Gerir ekki lítið úr alvarlegri stöðu kjaraviðræðna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2019 17:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, (t.v.) og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ekki gera lítið úr alvarlegri stöðu kjaraviðræðna þar sem stór verkalýðsfélög hafa slitið viðræðum. Fólk verði engu að síður að hafa trú á að samningsaðilum takist að lyfta óvissu sem liggi eins og mara á samfélaginu. Verkföll félagsmanna VR og Eflingar hefjast á föstudag og í vikunni slitu Starfsgreinasambandið og Landssamband íslenskra verslunarmanna viðræðum sínum við SA. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að áfram yrði fundað næstu daga. „Að mörgu leyti hefur gengið ágætlega undanfarnar vikur og margt af því sem búið er að vinna þar getur myndað grunn að kjarasamningi til framtíðar,“ sagði Halldór. Varðandi yfirvofandi verkföll sagðist Halldór þeirrar skoðunar að það væri hættuspil að vera með kjaramálin í átakafarvegi ofan í loðnubrest, tvísýna stöðu flugfélaganna og kólnandi hagkerfi. Spurður að því á hverju strandaði í viðræðum SA við viðsemjendur sína sagði Halldór að of margir þættir stæðu út af. Vildi hann ekki segja nánar til um einstök ágreiningsmál eða hvort SA hygðist leggja til eitthvað nýtt á næstu fundum. „Ábyrgð samningsaðila, beggja vegna borðs, er mikil. Það er nú einu sinni þannig að það þarf tvo til að semja. Við verðum einfaldlega að trúa því að okkur takist að lyfta þessari óvissu sem liggur eins og mara yfir samfélaginu,“ sagði Halldór. Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ekki gera lítið úr alvarlegri stöðu kjaraviðræðna þar sem stór verkalýðsfélög hafa slitið viðræðum. Fólk verði engu að síður að hafa trú á að samningsaðilum takist að lyfta óvissu sem liggi eins og mara á samfélaginu. Verkföll félagsmanna VR og Eflingar hefjast á föstudag og í vikunni slitu Starfsgreinasambandið og Landssamband íslenskra verslunarmanna viðræðum sínum við SA. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að áfram yrði fundað næstu daga. „Að mörgu leyti hefur gengið ágætlega undanfarnar vikur og margt af því sem búið er að vinna þar getur myndað grunn að kjarasamningi til framtíðar,“ sagði Halldór. Varðandi yfirvofandi verkföll sagðist Halldór þeirrar skoðunar að það væri hættuspil að vera með kjaramálin í átakafarvegi ofan í loðnubrest, tvísýna stöðu flugfélaganna og kólnandi hagkerfi. Spurður að því á hverju strandaði í viðræðum SA við viðsemjendur sína sagði Halldór að of margir þættir stæðu út af. Vildi hann ekki segja nánar til um einstök ágreiningsmál eða hvort SA hygðist leggja til eitthvað nýtt á næstu fundum. „Ábyrgð samningsaðila, beggja vegna borðs, er mikil. Það er nú einu sinni þannig að það þarf tvo til að semja. Við verðum einfaldlega að trúa því að okkur takist að lyfta þessari óvissu sem liggur eins og mara yfir samfélaginu,“ sagði Halldór.
Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent