Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. mars 2019 07:52 Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Vísir/AP Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur nú kynnt nýtt lagafrumvarp eins og hún lofaði strax eftir morðin og býst hún við því að nýju lögin verði komin í gildi í kringum 11. apríl næstkomandi. Sala hálfsjálfvirkra vopna hefur þó verið bönnuð nú þegar. Ardern segir að sögu landsins hafi verið breytt til frambúðar með hryðjuverkinu og nú verði byssulöggjöfinni einnig breytt. Auk þess að banna skotvopnin verður líka lagt bann við allskyns aukahlutum sem gera fólki kleift að breyta venjulegum rifflum í árásarriffla sem hægt er að skjóta mörgum skotum úr á stuttum tíma, auk þess sem magasín sem taka fjölda skota verða einnig gerð ólögleg.Eigendum slíkra vopna verður gefinn frestur til að skila þeim til stjórnvalda sem greiða fyrir þau tiltekna upphæð. Ardern sagðist gera ráð fyrir því að þetta myndi kosta ríkið á um hundrað til tvö hundruð milljónir nýsjálenskra dala. Gróft reiknað samsvarar það um tólf milljörðum til 24 milljarða króna. Hún sagðist ekki vilja refsa löghlýðnum byssueigendum en hún sagðist búast við stuðningi þeirra. Aðgerðir þessar snerust um öryggi allra íbúa Nýja-Sjálands. Stuart Nash, lögreglumálaráðherra Nýja-Sjálands, sagði að aðgerðirnar myndu leiða til aukins öryggis á Nýja-Sjálandi. Árásarmaðurinn í Christchurch hafði keypt byssur sínar með löglegum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti á netinu sem gerðu byssurnar hættulegri.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur ein af stærstu keðjum verslana sem selja skotvopn í landinu, Hunting & Fishing New Zealand, lýst yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Darren Jacobs, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði ódæðið í Christchurch hafa sannfært forsvarsmenn fyrirtækisins að „stríðsvopn“ ættu sér ekki stað í verslunum þeirra, né Nýja-Sjálandi. Hann sagði að þó ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að banna slík vopn yrðu þau hvort sem er ekki seld lengur hjá H&F. Þar að auki ætli fyrirtækið að hætta að selja skotvopn á netinu. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur nú kynnt nýtt lagafrumvarp eins og hún lofaði strax eftir morðin og býst hún við því að nýju lögin verði komin í gildi í kringum 11. apríl næstkomandi. Sala hálfsjálfvirkra vopna hefur þó verið bönnuð nú þegar. Ardern segir að sögu landsins hafi verið breytt til frambúðar með hryðjuverkinu og nú verði byssulöggjöfinni einnig breytt. Auk þess að banna skotvopnin verður líka lagt bann við allskyns aukahlutum sem gera fólki kleift að breyta venjulegum rifflum í árásarriffla sem hægt er að skjóta mörgum skotum úr á stuttum tíma, auk þess sem magasín sem taka fjölda skota verða einnig gerð ólögleg.Eigendum slíkra vopna verður gefinn frestur til að skila þeim til stjórnvalda sem greiða fyrir þau tiltekna upphæð. Ardern sagðist gera ráð fyrir því að þetta myndi kosta ríkið á um hundrað til tvö hundruð milljónir nýsjálenskra dala. Gróft reiknað samsvarar það um tólf milljörðum til 24 milljarða króna. Hún sagðist ekki vilja refsa löghlýðnum byssueigendum en hún sagðist búast við stuðningi þeirra. Aðgerðir þessar snerust um öryggi allra íbúa Nýja-Sjálands. Stuart Nash, lögreglumálaráðherra Nýja-Sjálands, sagði að aðgerðirnar myndu leiða til aukins öryggis á Nýja-Sjálandi. Árásarmaðurinn í Christchurch hafði keypt byssur sínar með löglegum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti á netinu sem gerðu byssurnar hættulegri.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur ein af stærstu keðjum verslana sem selja skotvopn í landinu, Hunting & Fishing New Zealand, lýst yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Darren Jacobs, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði ódæðið í Christchurch hafa sannfært forsvarsmenn fyrirtækisins að „stríðsvopn“ ættu sér ekki stað í verslunum þeirra, né Nýja-Sjálandi. Hann sagði að þó ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að banna slík vopn yrðu þau hvort sem er ekki seld lengur hjá H&F. Þar að auki ætli fyrirtækið að hætta að selja skotvopn á netinu.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32
Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent