Bilun kom upp í morgun í kerfum hjá Reiknistofu bankanna (RB) sem gerir það að verkum að færslur birtast ekki á reikningsyfirlitum hjá Landsbankanum og Íslandsbanka.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RB en þar segir að staða reikninga í netbönkum, öppum og hraðbönkum sé engu að síður rétt.
Viðskiptavinir eru beðnir um að gæta að því að endurtaka ekki greiðslur og/eða millifærslur þó þær sjáist ekki á yfirliti.
Þá getur bilunin einnig orsakað hægagang í netbönkum hjá Landsbankanum og Íslandsbanka.
„RB harmar atvikið og vinnur hörðum höndum að úrlausn málsins. Frekari upplýsingar verða veittar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu.
Bilun hjá Reiknistofu bankanna
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið

Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent


Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent