Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 112-105 | Trylltur dans stiginn í Síkinu þegar Tindastóll tók forystu í einvíginu Árni Jóhannsson skrifar 22. mars 2019 22:45 Stólarnir hafa verið sveiflukenndir í vetur. vísir/daníel þór Tindastóll tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik í rimmu liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildarinnar í körfubolta í kvöld. Leiksins var beðið eftir mikilli eftirvæntingu enda ekki útséð með það að Stólarnir ættu auðvelt verkefni fyrir höndum þrátt fyrir að hafa endað deildarkeppnina hærra í töflunni en Þórsarar. Spenna og fjör átti síðar eftir að vera raunin. Fræðin segja að þegar komið er í úrslitakeppni þá hægist á öllu og að leikurinn fari mest fram á hálfum velli. Sú var ekki raunin í leik Tindastóls og Þórs því þessi lið gerðu ekkert annað en að skora. Stólarnir létu aðalsmerki sitt, varnarleik, fjúka út um gluggann og léku leikinn sem Þór vill spila sem er að skora meira en andstæðingurinn en leikurinn endaði 112-105 fyrir heimamenn. Þessi leikstíll Þórsara sló heimamenn í raun út af lagin fyrstu 15 mínútur leiksins en hittnir Þórs var góð, sérstaklega fyrir utan línuna, ásamt því að Stólarnir voru klaufar í sínum aðgerðum og rönkuðu við sér 15 stigum undir um miðjan annan leikhluta. Þór með Nick Tomsick í broddi fylkingar léku við hvern sinn fingur og fengu að gera það sem þeir vildu í sókninni sinni og fengu mikinn frið fyrir utan þriggja stiga línuna sem skóp forskotið og virtust þeir ætla að stinga af. Stólarnir rönkuðu hinsvegar við sér og sýndu seiglu og hvaða reynsla býr í þeim og náðu þeir að naga forskotið niður að fullu fyrir lok fyrri hálfleiks sem endaði í stöðunni 53-55. Eins og áður segir þá var varnarleikurinn ekki í fyrirrúmi en Stólarnir hafa ekki verið að hleypa liðum í mikið fleiri stig en 55 í allan vetur. Það varð engin breyting á gangi leiksins í seinni hálfleik. Liðin skiptust á að skora og að missa boltann klaufalega frá sér. Þegar þriðja leikhluta var lokið var staðan 79-83 sem í sannleika sagt eru oftar en ekki lokatölur í leikjum í úrslitakeppni. Fjórði leikhluti hófst og ekkert lát var á stigaskori. Þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar þá voru komin samtals 22 stig á töfluna og engin merki um að liðin ætluðu að hægja á sér. Jafnt var, 92-92 þegar þrjár mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta og þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir þá var enn jafnt, 102-102. Þá loksins hægðist á hlutunum og leikurinn fór að færast á vítalínuna og í mikla skák. Þar voru Stólarnir sterkari og sýndu yfirvegun til að loka leiknum. Lokatölur 112-105 í geggjuðum leik. Afhverju vann Tindastóll?Eigum við ekki að skrifa þetta á reynsluna og seigluna sem Tindastóll hefur oft sýnt í vetur en þegar mikið liggur við og spennan er sem mest þá geta þeir náð í úrslitin með því að halda sér við sína styrkleika. Þeir náðu stoppunum þegar á þurfti að halda í lok leiks en það hafði ekki verið að gerast fyrr í leiknum. Þórsarar voru oft klaufar nálægt körfunni en Kinu Rochford gengur ekki alveg heill til skógar og munar mikið um. Of mörg sniðskot fóru forgörðum í fjórða leikhluta ásamt vítum og því fór sem fór.Hvað gekk illa?Varnarleikurinn gekk illa en ég held að þeir einu sem kvarta yfir því séu þjálfararnir en þeir sem horfðu á leikinn fengu mikið fyrir peninginn. Svo undir lok leiksins gekk gestunum ekki nógu vel að koma boltanum í körfuna sem kostaði að lokum leikinn.Bestu menn vallarins?Nick Tomsick leiddi sína menn í þetta stríð í kvöld. Hann skoraði úr þristum í öllum regnbogans litum og þegar upp var staðið var kappinn kominn með 39 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar. Hjá Tindastóli var það PJ Alawoya sem var stigahæstur með 27 stig en Pétur Rúnar Birgisson verður að teljast þeirra besti maður en hann skilaði 24 stigum og 10 stoðsendingum. Hann hélt haus á vítalínunni þegar á þurfti að halda og kláraði leikinn þar fyrir sína menn.Tölfræði sem vakti athygli?Þegar um sjö mínútur voru liðnar af leiknum hafði Þór sett niður 5 þriggja stiga skoti í sjö tilraunum. Þegar Þórsarar komu fyrst í heimsókn í síkið í vetur þá hittu þeir úr fimm þriggja stiga skotum í heild og fóru heim með skottið á milli lappanna. Að auki vekur það náttúrlega athygli að Stólarnir hleypa á sig 105 stigum á heimavelli þar sem meðaltalið hefur verið 72,5 per leik. Þetta þarf Israel að skoða en að sama skapi gæti Baldur verið ánægður með þetta stigaskor á útivelli en hann þarf líka að skoða varnarleik sinna manna.Hvað næst?Liðin mætast í Þorlákshöfn á mánudaginn og má ætla að sömu læti muni eiga sér stað. Allir leikir hingað til hafa verið geggjaðir í úrslitakeppninni hingað til og það mun ekki breytast. Israel Martin: Næsti leikur verður erfiðari en þessi í kvöldÞjálfari Tindastóls var spurður að því hvað það var sem skilaði sigri hans manna í leiknum í kvöld á móti Þór Þ. en leikurinn var mjög spennandi. „Framlag og dugnaður minna manna skilaði þessu. Við sýndu karakter í mjög erfiðum leik þar sem Þór byrjaði töluvert betur en við sýndum karakter í að koma til baka og halda í við þá í spennandi leik þar sem við náðuðm að klára á lokasprettinum. Smáatriðin skipta máli í leikjum sem þessum en Tomsick átti náttúrlega stórleik en við sem lið stóðum okkur mjög vel í kvöld og ég er mjög ánægður með sigurinn“. „Við verðum svo að vera tilbúnir í að mæta í erfiðan leik á þeirra heimavelli. Við verðum að nota það sem lærðum í kvöld og undirbúa okkur vel undir þann leik. Ég greini leikinn í kvöld og svo ræðum við smáatriðin um helgina en leikurinn í Þorlákshöfn verður örugglega erfiðari en sá sem var hér í kvöld“, sagði Israel að lokum hvernig hann sæi næsta leik þróast.Baldur Þór: Bæði lið væntanlega ekki sátt með varnarleikinn sinn „Þetta hefði getað dottið báðum megin en datt Stóla megin í kvöld“, sagði Baldur Þór Ragnarsson eftir tap í æsispennandi leik á móti Tindastól fyrr í kvöld. „Það var mikil hittni hjá báðum liðum, bæði lið væntanlega ekki sátt með varnarleikinn sinn en þetta var bara hörkuleikur“. „Það er bara mjög mikilvægt að hafa alla leikmenn sem eru í liðinu. Heildin gerir liðið og það er mjög mikilvægt að hafa alla þessa stráka heila“, sagði Þór að lokum um leikmannahópinn sinn en Kinu Rochford leit út fyrir að vera meiddur í leiknum og munar um að hafa hann heilann. Dominos-deild karla
Tindastóll tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik í rimmu liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildarinnar í körfubolta í kvöld. Leiksins var beðið eftir mikilli eftirvæntingu enda ekki útséð með það að Stólarnir ættu auðvelt verkefni fyrir höndum þrátt fyrir að hafa endað deildarkeppnina hærra í töflunni en Þórsarar. Spenna og fjör átti síðar eftir að vera raunin. Fræðin segja að þegar komið er í úrslitakeppni þá hægist á öllu og að leikurinn fari mest fram á hálfum velli. Sú var ekki raunin í leik Tindastóls og Þórs því þessi lið gerðu ekkert annað en að skora. Stólarnir létu aðalsmerki sitt, varnarleik, fjúka út um gluggann og léku leikinn sem Þór vill spila sem er að skora meira en andstæðingurinn en leikurinn endaði 112-105 fyrir heimamenn. Þessi leikstíll Þórsara sló heimamenn í raun út af lagin fyrstu 15 mínútur leiksins en hittnir Þórs var góð, sérstaklega fyrir utan línuna, ásamt því að Stólarnir voru klaufar í sínum aðgerðum og rönkuðu við sér 15 stigum undir um miðjan annan leikhluta. Þór með Nick Tomsick í broddi fylkingar léku við hvern sinn fingur og fengu að gera það sem þeir vildu í sókninni sinni og fengu mikinn frið fyrir utan þriggja stiga línuna sem skóp forskotið og virtust þeir ætla að stinga af. Stólarnir rönkuðu hinsvegar við sér og sýndu seiglu og hvaða reynsla býr í þeim og náðu þeir að naga forskotið niður að fullu fyrir lok fyrri hálfleiks sem endaði í stöðunni 53-55. Eins og áður segir þá var varnarleikurinn ekki í fyrirrúmi en Stólarnir hafa ekki verið að hleypa liðum í mikið fleiri stig en 55 í allan vetur. Það varð engin breyting á gangi leiksins í seinni hálfleik. Liðin skiptust á að skora og að missa boltann klaufalega frá sér. Þegar þriðja leikhluta var lokið var staðan 79-83 sem í sannleika sagt eru oftar en ekki lokatölur í leikjum í úrslitakeppni. Fjórði leikhluti hófst og ekkert lát var á stigaskori. Þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar þá voru komin samtals 22 stig á töfluna og engin merki um að liðin ætluðu að hægja á sér. Jafnt var, 92-92 þegar þrjár mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta og þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir þá var enn jafnt, 102-102. Þá loksins hægðist á hlutunum og leikurinn fór að færast á vítalínuna og í mikla skák. Þar voru Stólarnir sterkari og sýndu yfirvegun til að loka leiknum. Lokatölur 112-105 í geggjuðum leik. Afhverju vann Tindastóll?Eigum við ekki að skrifa þetta á reynsluna og seigluna sem Tindastóll hefur oft sýnt í vetur en þegar mikið liggur við og spennan er sem mest þá geta þeir náð í úrslitin með því að halda sér við sína styrkleika. Þeir náðu stoppunum þegar á þurfti að halda í lok leiks en það hafði ekki verið að gerast fyrr í leiknum. Þórsarar voru oft klaufar nálægt körfunni en Kinu Rochford gengur ekki alveg heill til skógar og munar mikið um. Of mörg sniðskot fóru forgörðum í fjórða leikhluta ásamt vítum og því fór sem fór.Hvað gekk illa?Varnarleikurinn gekk illa en ég held að þeir einu sem kvarta yfir því séu þjálfararnir en þeir sem horfðu á leikinn fengu mikið fyrir peninginn. Svo undir lok leiksins gekk gestunum ekki nógu vel að koma boltanum í körfuna sem kostaði að lokum leikinn.Bestu menn vallarins?Nick Tomsick leiddi sína menn í þetta stríð í kvöld. Hann skoraði úr þristum í öllum regnbogans litum og þegar upp var staðið var kappinn kominn með 39 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar. Hjá Tindastóli var það PJ Alawoya sem var stigahæstur með 27 stig en Pétur Rúnar Birgisson verður að teljast þeirra besti maður en hann skilaði 24 stigum og 10 stoðsendingum. Hann hélt haus á vítalínunni þegar á þurfti að halda og kláraði leikinn þar fyrir sína menn.Tölfræði sem vakti athygli?Þegar um sjö mínútur voru liðnar af leiknum hafði Þór sett niður 5 þriggja stiga skoti í sjö tilraunum. Þegar Þórsarar komu fyrst í heimsókn í síkið í vetur þá hittu þeir úr fimm þriggja stiga skotum í heild og fóru heim með skottið á milli lappanna. Að auki vekur það náttúrlega athygli að Stólarnir hleypa á sig 105 stigum á heimavelli þar sem meðaltalið hefur verið 72,5 per leik. Þetta þarf Israel að skoða en að sama skapi gæti Baldur verið ánægður með þetta stigaskor á útivelli en hann þarf líka að skoða varnarleik sinna manna.Hvað næst?Liðin mætast í Þorlákshöfn á mánudaginn og má ætla að sömu læti muni eiga sér stað. Allir leikir hingað til hafa verið geggjaðir í úrslitakeppninni hingað til og það mun ekki breytast. Israel Martin: Næsti leikur verður erfiðari en þessi í kvöldÞjálfari Tindastóls var spurður að því hvað það var sem skilaði sigri hans manna í leiknum í kvöld á móti Þór Þ. en leikurinn var mjög spennandi. „Framlag og dugnaður minna manna skilaði þessu. Við sýndu karakter í mjög erfiðum leik þar sem Þór byrjaði töluvert betur en við sýndum karakter í að koma til baka og halda í við þá í spennandi leik þar sem við náðuðm að klára á lokasprettinum. Smáatriðin skipta máli í leikjum sem þessum en Tomsick átti náttúrlega stórleik en við sem lið stóðum okkur mjög vel í kvöld og ég er mjög ánægður með sigurinn“. „Við verðum svo að vera tilbúnir í að mæta í erfiðan leik á þeirra heimavelli. Við verðum að nota það sem lærðum í kvöld og undirbúa okkur vel undir þann leik. Ég greini leikinn í kvöld og svo ræðum við smáatriðin um helgina en leikurinn í Þorlákshöfn verður örugglega erfiðari en sá sem var hér í kvöld“, sagði Israel að lokum hvernig hann sæi næsta leik þróast.Baldur Þór: Bæði lið væntanlega ekki sátt með varnarleikinn sinn „Þetta hefði getað dottið báðum megin en datt Stóla megin í kvöld“, sagði Baldur Þór Ragnarsson eftir tap í æsispennandi leik á móti Tindastól fyrr í kvöld. „Það var mikil hittni hjá báðum liðum, bæði lið væntanlega ekki sátt með varnarleikinn sinn en þetta var bara hörkuleikur“. „Það er bara mjög mikilvægt að hafa alla leikmenn sem eru í liðinu. Heildin gerir liðið og það er mjög mikilvægt að hafa alla þessa stráka heila“, sagði Þór að lokum um leikmannahópinn sinn en Kinu Rochford leit út fyrir að vera meiddur í leiknum og munar um að hafa hann heilann.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti