Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2019 22:07 Albert Guðmundsson var einn af sprækustu mönnum Íslands í 4-0 tapinu gegn Frökkum í kvöld. Albert byrjaði í fremstu víglínu og gerði vel í þann klukkutíma sem hann spilaði. „Hvort sem maður tapar 1-0 eða 4-0 þá er það alltaf mjög svekkjandi að tapa. Við komum inn í leikinn og ætluðum að ná í góð úrslit en því miður gekk það ekki í dag,“ sagði Albert í samtali við Vísi. Ísland spilaði með fimm manna varnarlínu í kvöld og segir Albert að það hafi lengstum gengið ágætlega. „Við lágum mjög lágt og reyndum að beita skyndisóknum. Það gekk ekki alveg jafn vel og planið var. Að sama skapi vorum við mjög þéttir og þeir brutust ekki léttilega í gegnum okkur.“ „Það fór aðeins að silitna á milli línanna undir lok seinni hálfleiksins,“ en bar íslenska liðið einfaldlega of mikla virðingu fyrir heimsmeisturunum eða? „Það gæti svo sem alveg verið. Þetta eru heimsmeistararnir og maður kannski ómeðvitað ber of mikla virðingu fyrir þeim. Að mínum pörtum fannst mér það ekki þannig í dag.“ Albert fékk eins og áður segir tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld og var valinn maður leiksins á Vísi. Hann var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. „Alveg ágætlega. Það fór mjög mikið púður í varnarleikinn en maður reyndi að halda boltanum á meðan liðið komst framar á völlinn. Sóknarlega hefði maður kannski getað gert meira,“ en fannst honum flestir eiga eitthvað inni þar? „Já, ég held það. Þegar þú tapar 4-0 geturu ekki sagt að þú áttir góðan leik og við allir hefðum getað gert eitthvað betur,“ sagði Albert að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35 Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Albert Guðmundsson var einn af sprækustu mönnum Íslands í 4-0 tapinu gegn Frökkum í kvöld. Albert byrjaði í fremstu víglínu og gerði vel í þann klukkutíma sem hann spilaði. „Hvort sem maður tapar 1-0 eða 4-0 þá er það alltaf mjög svekkjandi að tapa. Við komum inn í leikinn og ætluðum að ná í góð úrslit en því miður gekk það ekki í dag,“ sagði Albert í samtali við Vísi. Ísland spilaði með fimm manna varnarlínu í kvöld og segir Albert að það hafi lengstum gengið ágætlega. „Við lágum mjög lágt og reyndum að beita skyndisóknum. Það gekk ekki alveg jafn vel og planið var. Að sama skapi vorum við mjög þéttir og þeir brutust ekki léttilega í gegnum okkur.“ „Það fór aðeins að silitna á milli línanna undir lok seinni hálfleiksins,“ en bar íslenska liðið einfaldlega of mikla virðingu fyrir heimsmeisturunum eða? „Það gæti svo sem alveg verið. Þetta eru heimsmeistararnir og maður kannski ómeðvitað ber of mikla virðingu fyrir þeim. Að mínum pörtum fannst mér það ekki þannig í dag.“ Albert fékk eins og áður segir tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld og var valinn maður leiksins á Vísi. Hann var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. „Alveg ágætlega. Það fór mjög mikið púður í varnarleikinn en maður reyndi að halda boltanum á meðan liðið komst framar á völlinn. Sóknarlega hefði maður kannski getað gert meira,“ en fannst honum flestir eiga eitthvað inni þar? „Já, ég held það. Þegar þú tapar 4-0 geturu ekki sagt að þú áttir góðan leik og við allir hefðum getað gert eitthvað betur,“ sagði Albert að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35 Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35
Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58
Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45