Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. mars 2019 06:45 Kjararáð var lagt niður í fyrra, en launaákvarðanir ráðsins höfðu sætt harðri gagnrýni. Fréttablaðið/Ernir Kjararáð hafnaði beiðnum minnst 37 embættismanna, auk allra dómara landsins, um hækkun launa áður en ráðið var lagt niður. Þar af voru í það minnsta tveir sem ekki voru virtir svars. Þetta er meðal þess sem lesa má úr fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Nýverið fékk Fréttablaðið fundargerðir ráðsins afhentar eftir að hafa í tvígang þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá afgreiðslu ráðsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hnekkt. Fundargerðir áranna 2015-18 fengust afhentar en ekki eldri fundargerðir þar sem of tímafrekt myndi reynast að afmá upplýsingar úr þeim. Ráðið var lagt niður í fyrra en áður en til þess kom tók það ákvörðun í málum 44 starfa sem beiðnir höfðu verið sendar um þess efnis. Ein ákvörðunin, um laun aðstoðarseðlabankastjóra, var aldrei birt en samkvæmt henni eru mánaðarlaun hans tæpar 1,9 milljónir króna. Sömu sögu er að segja um þóknun dómara í Félagsdómi og nefndarmanna nefndar um dómarastörf. Forseti Félagsdóms fær til að mynda rúmar 870 þúsund krónur greiddar alla mánuði ársins fyrir störf sín. Þegar lögum um kjararáð var breytt árið 2016 var sett bráðabirgðaákvæði í lögin um það að málum sem væri ekki lokið fyrir 1. janúar 2018 skyldi ljúka samkvæmt eldri lögum. Af því leiddi að í kringum jólahátíðina 2017 sendi fjöldi embættismanna bréf til ráðsins með beiðni um hækkun launa. Síðasti fundur ráðsins það ár var hins vegar 20. desember og erindi sem bárust eftir þann dag því ekki afgreidd heldur vísað frá. Það er þó ekki algilt. Til dæmis var beiðni skólameistara Flensborgarskólans ekki afgreidd þótt hún væri send 15. desember 2017. Svipaða sögu er að segja af erindi forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Þá voru erindi forstjóra Skipulagsstofnunar og framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar ekki afgreidd þótt þau hefðu borist í maí 2017. Erindi forstjóra Byggðastofnunar og Íbúðalánasjóðs hlutu heldur ekki afgreiðslu þrátt fyrir að vera enn eldri. Til viðbótar þessu má nefna ítrekuð erindi Dómarafélags Íslands með beiðnum um endurskoðun á launum dómara. Bréfanna er hins vegar ekki getið í fundargerðum ráðsins og virðist sem ráðið hafi ákveðið að taka þau ekki til meðferðar. Að endingu er vert að nefna að ráðið hafnaði að taka beiðni lögreglustjóra landsins um endurupptöku launa sinna til meðferðar þar sem „[ekki yrði ráðið] að breytingar hafi orðið á starfi lögreglustjóra sem breyta mati kjararáðs á launakjörum þeirra frá því sem fram kemur í [úrskurði frá 2015].“ Í gagnabeiðni Fréttablaðsins var óskað eftir bréfum ráðsins til þeirra sem undir það heyra vegna almennrar hækkunar og breytingar á einingakerfi ráðsins árið 2011. Taldi blaðið að tækifærið hefði verið nýtt til að hækka laun einhverra umfram almennu hækkunina. Þeirri beiðni var hafnað. Í bókun frá árinu 2015 kemur á móti fram að forstjóri Landspítalans var sá eini sem var hækkaður umfram almennu hækkunina. Hækkuðu laun hans við þetta um tæp 24 prósent meðan aðrir þurftu að sætta sig við lægri hækkun. joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Nær allir fengu launahækkun Stjórnendur 13 ríkisfyrirtækja af 16 sem svöruðu erindi fjármálaráðuneytisins fengu launahækkun er þeir voru færðir undan ákvörðunarvaldi kjararáðs. 12. mars 2019 08:00 Fundargerðir kjararáðs fást ekki strax Fimmtán mánuðir eru síðan upphafleg beiðni um gögnin var lögð fram af hálfu Fréttablaðsins. 22. febrúar 2019 06:15 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Kjararáð hafnaði beiðnum minnst 37 embættismanna, auk allra dómara landsins, um hækkun launa áður en ráðið var lagt niður. Þar af voru í það minnsta tveir sem ekki voru virtir svars. Þetta er meðal þess sem lesa má úr fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Nýverið fékk Fréttablaðið fundargerðir ráðsins afhentar eftir að hafa í tvígang þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá afgreiðslu ráðsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins hnekkt. Fundargerðir áranna 2015-18 fengust afhentar en ekki eldri fundargerðir þar sem of tímafrekt myndi reynast að afmá upplýsingar úr þeim. Ráðið var lagt niður í fyrra en áður en til þess kom tók það ákvörðun í málum 44 starfa sem beiðnir höfðu verið sendar um þess efnis. Ein ákvörðunin, um laun aðstoðarseðlabankastjóra, var aldrei birt en samkvæmt henni eru mánaðarlaun hans tæpar 1,9 milljónir króna. Sömu sögu er að segja um þóknun dómara í Félagsdómi og nefndarmanna nefndar um dómarastörf. Forseti Félagsdóms fær til að mynda rúmar 870 þúsund krónur greiddar alla mánuði ársins fyrir störf sín. Þegar lögum um kjararáð var breytt árið 2016 var sett bráðabirgðaákvæði í lögin um það að málum sem væri ekki lokið fyrir 1. janúar 2018 skyldi ljúka samkvæmt eldri lögum. Af því leiddi að í kringum jólahátíðina 2017 sendi fjöldi embættismanna bréf til ráðsins með beiðni um hækkun launa. Síðasti fundur ráðsins það ár var hins vegar 20. desember og erindi sem bárust eftir þann dag því ekki afgreidd heldur vísað frá. Það er þó ekki algilt. Til dæmis var beiðni skólameistara Flensborgarskólans ekki afgreidd þótt hún væri send 15. desember 2017. Svipaða sögu er að segja af erindi forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Þá voru erindi forstjóra Skipulagsstofnunar og framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar ekki afgreidd þótt þau hefðu borist í maí 2017. Erindi forstjóra Byggðastofnunar og Íbúðalánasjóðs hlutu heldur ekki afgreiðslu þrátt fyrir að vera enn eldri. Til viðbótar þessu má nefna ítrekuð erindi Dómarafélags Íslands með beiðnum um endurskoðun á launum dómara. Bréfanna er hins vegar ekki getið í fundargerðum ráðsins og virðist sem ráðið hafi ákveðið að taka þau ekki til meðferðar. Að endingu er vert að nefna að ráðið hafnaði að taka beiðni lögreglustjóra landsins um endurupptöku launa sinna til meðferðar þar sem „[ekki yrði ráðið] að breytingar hafi orðið á starfi lögreglustjóra sem breyta mati kjararáðs á launakjörum þeirra frá því sem fram kemur í [úrskurði frá 2015].“ Í gagnabeiðni Fréttablaðsins var óskað eftir bréfum ráðsins til þeirra sem undir það heyra vegna almennrar hækkunar og breytingar á einingakerfi ráðsins árið 2011. Taldi blaðið að tækifærið hefði verið nýtt til að hækka laun einhverra umfram almennu hækkunina. Þeirri beiðni var hafnað. Í bókun frá árinu 2015 kemur á móti fram að forstjóri Landspítalans var sá eini sem var hækkaður umfram almennu hækkunina. Hækkuðu laun hans við þetta um tæp 24 prósent meðan aðrir þurftu að sætta sig við lægri hækkun. joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Nær allir fengu launahækkun Stjórnendur 13 ríkisfyrirtækja af 16 sem svöruðu erindi fjármálaráðuneytisins fengu launahækkun er þeir voru færðir undan ákvörðunarvaldi kjararáðs. 12. mars 2019 08:00 Fundargerðir kjararáðs fást ekki strax Fimmtán mánuðir eru síðan upphafleg beiðni um gögnin var lögð fram af hálfu Fréttablaðsins. 22. febrúar 2019 06:15 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Nær allir fengu launahækkun Stjórnendur 13 ríkisfyrirtækja af 16 sem svöruðu erindi fjármálaráðuneytisins fengu launahækkun er þeir voru færðir undan ákvörðunarvaldi kjararáðs. 12. mars 2019 08:00
Fundargerðir kjararáðs fást ekki strax Fimmtán mánuðir eru síðan upphafleg beiðni um gögnin var lögð fram af hálfu Fréttablaðsins. 22. febrúar 2019 06:15
Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent