Dóra, Guðmundur og Bragi Valdimar í stjórn SÍA Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2019 16:33 Ný stjórn SÍA, þau Dóra Kristín Briem, formaðurinn Guðmundur H. Pálsson og Bragi Valdimar Skúlason aðsend Guðmundur H. Pálsson hefur tekið við formennsku í SÍA, Samtökum íslenskra auglýsingastofa. Skipun hans var ákveðin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í dag. Guðmundur tekur við formennskunni af Elínu Helgu Sveinbjörnsdóttur en með Guðmundi í stjórn setjast Bragi Valdimar Skúlason og Dóra Kristín Briem. Haft er eftir Guðmundi í tilkynningu frá aðstandendum fundarins að honum þyki heiður að taka við embættinu, ekki síst í ljósi þess að þetta var 40. aðalfundur SÍA. „Það er merkilegt að mörg af þeim málum sem þá voru til umræðu eru enn til umræðu en önnur tökum við sem sjálfsögðum hlut. Til dæmis var það fyrsta sem félagið sameinaðist um var að mæla samræmt áhorf og lestur í fjölmiðlum til að geta birt auglýsingar á faglegan hátt. Ekki er hægt að hugsa sér auglýsingabirtingar í dag án þess að hafa mælingar á fjölmiðlum,“ segir Guðmundur.Ótæk karllægni Hann segir jafnframt að geirinn brenni í dag fyrir kynjajafnrétti, ekki síst í stjórnunarstöðum á auglýsingastofum. „Við höfum lagt okkur fram um það undanfarin ár að leiðrétta þetta og ég ætla að beita mér fyrir því að við gerum slíkt hið sama í dómnefndarstörfum fyrir Lúðurinn. Það er ófært að nánast eingöngu karlmenn séu fulltrúar stofanna í dómnefndinni enda gefur það okkur augljóslega aðeins viðhorf karlkyns auglýsingafólks ef við jöfnum ekki þar.“ Honum þyki einnig mikilvægt að standa vörð um virðingu fagsins og þess starfs sem unnið er á auglýsingastofum. „Það er mjög mikilvægt fyrir samfélagið að sú þekking og reynsla sem myndast inni á stofunum haldi áfram að vaxa. Því ef þekkingin vex ekki stöðugt þá nær Ísland ekki góðum árangri í þeim heimi sem við lifum í. Heimurinn er smám saman að verða eitt markaðssvæði og þar mun sala og markaðssetning verða ein mikilvægasta þekkingin til að halda uppi lífskjörum í landinu. Ef íslensk fyrirtæki gera ekki vel á alþjóðamarkaði verða lífskjör á Íslandi aldrei góð“, segir Guðmundur Pálsson nýr formaður SÍA. Vistaskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Guðmundur H. Pálsson hefur tekið við formennsku í SÍA, Samtökum íslenskra auglýsingastofa. Skipun hans var ákveðin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í dag. Guðmundur tekur við formennskunni af Elínu Helgu Sveinbjörnsdóttur en með Guðmundi í stjórn setjast Bragi Valdimar Skúlason og Dóra Kristín Briem. Haft er eftir Guðmundi í tilkynningu frá aðstandendum fundarins að honum þyki heiður að taka við embættinu, ekki síst í ljósi þess að þetta var 40. aðalfundur SÍA. „Það er merkilegt að mörg af þeim málum sem þá voru til umræðu eru enn til umræðu en önnur tökum við sem sjálfsögðum hlut. Til dæmis var það fyrsta sem félagið sameinaðist um var að mæla samræmt áhorf og lestur í fjölmiðlum til að geta birt auglýsingar á faglegan hátt. Ekki er hægt að hugsa sér auglýsingabirtingar í dag án þess að hafa mælingar á fjölmiðlum,“ segir Guðmundur.Ótæk karllægni Hann segir jafnframt að geirinn brenni í dag fyrir kynjajafnrétti, ekki síst í stjórnunarstöðum á auglýsingastofum. „Við höfum lagt okkur fram um það undanfarin ár að leiðrétta þetta og ég ætla að beita mér fyrir því að við gerum slíkt hið sama í dómnefndarstörfum fyrir Lúðurinn. Það er ófært að nánast eingöngu karlmenn séu fulltrúar stofanna í dómnefndinni enda gefur það okkur augljóslega aðeins viðhorf karlkyns auglýsingafólks ef við jöfnum ekki þar.“ Honum þyki einnig mikilvægt að standa vörð um virðingu fagsins og þess starfs sem unnið er á auglýsingastofum. „Það er mjög mikilvægt fyrir samfélagið að sú þekking og reynsla sem myndast inni á stofunum haldi áfram að vaxa. Því ef þekkingin vex ekki stöðugt þá nær Ísland ekki góðum árangri í þeim heimi sem við lifum í. Heimurinn er smám saman að verða eitt markaðssvæði og þar mun sala og markaðssetning verða ein mikilvægasta þekkingin til að halda uppi lífskjörum í landinu. Ef íslensk fyrirtæki gera ekki vel á alþjóðamarkaði verða lífskjör á Íslandi aldrei góð“, segir Guðmundur Pálsson nýr formaður SÍA.
Vistaskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira