Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 11:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. Hins vegar horfi stjórnvöld til þjóðarhags og eigi að lina áhrif af áföllum til að draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti. Stefnt er að því að viðræðum WOW AIR og Inidigo Partners um samstarf ljúki innan níu daga.Fréttablaðið greinir frá því í dag að WOW AIR hafi falast eftir ríkisábyrgð um síðustu helgi á lán frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Þá segir á Túristi punktur is að vafi leiki á að Indigo Partners eigi enn í viðræðum við WOW AIR um aðkomu að félaginu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum hjá Helgu Valfells á hádegisfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga á Grand hóteli í gær þar sem hann var meðal annars spurður um stöðu flugfélaganna. Hann sagði vöxt ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hafa ráðið styrkingu krónunnar þegar hún var sem mest og gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi nánast allur verið byggður upp af ferðaþjónustunni. „Þannig að þetta er algerlega búið að breyta Íslandi. Ísland er bara allt annað efnahagskerfi eftir að ferðaþjónustan stækkaði þetta mikið. En það er að sama skapi mikið áhyggjuefni að þessi rekstur er gríðarlega erfiður. Bæði félögin eru með risatap í fyrra og það er tvísýnt með endurfjármögnun hjá WOW AIR greinilega miðað við þær fréttir sem eru opinberar. Það er verið að lengja frestina og þeir eru í einhverjum skilningi að róa lífróður greinilega,“ sagði Bjarni. Þessi staða væri ein af þremur ógnum við efnahagslífið á þessu ári ásamt loðnubresti og stöðunni á vinnumarkaði þótt hann teldi möguleika ferðaþjónustunnar til framtíðar nánast óendanlega. Þrátt fyrir þetta sagði Bjarni aðspurður að það væri ekki hlutverk ríkisins að koma félögum í hallarekstri og rekstrarerfiðleikum til hjálpar og erfitt að setja slíkt fordæmi. „Hins vegar erum við mjög að reyna að meta áhrifin á hagkerfið af því ef yrðu áföll hérna. Ég held að við myndum alltaf í hverju sem við myndum gera horfa til þess hvað er að koma þjóðarhag best án þess að setja slæm fordæmi. Þannig að mín persónulega sannfæring er að við eigum ekki að skipta okkur af svona rekstrarvandamálum. En við eigum hins vegar að gera það sem við getum til að lina áfallið fyrir hagkerfið og draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti ef við höfum einhverju hlutverki þar að gegna,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. Hins vegar horfi stjórnvöld til þjóðarhags og eigi að lina áhrif af áföllum til að draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti. Stefnt er að því að viðræðum WOW AIR og Inidigo Partners um samstarf ljúki innan níu daga.Fréttablaðið greinir frá því í dag að WOW AIR hafi falast eftir ríkisábyrgð um síðustu helgi á lán frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Þá segir á Túristi punktur is að vafi leiki á að Indigo Partners eigi enn í viðræðum við WOW AIR um aðkomu að félaginu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum hjá Helgu Valfells á hádegisfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga á Grand hóteli í gær þar sem hann var meðal annars spurður um stöðu flugfélaganna. Hann sagði vöxt ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hafa ráðið styrkingu krónunnar þegar hún var sem mest og gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi nánast allur verið byggður upp af ferðaþjónustunni. „Þannig að þetta er algerlega búið að breyta Íslandi. Ísland er bara allt annað efnahagskerfi eftir að ferðaþjónustan stækkaði þetta mikið. En það er að sama skapi mikið áhyggjuefni að þessi rekstur er gríðarlega erfiður. Bæði félögin eru með risatap í fyrra og það er tvísýnt með endurfjármögnun hjá WOW AIR greinilega miðað við þær fréttir sem eru opinberar. Það er verið að lengja frestina og þeir eru í einhverjum skilningi að róa lífróður greinilega,“ sagði Bjarni. Þessi staða væri ein af þremur ógnum við efnahagslífið á þessu ári ásamt loðnubresti og stöðunni á vinnumarkaði þótt hann teldi möguleika ferðaþjónustunnar til framtíðar nánast óendanlega. Þrátt fyrir þetta sagði Bjarni aðspurður að það væri ekki hlutverk ríkisins að koma félögum í hallarekstri og rekstrarerfiðleikum til hjálpar og erfitt að setja slíkt fordæmi. „Hins vegar erum við mjög að reyna að meta áhrifin á hagkerfið af því ef yrðu áföll hérna. Ég held að við myndum alltaf í hverju sem við myndum gera horfa til þess hvað er að koma þjóðarhag best án þess að setja slæm fordæmi. Þannig að mín persónulega sannfæring er að við eigum ekki að skipta okkur af svona rekstrarvandamálum. En við eigum hins vegar að gera það sem við getum til að lina áfallið fyrir hagkerfið og draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti ef við höfum einhverju hlutverki þar að gegna,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent