Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 24. mars 2019 18:10 Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka. Vísir/Getty Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps segir ljóst að hans menn þurfi að vera á tánum til að fá eitthvað úr leiknum gegn Íslandi á morgun, er liðin mætast á Stade de France í undankeppni EM 2020. Síðast þegar liðin mættust, í vináttulandsleik í október síðastliðnum, komust Íslendingar í 2-0 forystu en tvö síðbúin mörk hjá Frökkum tryggðu þeim jafntefli. „Það var engin afsökun að þetta hafi verið vináttulandsleikur. Íslendingar voru mjög ákveðnir í þeim leik og spiluðu vel. Við gerðum það ekki,“ sagði Deschamps við blaðamenn í dag. „Ég vissi þá að Ísland væri með gott lið og ég veit að það sama á við á morgun. Við ætlum okkur að spila betur á morgun og þurfum að gera það til að vinna.“ „Það er í DNA Íslendinga að gefast aldrei upp. Þeir berjast fram á síðustu stundu. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir það.“ Deschamps segir að leikmenn viti vel hvað er í húfi og að leikurinn á morgun sé í allt öðru samhengi en vináttulandsleikur. „Þetta verður allt öðruvísi leikur hjá okkur. Við vitum af hverju við erum hér.“ Frakkar slógu Íslendinginga úr leik í 8-liða úrslitum á EM 2016, á sama leikvangi og liðin mætast á á morgun. „Það eru þrjú ár síðan síðan þá leikur var og margt hefur breyst,“ sagði Deschamps. „En Ísland hafði komið mörgum á óvart þá með góðri frammistöðu sinni. Við höfðum tíma til að skoða þeirra leik og meta þeirra styrkleika - sem voru sérstaklega aukaspyrnur og innköst. Þessi atriði höfðu valdið öðrum liðum erfiðleikum,“ bætti hann við. „Ísland er enn með marga af sömu leikmönnunum og spiluðu þá og það á einnig við um okkur. Íslendingar spila aðeins öðruvísi í dag, eru ekki jafn beinskeyttir fram á við og nota ef til vill framherjana öðruvísi núna.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps segir ljóst að hans menn þurfi að vera á tánum til að fá eitthvað úr leiknum gegn Íslandi á morgun, er liðin mætast á Stade de France í undankeppni EM 2020. Síðast þegar liðin mættust, í vináttulandsleik í október síðastliðnum, komust Íslendingar í 2-0 forystu en tvö síðbúin mörk hjá Frökkum tryggðu þeim jafntefli. „Það var engin afsökun að þetta hafi verið vináttulandsleikur. Íslendingar voru mjög ákveðnir í þeim leik og spiluðu vel. Við gerðum það ekki,“ sagði Deschamps við blaðamenn í dag. „Ég vissi þá að Ísland væri með gott lið og ég veit að það sama á við á morgun. Við ætlum okkur að spila betur á morgun og þurfum að gera það til að vinna.“ „Það er í DNA Íslendinga að gefast aldrei upp. Þeir berjast fram á síðustu stundu. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir það.“ Deschamps segir að leikmenn viti vel hvað er í húfi og að leikurinn á morgun sé í allt öðru samhengi en vináttulandsleikur. „Þetta verður allt öðruvísi leikur hjá okkur. Við vitum af hverju við erum hér.“ Frakkar slógu Íslendinginga úr leik í 8-liða úrslitum á EM 2016, á sama leikvangi og liðin mætast á á morgun. „Það eru þrjú ár síðan síðan þá leikur var og margt hefur breyst,“ sagði Deschamps. „En Ísland hafði komið mörgum á óvart þá með góðri frammistöðu sinni. Við höfðum tíma til að skoða þeirra leik og meta þeirra styrkleika - sem voru sérstaklega aukaspyrnur og innköst. Þessi atriði höfðu valdið öðrum liðum erfiðleikum,“ bætti hann við. „Ísland er enn með marga af sömu leikmönnunum og spiluðu þá og það á einnig við um okkur. Íslendingar spila aðeins öðruvísi í dag, eru ekki jafn beinskeyttir fram á við og nota ef til vill framherjana öðruvísi núna.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52