Sjöunda mislingasmitið staðfest Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 14:17 Nýjasta tilfellið er 23 ára gamall einstaklingur með sögu um bólusetningu við 12 ára aldur. fréttablaðið/anton brink Einstaklingur í Reykjavík greindist með mislinga í gær og er það sjöunda tilfellið frá því að mislingafaraldurinn hófst hér á landi í febrúar síðastliðnum. Greint er frá þessu á vef embættis landlæknis en þar segir að einn þessara sjö einstaklinga var með jákvætt próf eftir mislingabólusetningu sem greinir ekki á milli raunverulegra mislinga og áhrifa af bólusetningunni og flokkast því sem vafatilfelli. Nýjasta tilfellið er 23 ára gamall einstaklingur með sögu um bólusetningu við 12 ára aldur. Hann hafði nýlega verið í umgengni við smitandi einstakling. Um 10 dögum síðar fékk hann vægan hita í 1–2 daga með mislingalíkum útbrotum. Niðurstaða rannsóknar þann 19. mars var vægt jákvæð fyrir mislingum. Að öllum líkindum er hér um að ræða væga mislinga („modified measles“) sem er vel lýst hjá bólusettum einstaklingum. Engin hætta er á alvarlegum veikindum í slíkum tilfellum og smithætta til annarra lítil. Ekki er þörf á sóttkví annarra sem umgengist hafa þann veika af þessu tilefni en hinn veiki verður í einangrun í 4 daga eftir að útbrot byrjuðu. Undanfarið hefur einnig borið á því að bólusettir einstaklingar hafa fengið útbrot skömmu eftir bólusetninguna og hafa greinst jákvæðir í rannsóknum fyrir mislingum. Þessi einkenni eru eðlileg eftir bólusetninguna og valda ekki smiti til annarra. Í flestum slíkum tilfellum er ekki ástæða til sýnatöku en sýnataka er alltaf háð mati læknis. Þetta nýjasta tilfelli breytir ekki fyrri viðbrögðum við mislingafaraldrinum. Bólusetningar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Einstaklingur í Reykjavík greindist með mislinga í gær og er það sjöunda tilfellið frá því að mislingafaraldurinn hófst hér á landi í febrúar síðastliðnum. Greint er frá þessu á vef embættis landlæknis en þar segir að einn þessara sjö einstaklinga var með jákvætt próf eftir mislingabólusetningu sem greinir ekki á milli raunverulegra mislinga og áhrifa af bólusetningunni og flokkast því sem vafatilfelli. Nýjasta tilfellið er 23 ára gamall einstaklingur með sögu um bólusetningu við 12 ára aldur. Hann hafði nýlega verið í umgengni við smitandi einstakling. Um 10 dögum síðar fékk hann vægan hita í 1–2 daga með mislingalíkum útbrotum. Niðurstaða rannsóknar þann 19. mars var vægt jákvæð fyrir mislingum. Að öllum líkindum er hér um að ræða væga mislinga („modified measles“) sem er vel lýst hjá bólusettum einstaklingum. Engin hætta er á alvarlegum veikindum í slíkum tilfellum og smithætta til annarra lítil. Ekki er þörf á sóttkví annarra sem umgengist hafa þann veika af þessu tilefni en hinn veiki verður í einangrun í 4 daga eftir að útbrot byrjuðu. Undanfarið hefur einnig borið á því að bólusettir einstaklingar hafa fengið útbrot skömmu eftir bólusetninguna og hafa greinst jákvæðir í rannsóknum fyrir mislingum. Þessi einkenni eru eðlileg eftir bólusetninguna og valda ekki smiti til annarra. Í flestum slíkum tilfellum er ekki ástæða til sýnatöku en sýnataka er alltaf háð mati læknis. Þetta nýjasta tilfelli breytir ekki fyrri viðbrögðum við mislingafaraldrinum.
Bólusetningar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira