvernig við getum látið þetta passa hjá okkur. En útgangspunkturinn hjá okkur er að félagsmenn munu þurfa að samþykkja samningana hjá okkur þannig að við þurfum að komast á þann stað að félagsmenn verði sáttir. Það getur orðið snúið.“ Aðspurður hvort hann geti eitthvað metið það hvernig stemningin sé innan raða iðnaðarmanna með þá leið sem farin var í síðustu viku segir hann eðlilega mjög skiptar skoðanir. Þó sé kannski frekar erfitt að segja til um það akkúrat núna. „En það eru verulega skiptar skoðanir og menn eru frekar hugsi, svo ég orði það bara pent,“ segir Kristján. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Undrast asa við frágang kjarasamninga Formaður Eflingar segir að félagið hafi verið í virkum samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu fyrir undirskrift. Náðst hafi fram mikilvæg atriði á lokametrunum. Ekki sátt um auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum. 5. apríl 2019 06:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður þeirra iðnaðarfélaga sem eru í samfloti í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir verulega skiptar skoðanir á meðal iðnaðarmanna um kjarasamningana sem undirritaðir voru í síðustu viku. Hann segir ekkert að því að nota krónutöluhækkanir til þess að hækka laun en þær sem samið var um séu þó frekar í lægri kantinum. Iðnaðarmenn áttu fund með SA hjá ríkissáttasemjara á fimmtudaginn í síðustu viku og hefur næsti fundur verið boðaður á miðvikudaginn klukkan 10. Kristján segir að málum vindi frekar hægt fram en verið sé að fara yfir stöðuna fyrir næsta fund og meta næstu skref sem iðnaðarmenn vilji taka í viðræðunum.Krónutöluhækkanir setji iðnaðarmenn í erfiða stöðu Eftir að Starfsgreinasambandið og VR undirrituðu kjarasamninga við SA í síðustu viku þar sem kveðið er á um krónutöluhækkanir hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnt á þá kröfu félagsins að menntun verði metin til launa. Þá hefur hún bent á það að krónutöluhækkanir samræmist illa kröfunni um að menntun sé metin til launa. Spurður út í þetta, þar sem félagsmenn iðnaðarfélaganna eru margir með sérmenntun, og hvort að þetta sé eitthvað sem horft sé til af þeirra hálfu í kjaraviðræðunum segir Kristján svo vera. „Það er ástæðan fyrir því að við erum að reyna að meta í raun og veru hvaða áhrif þetta hefur hjá okkur og hvernig við eigum að taka næstu skref. Það er nákvæmlega út af þessu. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu hvað þetta varðar. Hins vegar er ekkert að því að nota krónutölur og við höfum gert það áður að vera með krónutöluhækkanir þó að það sé búið að njörva svolítið niður samt sem áður upphæðirnar. Þær eru svona frekar í lægri kantinum þannig að við erum að reyna að meta hvernig við getum látið þetta passa hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að finna út úr,“ segir hann.Gæti orðið snúið að ná samningi sem félagsmenn verða sáttir viðÞannig að þið eruð opnir fyrir krónutöluhækkunum en þær þyrftu þá mögulega að vera hærri? „Jú, við erum að reyna að meta það hvernig við getum látið þetta passa hjá okkur. En útgangspunkturinn hjá okkur er að félagsmenn munu þurfa að samþykkja samningana hjá okkur þannig að við þurfum að komast á þann stað að félagsmenn verði sáttir. Það getur orðið snúið.“ Aðspurður hvort hann geti eitthvað metið það hvernig stemningin sé innan raða iðnaðarmanna með þá leið sem farin var í síðustu viku segir hann eðlilega mjög skiptar skoðanir. Þó sé kannski frekar erfitt að segja til um það akkúrat núna. „En það eru verulega skiptar skoðanir og menn eru frekar hugsi, svo ég orði það bara pent,“ segir Kristján.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Undrast asa við frágang kjarasamninga Formaður Eflingar segir að félagið hafi verið í virkum samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu fyrir undirskrift. Náðst hafi fram mikilvæg atriði á lokametrunum. Ekki sátt um auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum. 5. apríl 2019 06:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19
Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32
Undrast asa við frágang kjarasamninga Formaður Eflingar segir að félagið hafi verið í virkum samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu fyrir undirskrift. Náðst hafi fram mikilvæg atriði á lokametrunum. Ekki sátt um auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum. 5. apríl 2019 06:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?