Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2019 13:03 Katrín Jakobsdóttir í Brussel. Vísir/Stjónarráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. Hún dregur þó í efa að Breta langi inn í EES en segir þá þurfa að ákveða sig fyrst. Þá segir hún EES samninginn hafa reynst Íslendingum vel. Katrín er stödd í Brussel þar sem verið er að halda upp á 25 ára afmæli EES-samningsins og var henni boðið á fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fyrir fundinn átti forsætisráðherra morgunverðarfund með forsætisráðherrum Liechtensteins og Noregs áður en haldið var á leiðtogafundinn. Að loknum leiðtogafundinum fluttu forsætisráðherrarnir stutt ávörp og veittu fjölmiðlum viðtöl. Blaðamaður Guardian spurði hana út í hvort EFTA-ríkin væru tilbúin til viðræðna við Breta.„Ég held að Bretar sjálfir þurfi að hugsa um þann möguleika. Hvort þeir vilji það. Miðað við það sem ég hef lesið um umræðuna í Bretlandi eru þeir einnig mjög gagnrýnir á hluta EEA samkomulagsins, sem EFTA ríkin eru aðilar að. Þannig að ég veit ekki hvort það sé lausnin sem Bretar eru að leita að,“ sagði Katrín. „Augljóslega myndum við tala um það við Breta með glöðu geði, ef það er eitthvað sem Bretar vilja tala um.“ EFTA-ríkin eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Sviss er þó ekki aðili að EES samningnum. Í ávarpi sínu sagði Katrín að heil kynslóð Íslendinga gangi út frá því að hægt sé að vinna, ferðast, búa og læra hver sem er á evrópska efnahagssvæðinu. Það þurfi ekki að nefna hve miklu það skipti litla eyþjóð eins og Íslendinga. Katrín sagði samninginn hafa reynst íslensku efnahagslífi mikilvægur. „Það er mjög ánægjulegt að fá að fagna afmæli samningsins með leiðtogum ríkja ESB. EES-samningurinn veitir okkur enn fremur tækifæri að eiga samtal um mikilvæg alþjóðamál svo sem loftslags- og mannréttindamál, sem er ekki vanþörf á í ljósi þróunar heimsmála.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. Hún dregur þó í efa að Breta langi inn í EES en segir þá þurfa að ákveða sig fyrst. Þá segir hún EES samninginn hafa reynst Íslendingum vel. Katrín er stödd í Brussel þar sem verið er að halda upp á 25 ára afmæli EES-samningsins og var henni boðið á fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fyrir fundinn átti forsætisráðherra morgunverðarfund með forsætisráðherrum Liechtensteins og Noregs áður en haldið var á leiðtogafundinn. Að loknum leiðtogafundinum fluttu forsætisráðherrarnir stutt ávörp og veittu fjölmiðlum viðtöl. Blaðamaður Guardian spurði hana út í hvort EFTA-ríkin væru tilbúin til viðræðna við Breta.„Ég held að Bretar sjálfir þurfi að hugsa um þann möguleika. Hvort þeir vilji það. Miðað við það sem ég hef lesið um umræðuna í Bretlandi eru þeir einnig mjög gagnrýnir á hluta EEA samkomulagsins, sem EFTA ríkin eru aðilar að. Þannig að ég veit ekki hvort það sé lausnin sem Bretar eru að leita að,“ sagði Katrín. „Augljóslega myndum við tala um það við Breta með glöðu geði, ef það er eitthvað sem Bretar vilja tala um.“ EFTA-ríkin eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Sviss er þó ekki aðili að EES samningnum. Í ávarpi sínu sagði Katrín að heil kynslóð Íslendinga gangi út frá því að hægt sé að vinna, ferðast, búa og læra hver sem er á evrópska efnahagssvæðinu. Það þurfi ekki að nefna hve miklu það skipti litla eyþjóð eins og Íslendinga. Katrín sagði samninginn hafa reynst íslensku efnahagslífi mikilvægur. „Það er mjög ánægjulegt að fá að fagna afmæli samningsins með leiðtogum ríkja ESB. EES-samningurinn veitir okkur enn fremur tækifæri að eiga samtal um mikilvæg alþjóðamál svo sem loftslags- og mannréttindamál, sem er ekki vanþörf á í ljósi þróunar heimsmála.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent