Gerir ekki lítið úr alvarlegri stöðu kjaraviðræðna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2019 17:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, (t.v.) og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ekki gera lítið úr alvarlegri stöðu kjaraviðræðna þar sem stór verkalýðsfélög hafa slitið viðræðum. Fólk verði engu að síður að hafa trú á að samningsaðilum takist að lyfta óvissu sem liggi eins og mara á samfélaginu. Verkföll félagsmanna VR og Eflingar hefjast á föstudag og í vikunni slitu Starfsgreinasambandið og Landssamband íslenskra verslunarmanna viðræðum sínum við SA. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að áfram yrði fundað næstu daga. „Að mörgu leyti hefur gengið ágætlega undanfarnar vikur og margt af því sem búið er að vinna þar getur myndað grunn að kjarasamningi til framtíðar,“ sagði Halldór. Varðandi yfirvofandi verkföll sagðist Halldór þeirrar skoðunar að það væri hættuspil að vera með kjaramálin í átakafarvegi ofan í loðnubrest, tvísýna stöðu flugfélaganna og kólnandi hagkerfi. Spurður að því á hverju strandaði í viðræðum SA við viðsemjendur sína sagði Halldór að of margir þættir stæðu út af. Vildi hann ekki segja nánar til um einstök ágreiningsmál eða hvort SA hygðist leggja til eitthvað nýtt á næstu fundum. „Ábyrgð samningsaðila, beggja vegna borðs, er mikil. Það er nú einu sinni þannig að það þarf tvo til að semja. Við verðum einfaldlega að trúa því að okkur takist að lyfta þessari óvissu sem liggur eins og mara yfir samfélaginu,“ sagði Halldór. Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ekki gera lítið úr alvarlegri stöðu kjaraviðræðna þar sem stór verkalýðsfélög hafa slitið viðræðum. Fólk verði engu að síður að hafa trú á að samningsaðilum takist að lyfta óvissu sem liggi eins og mara á samfélaginu. Verkföll félagsmanna VR og Eflingar hefjast á föstudag og í vikunni slitu Starfsgreinasambandið og Landssamband íslenskra verslunarmanna viðræðum sínum við SA. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að áfram yrði fundað næstu daga. „Að mörgu leyti hefur gengið ágætlega undanfarnar vikur og margt af því sem búið er að vinna þar getur myndað grunn að kjarasamningi til framtíðar,“ sagði Halldór. Varðandi yfirvofandi verkföll sagðist Halldór þeirrar skoðunar að það væri hættuspil að vera með kjaramálin í átakafarvegi ofan í loðnubrest, tvísýna stöðu flugfélaganna og kólnandi hagkerfi. Spurður að því á hverju strandaði í viðræðum SA við viðsemjendur sína sagði Halldór að of margir þættir stæðu út af. Vildi hann ekki segja nánar til um einstök ágreiningsmál eða hvort SA hygðist leggja til eitthvað nýtt á næstu fundum. „Ábyrgð samningsaðila, beggja vegna borðs, er mikil. Það er nú einu sinni þannig að það þarf tvo til að semja. Við verðum einfaldlega að trúa því að okkur takist að lyfta þessari óvissu sem liggur eins og mara yfir samfélaginu,“ sagði Halldór.
Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira