Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru 1-0 undir gegn Valencia í úrslitaleik Evrópubikarsins en Valencia vann fyrsta leik liðanna í kvöld, 89-75.
Það var kraftur í Valencia í fyrsta leikhlutanum og þeir voru sjö stigum yfir eftir hann en er liðin gengu til hálfleiks var rstaðan 41-38, Valencia í vil.
Spánverjarnir voru afar öflugir í þriðja leikhlutanum. Þeir skoruðu þá 30 stig gegn einungis fimmtán stigum Berlínarliðsins og þar kláraðist leikinn. Lokatölur urðu svo, 89-75.
Fyrsta liðið til þess að vinna tvo leiki stendur uppi sem sigurvegari í Evrópubikarnum en næst mætast liðin á föstudaginn í Þýskalandi.
Martin var næst stigahæstur í liði Alba í kvöld. Hann skoraði sextán stig fyrir Berlínarliðið auk þess að gefa tvær stoðsendingar og stela einum bolta.
