Enginn leikmaður enska liðsins var fæddur þegar liðið náði þessu síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 11:30 Bryan Robson fagnar þrennu sinni þegar England skoraði síðasta fimm mörk í tveimur landsleikjum í röð. Getty/Mark Leech Enska landsliðið er til alls líklegt í framtíðinni eftir tíu mörk á þremur dögum í undankeppni EM alls staðar 2020. Enska landsliðið hefur byrjað undankeppni Evrópumóts landsliða með frábærum hætti en liðið vann 5-1 útisigur á Svartfjallalandi í gærkvöldi. Þessi stórsigur kemur aðeins þremur dögum eftir að enska landsliðið vann 5-0 sigur á Tékkum á Wembley. Svartfjallaland og Tékkland eru engar smáþjóðir á fótboltavellinum og úrslitin gefa því sterk skilaboð. Enska landsliðið er því með 6 stig og markatöluna 10-1 eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2020. Raheem Sterling skoraði þrennu í fyrri leiknum og kom síðan að þremur mörkum í gær með einu marki og tveimur stoðsendingum. Harry Kane skoraði í báðum leikjum og Ross Barkley var með tvö mörk í gær. Fimmta markið í fyrri leiknum var sjálfsmark en fimmta markið í gær skoraði miðvörðurinn Michael Keane. Það er ekki á hverjum degi sem enska landsliðið nær þessu því liðið hafði ekki náð tveimur fimm marka leikjum í röð síðan í nóvember 1984 eða í 34 og hálft ár.5 - England have scored 5+ goals in consecutive matches for the first time since November 1984. Rout. pic.twitter.com/sgO6AIggZC — OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2019Síðasta náði enska landsliðið þessu þegar liðið vann 5-0 sigur á Finnlandi 17. október 1984 og svo 8-0 útisigur á Tyrklandi 14. nóvember 1984. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM 1986. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Mark Hateley (2), Tony Woodcock, Bryan Robson og Kenny Sansom en leikurinn fór fram á gamla Wembley. Bryan Robson skoraði þrennu í seinni leiknum en hin mörkin skoruðu John Barnes (2), Tony Woodcock (2) og Viv Anderson. Það merkilega er að svo langt er síðan að þetta náðist síðast hjá enska landsliðinu að enginn leikmaður enska landsliðsins í dag var fæddur í nóvember 1984. Elsti leikmaður hópsins er varamarkvörðurinn Tom Heaton sem fæddist í apríl 1986. Af þeim sem tóku þátt í sigurleikjunum tveimur var Kyle Walker elstur en hann fæddist þó ekki fyrr en í maímánuði 1990.Mar 22: 5-0 Mar 25: 5-1 10 goals in the space of four days for the Three Lions. https://t.co/P1YyTPozS9 — Squawka Football (@Squawka) March 25, 2019 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira
Enska landsliðið er til alls líklegt í framtíðinni eftir tíu mörk á þremur dögum í undankeppni EM alls staðar 2020. Enska landsliðið hefur byrjað undankeppni Evrópumóts landsliða með frábærum hætti en liðið vann 5-1 útisigur á Svartfjallalandi í gærkvöldi. Þessi stórsigur kemur aðeins þremur dögum eftir að enska landsliðið vann 5-0 sigur á Tékkum á Wembley. Svartfjallaland og Tékkland eru engar smáþjóðir á fótboltavellinum og úrslitin gefa því sterk skilaboð. Enska landsliðið er því með 6 stig og markatöluna 10-1 eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2020. Raheem Sterling skoraði þrennu í fyrri leiknum og kom síðan að þremur mörkum í gær með einu marki og tveimur stoðsendingum. Harry Kane skoraði í báðum leikjum og Ross Barkley var með tvö mörk í gær. Fimmta markið í fyrri leiknum var sjálfsmark en fimmta markið í gær skoraði miðvörðurinn Michael Keane. Það er ekki á hverjum degi sem enska landsliðið nær þessu því liðið hafði ekki náð tveimur fimm marka leikjum í röð síðan í nóvember 1984 eða í 34 og hálft ár.5 - England have scored 5+ goals in consecutive matches for the first time since November 1984. Rout. pic.twitter.com/sgO6AIggZC — OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2019Síðasta náði enska landsliðið þessu þegar liðið vann 5-0 sigur á Finnlandi 17. október 1984 og svo 8-0 útisigur á Tyrklandi 14. nóvember 1984. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM 1986. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Mark Hateley (2), Tony Woodcock, Bryan Robson og Kenny Sansom en leikurinn fór fram á gamla Wembley. Bryan Robson skoraði þrennu í seinni leiknum en hin mörkin skoruðu John Barnes (2), Tony Woodcock (2) og Viv Anderson. Það merkilega er að svo langt er síðan að þetta náðist síðast hjá enska landsliðinu að enginn leikmaður enska landsliðsins í dag var fæddur í nóvember 1984. Elsti leikmaður hópsins er varamarkvörðurinn Tom Heaton sem fæddist í apríl 1986. Af þeim sem tóku þátt í sigurleikjunum tveimur var Kyle Walker elstur en hann fæddist þó ekki fyrr en í maímánuði 1990.Mar 22: 5-0 Mar 25: 5-1 10 goals in the space of four days for the Three Lions. https://t.co/P1YyTPozS9 — Squawka Football (@Squawka) March 25, 2019
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira