Handbolti

Fimm marka sigur á Argentínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið eftir leikinn gegn Argentínu.
Íslenska liðið eftir leikinn gegn Argentínu. mynd/hsí
Ragnheiður Júlíusdóttir og Stefanía Theodórsdóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta sem vann Argentínu, 31-26, á æfingamóti í Gdansk í Póllandi í gær.

Ísland tapaði fyrir Póllandi, 21-19, í fyrsta leik sínum á mótinu í fyrradag. Í dag mætir Ísland Slóvakíu í lokaleik sínum á mótinu.

Íslenska liðið var sex mörkum yfir í hálfleik í gær, 18-12. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel, Argentína skoraði tíu af fyrstu 14 mörkum hans og jafnaði í 22-22.

Þá tók Ísland aftur við sér, sigldi fram úr og vann á endanum fimm marka sigur, 31-26.

Alls komust ellefu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 13 skot í markinu.

Mörk Íslands:

Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Stefanía Theodórsdóttir 6, Arna Sif Pálsdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Andrea Jacobsen 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1.


Tengdar fréttir

Naumt tap fyrir heimaliðinu

Ísland laut í lægra haldi fyrir Póllandi í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Gdansk í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×