Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 24. mars 2019 18:10 Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka. Vísir/Getty Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps segir ljóst að hans menn þurfi að vera á tánum til að fá eitthvað úr leiknum gegn Íslandi á morgun, er liðin mætast á Stade de France í undankeppni EM 2020. Síðast þegar liðin mættust, í vináttulandsleik í október síðastliðnum, komust Íslendingar í 2-0 forystu en tvö síðbúin mörk hjá Frökkum tryggðu þeim jafntefli. „Það var engin afsökun að þetta hafi verið vináttulandsleikur. Íslendingar voru mjög ákveðnir í þeim leik og spiluðu vel. Við gerðum það ekki,“ sagði Deschamps við blaðamenn í dag. „Ég vissi þá að Ísland væri með gott lið og ég veit að það sama á við á morgun. Við ætlum okkur að spila betur á morgun og þurfum að gera það til að vinna.“ „Það er í DNA Íslendinga að gefast aldrei upp. Þeir berjast fram á síðustu stundu. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir það.“ Deschamps segir að leikmenn viti vel hvað er í húfi og að leikurinn á morgun sé í allt öðru samhengi en vináttulandsleikur. „Þetta verður allt öðruvísi leikur hjá okkur. Við vitum af hverju við erum hér.“ Frakkar slógu Íslendinginga úr leik í 8-liða úrslitum á EM 2016, á sama leikvangi og liðin mætast á á morgun. „Það eru þrjú ár síðan síðan þá leikur var og margt hefur breyst,“ sagði Deschamps. „En Ísland hafði komið mörgum á óvart þá með góðri frammistöðu sinni. Við höfðum tíma til að skoða þeirra leik og meta þeirra styrkleika - sem voru sérstaklega aukaspyrnur og innköst. Þessi atriði höfðu valdið öðrum liðum erfiðleikum,“ bætti hann við. „Ísland er enn með marga af sömu leikmönnunum og spiluðu þá og það á einnig við um okkur. Íslendingar spila aðeins öðruvísi í dag, eru ekki jafn beinskeyttir fram á við og nota ef til vill framherjana öðruvísi núna.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps segir ljóst að hans menn þurfi að vera á tánum til að fá eitthvað úr leiknum gegn Íslandi á morgun, er liðin mætast á Stade de France í undankeppni EM 2020. Síðast þegar liðin mættust, í vináttulandsleik í október síðastliðnum, komust Íslendingar í 2-0 forystu en tvö síðbúin mörk hjá Frökkum tryggðu þeim jafntefli. „Það var engin afsökun að þetta hafi verið vináttulandsleikur. Íslendingar voru mjög ákveðnir í þeim leik og spiluðu vel. Við gerðum það ekki,“ sagði Deschamps við blaðamenn í dag. „Ég vissi þá að Ísland væri með gott lið og ég veit að það sama á við á morgun. Við ætlum okkur að spila betur á morgun og þurfum að gera það til að vinna.“ „Það er í DNA Íslendinga að gefast aldrei upp. Þeir berjast fram á síðustu stundu. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir það.“ Deschamps segir að leikmenn viti vel hvað er í húfi og að leikurinn á morgun sé í allt öðru samhengi en vináttulandsleikur. „Þetta verður allt öðruvísi leikur hjá okkur. Við vitum af hverju við erum hér.“ Frakkar slógu Íslendinginga úr leik í 8-liða úrslitum á EM 2016, á sama leikvangi og liðin mætast á á morgun. „Það eru þrjú ár síðan síðan þá leikur var og margt hefur breyst,“ sagði Deschamps. „En Ísland hafði komið mörgum á óvart þá með góðri frammistöðu sinni. Við höfðum tíma til að skoða þeirra leik og meta þeirra styrkleika - sem voru sérstaklega aukaspyrnur og innköst. Þessi atriði höfðu valdið öðrum liðum erfiðleikum,“ bætti hann við. „Ísland er enn með marga af sömu leikmönnunum og spiluðu þá og það á einnig við um okkur. Íslendingar spila aðeins öðruvísi í dag, eru ekki jafn beinskeyttir fram á við og nota ef til vill framherjana öðruvísi núna.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52