Enginn leikmaður enska liðsins var fæddur þegar liðið náði þessu síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 11:30 Bryan Robson fagnar þrennu sinni þegar England skoraði síðasta fimm mörk í tveimur landsleikjum í röð. Getty/Mark Leech Enska landsliðið er til alls líklegt í framtíðinni eftir tíu mörk á þremur dögum í undankeppni EM alls staðar 2020. Enska landsliðið hefur byrjað undankeppni Evrópumóts landsliða með frábærum hætti en liðið vann 5-1 útisigur á Svartfjallalandi í gærkvöldi. Þessi stórsigur kemur aðeins þremur dögum eftir að enska landsliðið vann 5-0 sigur á Tékkum á Wembley. Svartfjallaland og Tékkland eru engar smáþjóðir á fótboltavellinum og úrslitin gefa því sterk skilaboð. Enska landsliðið er því með 6 stig og markatöluna 10-1 eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2020. Raheem Sterling skoraði þrennu í fyrri leiknum og kom síðan að þremur mörkum í gær með einu marki og tveimur stoðsendingum. Harry Kane skoraði í báðum leikjum og Ross Barkley var með tvö mörk í gær. Fimmta markið í fyrri leiknum var sjálfsmark en fimmta markið í gær skoraði miðvörðurinn Michael Keane. Það er ekki á hverjum degi sem enska landsliðið nær þessu því liðið hafði ekki náð tveimur fimm marka leikjum í röð síðan í nóvember 1984 eða í 34 og hálft ár.5 - England have scored 5+ goals in consecutive matches for the first time since November 1984. Rout. pic.twitter.com/sgO6AIggZC — OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2019Síðasta náði enska landsliðið þessu þegar liðið vann 5-0 sigur á Finnlandi 17. október 1984 og svo 8-0 útisigur á Tyrklandi 14. nóvember 1984. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM 1986. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Mark Hateley (2), Tony Woodcock, Bryan Robson og Kenny Sansom en leikurinn fór fram á gamla Wembley. Bryan Robson skoraði þrennu í seinni leiknum en hin mörkin skoruðu John Barnes (2), Tony Woodcock (2) og Viv Anderson. Það merkilega er að svo langt er síðan að þetta náðist síðast hjá enska landsliðinu að enginn leikmaður enska landsliðsins í dag var fæddur í nóvember 1984. Elsti leikmaður hópsins er varamarkvörðurinn Tom Heaton sem fæddist í apríl 1986. Af þeim sem tóku þátt í sigurleikjunum tveimur var Kyle Walker elstur en hann fæddist þó ekki fyrr en í maímánuði 1990.Mar 22: 5-0 Mar 25: 5-1 10 goals in the space of four days for the Three Lions. https://t.co/P1YyTPozS9 — Squawka Football (@Squawka) March 25, 2019 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Enska landsliðið er til alls líklegt í framtíðinni eftir tíu mörk á þremur dögum í undankeppni EM alls staðar 2020. Enska landsliðið hefur byrjað undankeppni Evrópumóts landsliða með frábærum hætti en liðið vann 5-1 útisigur á Svartfjallalandi í gærkvöldi. Þessi stórsigur kemur aðeins þremur dögum eftir að enska landsliðið vann 5-0 sigur á Tékkum á Wembley. Svartfjallaland og Tékkland eru engar smáþjóðir á fótboltavellinum og úrslitin gefa því sterk skilaboð. Enska landsliðið er því með 6 stig og markatöluna 10-1 eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2020. Raheem Sterling skoraði þrennu í fyrri leiknum og kom síðan að þremur mörkum í gær með einu marki og tveimur stoðsendingum. Harry Kane skoraði í báðum leikjum og Ross Barkley var með tvö mörk í gær. Fimmta markið í fyrri leiknum var sjálfsmark en fimmta markið í gær skoraði miðvörðurinn Michael Keane. Það er ekki á hverjum degi sem enska landsliðið nær þessu því liðið hafði ekki náð tveimur fimm marka leikjum í röð síðan í nóvember 1984 eða í 34 og hálft ár.5 - England have scored 5+ goals in consecutive matches for the first time since November 1984. Rout. pic.twitter.com/sgO6AIggZC — OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2019Síðasta náði enska landsliðið þessu þegar liðið vann 5-0 sigur á Finnlandi 17. október 1984 og svo 8-0 útisigur á Tyrklandi 14. nóvember 1984. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM 1986. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Mark Hateley (2), Tony Woodcock, Bryan Robson og Kenny Sansom en leikurinn fór fram á gamla Wembley. Bryan Robson skoraði þrennu í seinni leiknum en hin mörkin skoruðu John Barnes (2), Tony Woodcock (2) og Viv Anderson. Það merkilega er að svo langt er síðan að þetta náðist síðast hjá enska landsliðinu að enginn leikmaður enska landsliðsins í dag var fæddur í nóvember 1984. Elsti leikmaður hópsins er varamarkvörðurinn Tom Heaton sem fæddist í apríl 1986. Af þeim sem tóku þátt í sigurleikjunum tveimur var Kyle Walker elstur en hann fæddist þó ekki fyrr en í maímánuði 1990.Mar 22: 5-0 Mar 25: 5-1 10 goals in the space of four days for the Three Lions. https://t.co/P1YyTPozS9 — Squawka Football (@Squawka) March 25, 2019
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira