Kór Ingu Sæland til að létta andann á Alþingi Sveinn Arnarsson skrifar 30. mars 2019 07:45 Ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með, segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þingkórinn. Fréttablaðið/Ernir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir mikilvægt að þingmenn og starfsmenn Alþingis brosi saman og geri eitthvað skemmtilegt og er því að stofna þingkór. Undirtektirnar gríðarlega góðar. Lagleysi er engin fyrirstaða. „Það er bara mikill áhugi fyrir þessu enda hafa núna rétt tæplega þrjátíu manns skráð sig í kórinn. Því er alveg ljóst að við munum hefja störf fljótlega. Ég byrjaði í fyrrakvöld að óska eftir skráningum og því fer þetta bara frábærlega af stað,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en hún hefur ákveðið að setja á laggirnar þingkór skipaðan þingmönnum og starfsmönnum þingsins. Inga er alvön söng. Hún tók þátt í X-Factor hér á landi og var fyrsti Íslandsmeistarinn í karókísöng en þann titil vann hún árið 1991. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að stofna kór utan um þingstörfin til að létta lundina meðal starfsmanna þingsins og þingmanna. „Fyrir mér eru allir jafnir á þinginu og ég kem eins fram við alla, hvort sem þeir eru þingmenn, ráðherrar eða almennir starfsmenn þingsins. Því er öllum velkomið að taka þátt í þingkórnum og munum við syngja saman til að fá meiri gleði í lífið,“ segir Inga. „Ég hugsa þetta aðallega þannig að við hittumst og brosum saman, því eins og þú veist getur bros dimmu í dagsljós breytt.“ Margrét Pálmadóttir verður kórstjóri þingkórsins að sögn Ingu og að hennar mati gæti kórinn sungið á hátíðarsamkomum, eins og á 17. júní eða eitthvað slíkt. „Ég held líka að þetta geti búið til jákvæðan anda í þinginu. Einnig held ég alveg örugglega að þetta yrði þá fyrsti svona þingkórinn í heiminum,“ segir Inga. Bæði kyn hafa sóst eftir því að komast í þingkórinn. Sumir þingmenn hafi þó sagt að þeir væru laglausir. Inga telur það ekki vera aðalatriðið þegar kemur að þingkórnum. „Það skiptir mestu máli að vera með og ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með. Fyrir mér er mikilvægast bara að hittast og hafa gaman saman.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir mikilvægt að þingmenn og starfsmenn Alþingis brosi saman og geri eitthvað skemmtilegt og er því að stofna þingkór. Undirtektirnar gríðarlega góðar. Lagleysi er engin fyrirstaða. „Það er bara mikill áhugi fyrir þessu enda hafa núna rétt tæplega þrjátíu manns skráð sig í kórinn. Því er alveg ljóst að við munum hefja störf fljótlega. Ég byrjaði í fyrrakvöld að óska eftir skráningum og því fer þetta bara frábærlega af stað,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en hún hefur ákveðið að setja á laggirnar þingkór skipaðan þingmönnum og starfsmönnum þingsins. Inga er alvön söng. Hún tók þátt í X-Factor hér á landi og var fyrsti Íslandsmeistarinn í karókísöng en þann titil vann hún árið 1991. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að stofna kór utan um þingstörfin til að létta lundina meðal starfsmanna þingsins og þingmanna. „Fyrir mér eru allir jafnir á þinginu og ég kem eins fram við alla, hvort sem þeir eru þingmenn, ráðherrar eða almennir starfsmenn þingsins. Því er öllum velkomið að taka þátt í þingkórnum og munum við syngja saman til að fá meiri gleði í lífið,“ segir Inga. „Ég hugsa þetta aðallega þannig að við hittumst og brosum saman, því eins og þú veist getur bros dimmu í dagsljós breytt.“ Margrét Pálmadóttir verður kórstjóri þingkórsins að sögn Ingu og að hennar mati gæti kórinn sungið á hátíðarsamkomum, eins og á 17. júní eða eitthvað slíkt. „Ég held líka að þetta geti búið til jákvæðan anda í þinginu. Einnig held ég alveg örugglega að þetta yrði þá fyrsti svona þingkórinn í heiminum,“ segir Inga. Bæði kyn hafa sóst eftir því að komast í þingkórinn. Sumir þingmenn hafi þó sagt að þeir væru laglausir. Inga telur það ekki vera aðalatriðið þegar kemur að þingkórnum. „Það skiptir mestu máli að vera með og ef þú vilt vera liðsmaður þá getur þú líka bara hreyft varirnar með. Fyrir mér er mikilvægast bara að hittast og hafa gaman saman.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira