Innlent

Spyr um kostnað við dómaraskipun

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. vísir/vilhelm

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt.

Óskað er eftir sundurliðun kostnaðarins eftir sérfræðiráðgjöf ráðuneytisins í aðdraganda skipunar dómara, aðkeyptri þjónustu hjá embætti ríkislögmanns vegna varnar ríkisins fyrir íslenskum dómstólum og mannréttindadómstól Evrópu, dæmdum málskostnaði vegna dóms MDE, miskabótum og skaðabótum sem ríkið hefur verið dæmt til að greiða vegna málsins fyrir íslenskum dómstólum og dæmdum málskostnaði í þeim málum og sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis í aðdraganda og í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×