Frábær uppskera á Special Olympics Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. mars 2019 20:30 Hluti af íslenska hópnum á setningarathöfn leikanna mynd/íf Lokahátíð Special Olympics fór fram í gær í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ísland átti 38 fulltrúa á leikunum sem stóðu sig með miklum sóma. Leikarnir voru fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldin verður í heiminum í ár, það tóku um 7500 keppendur frá 190 löndum þátt. Íslensku keppendurnir kepptu í tíu greinum á mótinu og röðuðu inn verðlaunum. Alls komu átta gullverðlaun, 14 silfur og 12 bronsverðlaun í hús. Frjálsíþróttafólkið var þar iðið við kolann í verðlaunasöfnun. Aníta Ósk Hrafnsdóttir fékk gullverðlaun í kúluvarpi og silfur í langstökki. Fannar Logi Jóhannesson fékk gull í langstökki og brons í 100 metra hlaupi.Michel Þór Masselter vann bronsverðlaunmynd/facebook síða ífMichel Þór Masselter vann brons í 1500 metra hlaupi. Öll þrjú, ásamt Helenu Ósk Hilmarsdóttur, unnu svo brons í 4x100 metra boðhlaupi. Það kom einnig nóg af verðlaunum úr sundlauginni. Bára Sif Ólafsdóttir fékk gullverðlaun í 100m baksundi og silfur í 100m skriðsundi. Hjalti Guðmundsson fékk gull í 100m skriðsundi og silfur í 50m baksundi. Róbert Alexander Erwin tók brons í 100m skriðsundi og Arndís Atladóttir fékk brons í 50m bringusundi. Ásta Hlöðversdóttir fékk gullverðlaun í sínum flokki í einstaklingskeppni í keilu. Hún bætti við bronsverðlaunum í tvímenningskeppni en þar keppti hún með Gabríellu Oddrúnu Oddsdóttur. Einar Kári Guðmundsson og Haukur Guðmundsson kepptu einnig fyrir Ísland í keilunni en hvorugur náði að komast á verðlaunapall. Þrír kylfingar voru í íslenska hópnum og þar gerði Ásmundur Þór Ásmundsson best en hann nældi í silfurverðlaun á mótinu. Elín Fanney Ólafsdóttir og Pálmi Þór Pálmason voru bæði hársbreidd frá því að lenda á verðlaunapalli. Elín Fanney lenti í því að snúa sig illa á ökkla eftir þriðja hringinn af fjórum en harkaði þó í gegnum fjórða hringinn og endaði í fjórða sæti.María og Valdís Hrönn kepptu fyrstar íslenskra kvenna í kraftlyftingummynd/facebook síða ífKonráð Ragnarsson og Védís Elva Þorsteinsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd í boccia. Bæði unnu þau til silfurverðlauna í einstaklingskeppninni. Þau kepptu svo saman í tvímenningskeppni og þar lentu þau í þriðja sæti og fengu brons. Ísland sendi í fyrsta skipti til leiks keppendur í kraftlyftingum kvenna. Verðlaun voru veitt bæði fyrir hverja grein sem og samanlagt og þær Valdís Hrönn Jónsdóttir og María Sigurjónsdóttir sönkuðu að sér verðlaunum. Valdís fékk brons í réttstöðu og hnébeygju en varð fjórða í bekkpressu. María vann gullið í réttstöu og silfur í bæði hnébeygju og bekkpressu. Samanlagt varð Valdís í fjórða sæti en María fékk silfur.Hekla Dís keppti í nútímafimleikummynd/ífÞað voru fleiri greinar þar sem Ísland var að taka þátt í fyrsta skipti. Arna Dís Ólafsdóttir og Hekla Björk Hólmarsdóttir urðu fyrstu Íslendingarnir til þess að keppa í nútímafimleikum á leikunum. Það var ekki að sjá að þær væru að gera þetta í fyrsta skipti, Arna fékk gull í þrepi 1 og Hekla silfurverðlaun í þrepi 2. Fjórir íslenskir keppendur kepptu í áhaldafimleikum. María Ragnarsdóttir fékk brons á gólfi en varð fjórða á hinum áhöldunum þremur og fjórða samanlagt. Michaela Regan Kolosov fékk silfur á gólfi og brons á jafnvægisslá en varð þrátt fyrir það fimmta samanlagt. Unnar Ingi Ingólfsson gerði sér lítið fyrir og hreppti gull á stökki. Hann bætti við bronsverðlaunum á hringjum. Magnús Orri Arnarson náði bestum árangri á tvíslá, þar varð hann fjórði. Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Lokahátíð Special Olympics fór fram í gær í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ísland átti 38 fulltrúa á leikunum sem stóðu sig með miklum sóma. Leikarnir voru fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldin verður í heiminum í ár, það tóku um 7500 keppendur frá 190 löndum þátt. Íslensku keppendurnir kepptu í tíu greinum á mótinu og röðuðu inn verðlaunum. Alls komu átta gullverðlaun, 14 silfur og 12 bronsverðlaun í hús. Frjálsíþróttafólkið var þar iðið við kolann í verðlaunasöfnun. Aníta Ósk Hrafnsdóttir fékk gullverðlaun í kúluvarpi og silfur í langstökki. Fannar Logi Jóhannesson fékk gull í langstökki og brons í 100 metra hlaupi.Michel Þór Masselter vann bronsverðlaunmynd/facebook síða ífMichel Þór Masselter vann brons í 1500 metra hlaupi. Öll þrjú, ásamt Helenu Ósk Hilmarsdóttur, unnu svo brons í 4x100 metra boðhlaupi. Það kom einnig nóg af verðlaunum úr sundlauginni. Bára Sif Ólafsdóttir fékk gullverðlaun í 100m baksundi og silfur í 100m skriðsundi. Hjalti Guðmundsson fékk gull í 100m skriðsundi og silfur í 50m baksundi. Róbert Alexander Erwin tók brons í 100m skriðsundi og Arndís Atladóttir fékk brons í 50m bringusundi. Ásta Hlöðversdóttir fékk gullverðlaun í sínum flokki í einstaklingskeppni í keilu. Hún bætti við bronsverðlaunum í tvímenningskeppni en þar keppti hún með Gabríellu Oddrúnu Oddsdóttur. Einar Kári Guðmundsson og Haukur Guðmundsson kepptu einnig fyrir Ísland í keilunni en hvorugur náði að komast á verðlaunapall. Þrír kylfingar voru í íslenska hópnum og þar gerði Ásmundur Þór Ásmundsson best en hann nældi í silfurverðlaun á mótinu. Elín Fanney Ólafsdóttir og Pálmi Þór Pálmason voru bæði hársbreidd frá því að lenda á verðlaunapalli. Elín Fanney lenti í því að snúa sig illa á ökkla eftir þriðja hringinn af fjórum en harkaði þó í gegnum fjórða hringinn og endaði í fjórða sæti.María og Valdís Hrönn kepptu fyrstar íslenskra kvenna í kraftlyftingummynd/facebook síða ífKonráð Ragnarsson og Védís Elva Þorsteinsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd í boccia. Bæði unnu þau til silfurverðlauna í einstaklingskeppninni. Þau kepptu svo saman í tvímenningskeppni og þar lentu þau í þriðja sæti og fengu brons. Ísland sendi í fyrsta skipti til leiks keppendur í kraftlyftingum kvenna. Verðlaun voru veitt bæði fyrir hverja grein sem og samanlagt og þær Valdís Hrönn Jónsdóttir og María Sigurjónsdóttir sönkuðu að sér verðlaunum. Valdís fékk brons í réttstöðu og hnébeygju en varð fjórða í bekkpressu. María vann gullið í réttstöu og silfur í bæði hnébeygju og bekkpressu. Samanlagt varð Valdís í fjórða sæti en María fékk silfur.Hekla Dís keppti í nútímafimleikummynd/ífÞað voru fleiri greinar þar sem Ísland var að taka þátt í fyrsta skipti. Arna Dís Ólafsdóttir og Hekla Björk Hólmarsdóttir urðu fyrstu Íslendingarnir til þess að keppa í nútímafimleikum á leikunum. Það var ekki að sjá að þær væru að gera þetta í fyrsta skipti, Arna fékk gull í þrepi 1 og Hekla silfurverðlaun í þrepi 2. Fjórir íslenskir keppendur kepptu í áhaldafimleikum. María Ragnarsdóttir fékk brons á gólfi en varð fjórða á hinum áhöldunum þremur og fjórða samanlagt. Michaela Regan Kolosov fékk silfur á gólfi og brons á jafnvægisslá en varð þrátt fyrir það fimmta samanlagt. Unnar Ingi Ingólfsson gerði sér lítið fyrir og hreppti gull á stökki. Hann bætti við bronsverðlaunum á hringjum. Magnús Orri Arnarson náði bestum árangri á tvíslá, þar varð hann fjórði.
Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti