Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 12:28 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. Vísir/ap Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. Hægri öfgamaður á þrítugsaldri skaut fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í mannskæðustu árás í sögu Nýja-Sjálands. Ríkisstjórnin hafði áður tilkynnt fjölmiðlum að málið yrði rannsakað en það lá ekki fyrir fyrr en í morgun hvers eðlis rannsóknin yrði. Sjálfstæð rannsóknarnefnd (e. Royal commission) mun kortleggja ferðir hryðjuverkamannsins á Nýja-Sjálandi og rannsaka tjáningu hans og samtöl á samskiptamiðlum í aðdraganda hryðjuverkaárásarinnar. Yfirleitt er rannsóknarnefndin kölluð til þegar afar umfangsmikil og alvarleg mál koma upp í landinu og varðar þjóðaröryggi.Vill vita hvort leyniþjónustan hefði getað komið í veg fyrir árásinaThe Guardian hefur eftir Ardern að það dugi ekkert minna en sjálfstæða rannsóknarnefnd fyrir jafn alvarlegt mál og hryðjuverkaárásin í Christchurch. Markmiðið með hinni ítarlegu rannsókn er að velta við hverjum steini í málinu. Ardern vill vita hvort og þá hvað lögregluyfirvöld hefðu getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir árásina. Ardern greindi frá þessu á blaðamannafundi í Wellington í morgun. Leynilögreglan á Nýja-Sjálandi hefur verði harðlega gagnrýnd síðustu daga og ásökuð um að hafa ekki lagt jafn mikla áherslu á að fylgjast með hægri-þjóðarnisöfgamönnum og öfgasinnuðum íslamistum. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Ardern sýni hugrekki með byssubanni Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. 22. mars 2019 07:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. Hægri öfgamaður á þrítugsaldri skaut fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í mannskæðustu árás í sögu Nýja-Sjálands. Ríkisstjórnin hafði áður tilkynnt fjölmiðlum að málið yrði rannsakað en það lá ekki fyrir fyrr en í morgun hvers eðlis rannsóknin yrði. Sjálfstæð rannsóknarnefnd (e. Royal commission) mun kortleggja ferðir hryðjuverkamannsins á Nýja-Sjálandi og rannsaka tjáningu hans og samtöl á samskiptamiðlum í aðdraganda hryðjuverkaárásarinnar. Yfirleitt er rannsóknarnefndin kölluð til þegar afar umfangsmikil og alvarleg mál koma upp í landinu og varðar þjóðaröryggi.Vill vita hvort leyniþjónustan hefði getað komið í veg fyrir árásinaThe Guardian hefur eftir Ardern að það dugi ekkert minna en sjálfstæða rannsóknarnefnd fyrir jafn alvarlegt mál og hryðjuverkaárásin í Christchurch. Markmiðið með hinni ítarlegu rannsókn er að velta við hverjum steini í málinu. Ardern vill vita hvort og þá hvað lögregluyfirvöld hefðu getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir árásina. Ardern greindi frá þessu á blaðamannafundi í Wellington í morgun. Leynilögreglan á Nýja-Sjálandi hefur verði harðlega gagnrýnd síðustu daga og ásökuð um að hafa ekki lagt jafn mikla áherslu á að fylgjast með hægri-þjóðarnisöfgamönnum og öfgasinnuðum íslamistum.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Ardern sýni hugrekki með byssubanni Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. 22. mars 2019 07:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Ardern sýni hugrekki með byssubanni Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. 22. mars 2019 07:30