Biskup Íslands fundar með múslimum í moskunni í Skógarhlíð Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2019 11:38 Karim Askari er ákaflega ánægður með að Agnes biskup hafi komið í moskuna til fundar. visir/vilhelm „Þetta var mjög góður fundur. Og mjög gott fyrir okkur muslima á Íslandi að hitta biskupinn. Okkur var heiður sýndur með heimsókn hennar. Var mjög fallegt af henni,“ segir Karim Askari framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi í samtali við Vísi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi fór til fundar við múslima í moskunni í Skógarhlíð í gær. Þar var harmleikurinn í Christchurch á Nýja-Sjálandi ræddur sérstaklega. „Við erum afar hrygg vegna þess atburðar sem er ekki ásættanlegur. Vont fyrir mannkyn allt,“ segir Karim. „Þetta ofbeldi ekki er hægt að þola.“Fundurinn var sögulegur því þetta er í fyrsta skipti sem biskup kemur til fundar í moskunni í Skógarhlíð.visir/VilhelmAgnes biskup segir, á Facebook-síðu Biskupsembættisins, að harmleikurinn hafi vakið fólk til umhugsunar um mikilvægi friðar í samfélagi okkar. Og ræða þurfi til hvaða aðgerða megi grípa svo við megum búa í friðsömum heimi.„Kristið fólk og múslimar standa saman og sýna þannig að við erum á móti hvers konar ofbeldi. „Eitt af gildum múslima sem skráð eru á veggspjald í moskunni þeirra er að þeir vilji vera góðir samfélagsþegnar og lifa í friði og sátt við samferðafólk sitt. Kristið fólk deilir þessum sama hugsunarhætti. Samtalið er lykillinn að lausn allra mála. Með samtali vex skilningur og samheldni og löngunin til að gera gott samfélag betra,“ segir Agnes. Fundurinn er sögulegur, að sögn Karims, því þetta er í fyrsta skipti sem biskup Íslands stígur fæti sínum í moskuna í Skógarhlíð.Múslimar og kristnir vilja taka höndum saman og fordæma þann gjörning sem leiddi til harmleiksins í Christchurch.visir/Vilhelm Hryðjuverk í Christchurch Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Þetta var mjög góður fundur. Og mjög gott fyrir okkur muslima á Íslandi að hitta biskupinn. Okkur var heiður sýndur með heimsókn hennar. Var mjög fallegt af henni,“ segir Karim Askari framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi í samtali við Vísi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi fór til fundar við múslima í moskunni í Skógarhlíð í gær. Þar var harmleikurinn í Christchurch á Nýja-Sjálandi ræddur sérstaklega. „Við erum afar hrygg vegna þess atburðar sem er ekki ásættanlegur. Vont fyrir mannkyn allt,“ segir Karim. „Þetta ofbeldi ekki er hægt að þola.“Fundurinn var sögulegur því þetta er í fyrsta skipti sem biskup kemur til fundar í moskunni í Skógarhlíð.visir/VilhelmAgnes biskup segir, á Facebook-síðu Biskupsembættisins, að harmleikurinn hafi vakið fólk til umhugsunar um mikilvægi friðar í samfélagi okkar. Og ræða þurfi til hvaða aðgerða megi grípa svo við megum búa í friðsömum heimi.„Kristið fólk og múslimar standa saman og sýna þannig að við erum á móti hvers konar ofbeldi. „Eitt af gildum múslima sem skráð eru á veggspjald í moskunni þeirra er að þeir vilji vera góðir samfélagsþegnar og lifa í friði og sátt við samferðafólk sitt. Kristið fólk deilir þessum sama hugsunarhætti. Samtalið er lykillinn að lausn allra mála. Með samtali vex skilningur og samheldni og löngunin til að gera gott samfélag betra,“ segir Agnes. Fundurinn er sögulegur, að sögn Karims, því þetta er í fyrsta skipti sem biskup Íslands stígur fæti sínum í moskuna í Skógarhlíð.Múslimar og kristnir vilja taka höndum saman og fordæma þann gjörning sem leiddi til harmleiksins í Christchurch.visir/Vilhelm
Hryðjuverk í Christchurch Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira