Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 24. mars 2019 19:00 Hugo Lloris. Vísir/Getty Eins og reikna mátti með var Hugo Lloris var um sig í svörum sínum á blaðamannafundi franska landsliðsins á Stade de France í dag. Heimsmeistararnir taka á móti Íslandi í undankeppni EM 2020. Lloris, sem er markvörður franska liðsins sem og fyrirliði þess, talaði vel um leikmenn Íslands á fundinum. „Þeir eru baráttumenn. Það verður mikil áskorun fyrir þá að koma hingað á Stade de France en ef við gefum þeim von þá getum við byrjað að efast um okkur sjálfa. Við þurfum því að byrja af krafti. Ef við spilum okkar bolta verður þetta erfitt fyrir þá,“ sagði Lloris. Hörður Snævar Jónsson á 433.is spurði Lloris um álit hans á Gylfa Þór Sigurðssyni en þeir voru liðsfélagar hjá Tottenham á sínum tíma. „Hann er vel þekktur um allan heim, ekki síst í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur staðið sig afar vel. Gylfi er leiðtogi, frábær einstaklingur og knattspyrnumaður líka. Við þurfum að passa vel upp á hann. Hann er sérstaklega góður í aukaspyrnunum og gefur líka góðar fyrirgjafir. Því þurfum við að stjórna hjá honum,“ sagði markvörðurinn franski. Lloris sagði að franska liðið þyrfti að vera passasamt í föstum leikatriðum Íslands. „Við fáum betri andstæðing en við fengum þegar við lékum við Moldóvu á föstudag. Íslendingar eru líkamlega mjög sterkir og góðir í föstum leikatriðum, aukaspyrnum og innköstum. Við þurfum að vera einbeittir, eiga góð samskipti og spila betur en við gerðum á föstudag.“ Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í október sem Lloris var spurður út í. „Þessi leikur er í allt öðru samhengi. Þetta er mótsleikur sem við tökum mjög alvarlega. Markmiðið okkar er að ná efsta sæti riðilsins og komast á EM eins snemma og hæft er. Við viljum standa okkur vel í þessum leik.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Eins og reikna mátti með var Hugo Lloris var um sig í svörum sínum á blaðamannafundi franska landsliðsins á Stade de France í dag. Heimsmeistararnir taka á móti Íslandi í undankeppni EM 2020. Lloris, sem er markvörður franska liðsins sem og fyrirliði þess, talaði vel um leikmenn Íslands á fundinum. „Þeir eru baráttumenn. Það verður mikil áskorun fyrir þá að koma hingað á Stade de France en ef við gefum þeim von þá getum við byrjað að efast um okkur sjálfa. Við þurfum því að byrja af krafti. Ef við spilum okkar bolta verður þetta erfitt fyrir þá,“ sagði Lloris. Hörður Snævar Jónsson á 433.is spurði Lloris um álit hans á Gylfa Þór Sigurðssyni en þeir voru liðsfélagar hjá Tottenham á sínum tíma. „Hann er vel þekktur um allan heim, ekki síst í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur staðið sig afar vel. Gylfi er leiðtogi, frábær einstaklingur og knattspyrnumaður líka. Við þurfum að passa vel upp á hann. Hann er sérstaklega góður í aukaspyrnunum og gefur líka góðar fyrirgjafir. Því þurfum við að stjórna hjá honum,“ sagði markvörðurinn franski. Lloris sagði að franska liðið þyrfti að vera passasamt í föstum leikatriðum Íslands. „Við fáum betri andstæðing en við fengum þegar við lékum við Moldóvu á föstudag. Íslendingar eru líkamlega mjög sterkir og góðir í föstum leikatriðum, aukaspyrnum og innköstum. Við þurfum að vera einbeittir, eiga góð samskipti og spila betur en við gerðum á föstudag.“ Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í október sem Lloris var spurður út í. „Þessi leikur er í allt öðru samhengi. Þetta er mótsleikur sem við tökum mjög alvarlega. Markmiðið okkar er að ná efsta sæti riðilsins og komast á EM eins snemma og hæft er. Við viljum standa okkur vel í þessum leik.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52