Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2019 10:38 Frá Kópaskeri. Vísir/Getty Um 200 skjálftar hafa mælst eftir miðnætti í jarðskjálftahrinunni sem stendur yfir í Öxarfirði. Hrinan hefur staðið yfir frá laugardegi en tæplega 500 skjálftar hafa mælst frá þeim degi til dagsins í dag. Flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suður af Kópaskeri. Öflugustu skjálftarnir í þessari hrinu hafa mælst í 3,1 að stærð, sá fyrri klukkan 20:37 í gærkvöldi og sá seinni klukkan 03:51 í nótt. Íbúar á Kópaskeri fundu vel fyrir þessum tveimur skjálftum en Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þeir hafi ekki fundist víðar en á Kópaskeri, sem sé eðlilegt miðað við stærð og staðsetningu þeirra. Hann segir að íbúar á Kópaskeri ættu að huga að innanstokksmunum og fara yfir viðbragðsáætlanir vegna þessarar hrinu.Upptök skjálftans hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isEinar segir að ekki hafi bætt í hrinuna en það hefur heldur ekki dregið úr henni. Hún hefur haldið sínum dampi en á milli klukkan 07 og 08 í morgun mældust 60 skjálftar á svæðinu. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði sem er á Tjörnesbeltinu svokallaða sem nær alla leið upp að Grímsey og út fyrir Landey. 14. janúar árið 1976 reið skjálfti yfir á þessu svæði sem mældist 5,5 til 6 stig að stærð. Urðu miklar skemmdir á Kópaskeri í þeim skjálfta að sögn Einars. Tíminn fjallaði um málið á sínum tíma en þar kom fram að flest hús á Kópaskeri hafi skemmst í þeim skjálfta og börn, konur og gamalmenni hafi verið flutt burt úr þorpinu til Raufarhafnar, Leirhafnar eða Húsavíkur. Ekki urðu umtalsverð meiðsl á fólki. Rætt var við einn íbúa, Kristveigu Jónsdóttur, sem sagði að henni hefði fundist húsið vera að fara á hliðina og allt lauslegt hentist til. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Einar segir ekki hægt að segja til um hvort að skjálftinn árið 1976 hafi orðið í samskonar hrinu þar sem mælingar hafi ekki verið jafn víðtækar og í dag.Forsíða Tímans miðvikudaginn 14. janúar árið 1976www.timarit.is Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Um 200 skjálftar hafa mælst eftir miðnætti í jarðskjálftahrinunni sem stendur yfir í Öxarfirði. Hrinan hefur staðið yfir frá laugardegi en tæplega 500 skjálftar hafa mælst frá þeim degi til dagsins í dag. Flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suður af Kópaskeri. Öflugustu skjálftarnir í þessari hrinu hafa mælst í 3,1 að stærð, sá fyrri klukkan 20:37 í gærkvöldi og sá seinni klukkan 03:51 í nótt. Íbúar á Kópaskeri fundu vel fyrir þessum tveimur skjálftum en Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þeir hafi ekki fundist víðar en á Kópaskeri, sem sé eðlilegt miðað við stærð og staðsetningu þeirra. Hann segir að íbúar á Kópaskeri ættu að huga að innanstokksmunum og fara yfir viðbragðsáætlanir vegna þessarar hrinu.Upptök skjálftans hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isEinar segir að ekki hafi bætt í hrinuna en það hefur heldur ekki dregið úr henni. Hún hefur haldið sínum dampi en á milli klukkan 07 og 08 í morgun mældust 60 skjálftar á svæðinu. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði sem er á Tjörnesbeltinu svokallaða sem nær alla leið upp að Grímsey og út fyrir Landey. 14. janúar árið 1976 reið skjálfti yfir á þessu svæði sem mældist 5,5 til 6 stig að stærð. Urðu miklar skemmdir á Kópaskeri í þeim skjálfta að sögn Einars. Tíminn fjallaði um málið á sínum tíma en þar kom fram að flest hús á Kópaskeri hafi skemmst í þeim skjálfta og börn, konur og gamalmenni hafi verið flutt burt úr þorpinu til Raufarhafnar, Leirhafnar eða Húsavíkur. Ekki urðu umtalsverð meiðsl á fólki. Rætt var við einn íbúa, Kristveigu Jónsdóttur, sem sagði að henni hefði fundist húsið vera að fara á hliðina og allt lauslegt hentist til. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Einar segir ekki hægt að segja til um hvort að skjálftinn árið 1976 hafi orðið í samskonar hrinu þar sem mælingar hafi ekki verið jafn víðtækar og í dag.Forsíða Tímans miðvikudaginn 14. janúar árið 1976www.timarit.is
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira