Rússnesk hergögn í Caracas Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 06:51 Mynd sem sögð er tekin í Caracas á laugardag. twitter Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. Haft er eftir rússneskum miðlum að koma vélanna sé liður í hernaðarsamstarfi ríkjanna tveggja en þrír mánuðir eru liðnir síðan Rússar og Venesúelar héldu sameiginlegar heræfingar. Rússar eru meðal styrkustu bandamanna venesúelskra stjórnvalda. Þeir hafa látið milljarða af hendi rakna til ríkisins á liðnum árum, auk þess sem þeir hafa varið sitjandi forseta, Nicolás Maduro, gegn ásókn þingforsetans Juan Guaido og alþjóðlegra stuðningsmanna hans. Venesúelskur blaðamaður sem segist hafa verið staddur á alþjóðaflugvellinum í Caracas um helgina telur sig hafa séð um 100 hermenn ganga úr þotunum tveimur. Þar að auki áætlar hann að um 35 tonn af hergögnum hafi verið ferjaðar úr stærri vélinni, sem var af gerðinni Antonov-124. Þá telur hann sig jafnframt hafa séð hershöfðingjann Vasilý Tonkosjkúrov leiða hermennina frá borði.Hoy llegaron al aeropuerto Internacional de Maiquetía estos dos aviones de la Fuerza Aerea rusa.1 Ilyushin Il-62M1 Antomov 124Fotos: cortesía pic.twitter.com/w7hgQhyivr— Federico Black B. (@FedericoBlackB) March 23, 2019 Þetta er í annað sinn á undanförnum mánuðum sem Rússar senda herþotur til Venesúela, það gerðu þau síðast í desember síðastliðnum. Samband rússneskra og venesúelskra stjórnvalda hefur styrkst á undanförnum mánuðum, samhliða versnandi sambandi Venesúela og þorra Vesturveldanna. Rússar hafa fordæmt það sem þeir telja valdaránstilraun fyrrnefnds Guaido, sem lýsti sjálfan sig forseta landsins í janúar. Guaido nýtur þó stuðnings fjölmargra ríkja, til að mynda Bandaríkjanna og Íslands. Því telja greinendur að Rússar séu með hergagnaflutningi sínum til Caracas að styrkja enn frekar hinn umsetna Maduro gegn íhlutun „bandarískra heimsvaldasinna“ í málefnum Suður-Ameríku. Rússland Venesúela Tengdar fréttir Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás. 13. mars 2019 11:41 Vill rannsókn á Juan Guaidó Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. 13. mars 2019 06:15 Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram. 11. mars 2019 10:10 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. Haft er eftir rússneskum miðlum að koma vélanna sé liður í hernaðarsamstarfi ríkjanna tveggja en þrír mánuðir eru liðnir síðan Rússar og Venesúelar héldu sameiginlegar heræfingar. Rússar eru meðal styrkustu bandamanna venesúelskra stjórnvalda. Þeir hafa látið milljarða af hendi rakna til ríkisins á liðnum árum, auk þess sem þeir hafa varið sitjandi forseta, Nicolás Maduro, gegn ásókn þingforsetans Juan Guaido og alþjóðlegra stuðningsmanna hans. Venesúelskur blaðamaður sem segist hafa verið staddur á alþjóðaflugvellinum í Caracas um helgina telur sig hafa séð um 100 hermenn ganga úr þotunum tveimur. Þar að auki áætlar hann að um 35 tonn af hergögnum hafi verið ferjaðar úr stærri vélinni, sem var af gerðinni Antonov-124. Þá telur hann sig jafnframt hafa séð hershöfðingjann Vasilý Tonkosjkúrov leiða hermennina frá borði.Hoy llegaron al aeropuerto Internacional de Maiquetía estos dos aviones de la Fuerza Aerea rusa.1 Ilyushin Il-62M1 Antomov 124Fotos: cortesía pic.twitter.com/w7hgQhyivr— Federico Black B. (@FedericoBlackB) March 23, 2019 Þetta er í annað sinn á undanförnum mánuðum sem Rússar senda herþotur til Venesúela, það gerðu þau síðast í desember síðastliðnum. Samband rússneskra og venesúelskra stjórnvalda hefur styrkst á undanförnum mánuðum, samhliða versnandi sambandi Venesúela og þorra Vesturveldanna. Rússar hafa fordæmt það sem þeir telja valdaránstilraun fyrrnefnds Guaido, sem lýsti sjálfan sig forseta landsins í janúar. Guaido nýtur þó stuðnings fjölmargra ríkja, til að mynda Bandaríkjanna og Íslands. Því telja greinendur að Rússar séu með hergagnaflutningi sínum til Caracas að styrkja enn frekar hinn umsetna Maduro gegn íhlutun „bandarískra heimsvaldasinna“ í málefnum Suður-Ameríku.
Rússland Venesúela Tengdar fréttir Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás. 13. mars 2019 11:41 Vill rannsókn á Juan Guaidó Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. 13. mars 2019 06:15 Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram. 11. mars 2019 10:10 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás. 13. mars 2019 11:41
Vill rannsókn á Juan Guaidó Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. 13. mars 2019 06:15
Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram. 11. mars 2019 10:10