Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2019 13:03 Katrín Jakobsdóttir í Brussel. Vísir/Stjónarráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. Hún dregur þó í efa að Breta langi inn í EES en segir þá þurfa að ákveða sig fyrst. Þá segir hún EES samninginn hafa reynst Íslendingum vel. Katrín er stödd í Brussel þar sem verið er að halda upp á 25 ára afmæli EES-samningsins og var henni boðið á fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fyrir fundinn átti forsætisráðherra morgunverðarfund með forsætisráðherrum Liechtensteins og Noregs áður en haldið var á leiðtogafundinn. Að loknum leiðtogafundinum fluttu forsætisráðherrarnir stutt ávörp og veittu fjölmiðlum viðtöl. Blaðamaður Guardian spurði hana út í hvort EFTA-ríkin væru tilbúin til viðræðna við Breta.„Ég held að Bretar sjálfir þurfi að hugsa um þann möguleika. Hvort þeir vilji það. Miðað við það sem ég hef lesið um umræðuna í Bretlandi eru þeir einnig mjög gagnrýnir á hluta EEA samkomulagsins, sem EFTA ríkin eru aðilar að. Þannig að ég veit ekki hvort það sé lausnin sem Bretar eru að leita að,“ sagði Katrín. „Augljóslega myndum við tala um það við Breta með glöðu geði, ef það er eitthvað sem Bretar vilja tala um.“ EFTA-ríkin eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Sviss er þó ekki aðili að EES samningnum. Í ávarpi sínu sagði Katrín að heil kynslóð Íslendinga gangi út frá því að hægt sé að vinna, ferðast, búa og læra hver sem er á evrópska efnahagssvæðinu. Það þurfi ekki að nefna hve miklu það skipti litla eyþjóð eins og Íslendinga. Katrín sagði samninginn hafa reynst íslensku efnahagslífi mikilvægur. „Það er mjög ánægjulegt að fá að fagna afmæli samningsins með leiðtogum ríkja ESB. EES-samningurinn veitir okkur enn fremur tækifæri að eiga samtal um mikilvæg alþjóðamál svo sem loftslags- og mannréttindamál, sem er ekki vanþörf á í ljósi þróunar heimsmála.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. Hún dregur þó í efa að Breta langi inn í EES en segir þá þurfa að ákveða sig fyrst. Þá segir hún EES samninginn hafa reynst Íslendingum vel. Katrín er stödd í Brussel þar sem verið er að halda upp á 25 ára afmæli EES-samningsins og var henni boðið á fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fyrir fundinn átti forsætisráðherra morgunverðarfund með forsætisráðherrum Liechtensteins og Noregs áður en haldið var á leiðtogafundinn. Að loknum leiðtogafundinum fluttu forsætisráðherrarnir stutt ávörp og veittu fjölmiðlum viðtöl. Blaðamaður Guardian spurði hana út í hvort EFTA-ríkin væru tilbúin til viðræðna við Breta.„Ég held að Bretar sjálfir þurfi að hugsa um þann möguleika. Hvort þeir vilji það. Miðað við það sem ég hef lesið um umræðuna í Bretlandi eru þeir einnig mjög gagnrýnir á hluta EEA samkomulagsins, sem EFTA ríkin eru aðilar að. Þannig að ég veit ekki hvort það sé lausnin sem Bretar eru að leita að,“ sagði Katrín. „Augljóslega myndum við tala um það við Breta með glöðu geði, ef það er eitthvað sem Bretar vilja tala um.“ EFTA-ríkin eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Sviss er þó ekki aðili að EES samningnum. Í ávarpi sínu sagði Katrín að heil kynslóð Íslendinga gangi út frá því að hægt sé að vinna, ferðast, búa og læra hver sem er á evrópska efnahagssvæðinu. Það þurfi ekki að nefna hve miklu það skipti litla eyþjóð eins og Íslendinga. Katrín sagði samninginn hafa reynst íslensku efnahagslífi mikilvægur. „Það er mjög ánægjulegt að fá að fagna afmæli samningsins með leiðtogum ríkja ESB. EES-samningurinn veitir okkur enn fremur tækifæri að eiga samtal um mikilvæg alþjóðamál svo sem loftslags- og mannréttindamál, sem er ekki vanþörf á í ljósi þróunar heimsmála.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira