Aukagreiðslur handa æðsta embættisfólki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2019 06:00 Frá fundi kjararáðsmanna árið 2008. Fbl/GVA Dæmi eru um að forstöðumenn opinberra stofnana hafi fengið aukagreiðslur vegna tímabundins álags í starfi. Upplýsingar um slíkt voru ekki gerðar aðgengilegar heldur var þær aðeins að finna í fundargerðum ráðsins. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að laun tveggja forstöðumanna af hverjum þremur hefðu hækkað um áramótin þegar nýtt launafyrirkomulag tók gildi. Meðalhækkun var um 4,5 prósent en dæmi eru um talsvert meiri hækkanir sem og lækkanir. Til að mynda hækkuðu laun ríkisskattstjóra um rúm 16 prósent en þau hækkuðu síðast í fyrrasumar. Þá nam hækkunin 25 prósentum. Sjö af níu lögreglustjórum landsins lækka aftur á móti mjög sem og sýslumenn. Fréttablaðið fékk í liðinni viku afrit af fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Í fundargerðunum má sjá hvernig erindi forstöðumanna eru tekin fyrir. Annars vegar eru þar erindi um launahækkanir en einnig beiðnir um greiðslur vegna tímabundins álags í starfi eða úrskurð um hvort tiltekið starf teljist hluti af aðalstarfi þeirra eða aukastarf. Meðal starfa sem töldust til aukastarfs má nefna setu skrifstofustjóra í matsnefndum um hæfni umsækjenda um opinber störf. Fengust því sérstakar greiðslur vegna þeirra. Laganám skólameistara Menntaskólans við Hamrahlíð þótti hins vegar ekki gefa tilefni til aukagreiðslna. Árið 2016 barst kjararáði erindi um að ákveða laun Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en taldi það ekki falla undir valdsvið sitt að ákveða laun hans fyrir þau störf. Aftur á móti var samþykkt að veita Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara 35 aukaeiningar á mánuði út árið 2015 meðan verið var að endurskoða launakjör hæstaréttardómara. Ríkissaksóknari skal njóta sömu kjara og slíkir dómarar. 35 einingar voru á þessum tíma 250 þúsund krónur. Þáverandi ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, fékk í maí 2016 alls 400 einingar, eða tæplega þrjár milljónir króna, afturvirkt vegna tímabundins álags við framkvæmd hinnar svokölluðu „leiðréttingar“. Þá fékk fjársýslustjóri í mars 2015 eingreiðslu upp á 480 einingar, tæpar 3,5 milljónir, vegna vinnu sinnar við gerð frumvarps um opinber fjármál. Fyrrverandi sýslumaður á Húsavík fékk síðan 65 einingar, tæplega hálfa milljón, vegna eldgossins í Holuhrauni. Beiðni Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, um að fá greiddar yfirvinnueiningar sem upp á vantaði vegna meðferðar hrunmála, var hins vegar hafnað. Áætlaði hann að hann hefði unnið um 1.300 klukkustundir af ólaunaðri yfirvinnu við þau. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. 21. mars 2019 06:45 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25. mars 2019 07:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Dæmi eru um að forstöðumenn opinberra stofnana hafi fengið aukagreiðslur vegna tímabundins álags í starfi. Upplýsingar um slíkt voru ekki gerðar aðgengilegar heldur var þær aðeins að finna í fundargerðum ráðsins. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að laun tveggja forstöðumanna af hverjum þremur hefðu hækkað um áramótin þegar nýtt launafyrirkomulag tók gildi. Meðalhækkun var um 4,5 prósent en dæmi eru um talsvert meiri hækkanir sem og lækkanir. Til að mynda hækkuðu laun ríkisskattstjóra um rúm 16 prósent en þau hækkuðu síðast í fyrrasumar. Þá nam hækkunin 25 prósentum. Sjö af níu lögreglustjórum landsins lækka aftur á móti mjög sem og sýslumenn. Fréttablaðið fékk í liðinni viku afrit af fundargerðum kjararáðs fyrir árin 2015-18. Í fundargerðunum má sjá hvernig erindi forstöðumanna eru tekin fyrir. Annars vegar eru þar erindi um launahækkanir en einnig beiðnir um greiðslur vegna tímabundins álags í starfi eða úrskurð um hvort tiltekið starf teljist hluti af aðalstarfi þeirra eða aukastarf. Meðal starfa sem töldust til aukastarfs má nefna setu skrifstofustjóra í matsnefndum um hæfni umsækjenda um opinber störf. Fengust því sérstakar greiðslur vegna þeirra. Laganám skólameistara Menntaskólans við Hamrahlíð þótti hins vegar ekki gefa tilefni til aukagreiðslna. Árið 2016 barst kjararáði erindi um að ákveða laun Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en taldi það ekki falla undir valdsvið sitt að ákveða laun hans fyrir þau störf. Aftur á móti var samþykkt að veita Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara 35 aukaeiningar á mánuði út árið 2015 meðan verið var að endurskoða launakjör hæstaréttardómara. Ríkissaksóknari skal njóta sömu kjara og slíkir dómarar. 35 einingar voru á þessum tíma 250 þúsund krónur. Þáverandi ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, fékk í maí 2016 alls 400 einingar, eða tæplega þrjár milljónir króna, afturvirkt vegna tímabundins álags við framkvæmd hinnar svokölluðu „leiðréttingar“. Þá fékk fjársýslustjóri í mars 2015 eingreiðslu upp á 480 einingar, tæpar 3,5 milljónir, vegna vinnu sinnar við gerð frumvarps um opinber fjármál. Fyrrverandi sýslumaður á Húsavík fékk síðan 65 einingar, tæplega hálfa milljón, vegna eldgossins í Holuhrauni. Beiðni Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, um að fá greiddar yfirvinnueiningar sem upp á vantaði vegna meðferðar hrunmála, var hins vegar hafnað. Áætlaði hann að hann hefði unnið um 1.300 klukkustundir af ólaunaðri yfirvinnu við þau.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. 21. mars 2019 06:45 Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45 Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25. mars 2019 07:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Misræmi í afgreiðslu kjararáðs Kjararáð tók ekki til afgreiðslu erindi tuga embættismanna áður en það var lagt niður. Hluti síðustu ákvarðana ráðsins ekki birtur. Forstjóri Landspítalans sá eini sem hlaut hulduhækkun árið 2011. 21. mars 2019 06:45
Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent Fréttablaðinu afrit af fundargerðum kjararáðs 2015 til 2018. Upplýsingar um hverra laun ráðið hækkaði á laun árið 2011 fást ekki afhentar að sinni. 20. mars 2019 06:45
Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Laun flestra embættismanna og stjórnenda ríkisstofnana sem áður heyrðu undir kjararáð hækka áfram. Laun lækka þó hjá 36 embættismönnum. 25. mars 2019 07:30