Ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 14:02 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að stjórnvöld muni liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. Stjórnvöld muni hins vegar liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. „Það er auðvitað þannig að hér er um að ræða félög sem eru með opinber rekstrarleyfi og okkar aðkoma þá felst í því að við höfum verið með fólk sem hefur fylgst mjög náið með stöðunni frá degi til dags og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt þá verði af opinberri hálfu ekki gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli. Aðkoma okkar getur sömuleiðis falist í því að hlusta eftir ábendingum sem geta skipt máli fyrir ferðaþjónustuna í landinu,“ sagði Bjarni í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann sagði ferðaþjónustuna mjög stóra og mikilvæga atvinnugrein. Stjórnvöld væru að lýsa því að þau líti svo á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna geti haft mjög slæmsmitáhrif, til dæmis með auknu atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og tafið innviðauppbyggingu svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin sé því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppni ferðaþjónustunnar í landinu. „Við höfum hins vegar verið að draga línuna þar að ríkið sé ekki að fara að setja áhættufé inn í þennan áhættusama rekstur og við teljum ekki að það sé hlutverk stjórnvalda að gera það,“ sagði Bjarni.En kæmi til greina að gefa eftir skuldirnar við Keflavíkurflugvöll? „Þar er um að ræða skuldir sem eru að fullu tryggðar og ég sé ekki í sjálfu sér að það sé ástæða til þess að gera það. Ég ætla samt sem áður ekki að útiloka neitt fyrir fram. Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál, að það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt og við vonumst eftir góðri lendingu. Ef að stjórnvöld geta liðkað fyrir góðri lendingu þá viljum við gera það en við höfum fyrst og fremst dregið mörkin við það að við erum ekki að fara að taka þátt í mjög áhættusömum rekstri.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 „Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. Stjórnvöld muni hins vegar liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. „Það er auðvitað þannig að hér er um að ræða félög sem eru með opinber rekstrarleyfi og okkar aðkoma þá felst í því að við höfum verið með fólk sem hefur fylgst mjög náið með stöðunni frá degi til dags og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt þá verði af opinberri hálfu ekki gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli. Aðkoma okkar getur sömuleiðis falist í því að hlusta eftir ábendingum sem geta skipt máli fyrir ferðaþjónustuna í landinu,“ sagði Bjarni í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann sagði ferðaþjónustuna mjög stóra og mikilvæga atvinnugrein. Stjórnvöld væru að lýsa því að þau líti svo á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna geti haft mjög slæmsmitáhrif, til dæmis með auknu atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og tafið innviðauppbyggingu svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin sé því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppni ferðaþjónustunnar í landinu. „Við höfum hins vegar verið að draga línuna þar að ríkið sé ekki að fara að setja áhættufé inn í þennan áhættusama rekstur og við teljum ekki að það sé hlutverk stjórnvalda að gera það,“ sagði Bjarni.En kæmi til greina að gefa eftir skuldirnar við Keflavíkurflugvöll? „Þar er um að ræða skuldir sem eru að fullu tryggðar og ég sé ekki í sjálfu sér að það sé ástæða til þess að gera það. Ég ætla samt sem áður ekki að útiloka neitt fyrir fram. Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál, að það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt og við vonumst eftir góðri lendingu. Ef að stjórnvöld geta liðkað fyrir góðri lendingu þá viljum við gera það en við höfum fyrst og fremst dregið mörkin við það að við erum ekki að fara að taka þátt í mjög áhættusömum rekstri.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 „Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
„Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10
Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18