Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2019 13:28 Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi "óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Vísir/Vilhelm Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi „óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Flugmannafélagið óskar eftir því að BÍ framkvæmi „rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Félagið fer þess á leit við BÍ að þetta verði kannað með tilliti til gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum. „Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum,“ segir í bréfinu og fullyrt að fréttamiðlar hafi „oftar en ekki“ vitnað í órökstuddar hugleiðingar þessa manns en í bréfinu er téður maður ekki nafngreindur en gera má ráð fyrir því að Flugmannafélagið vísi til Kristjáns Sigurjónssonar sem heldur úti miðlinum Túristi.is. Hér að neðan er hægt að lesa bréfið í heild sinni:„Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum og oftar en ekki vitnað í órökstuddar hugleiðingar hans.Með von um sýndan skilning og jákvæð viðbrögð,Stjórn ÍFF“Hvaða djöflasýra er þetta? Get ég fengið nöfn á þessum gæjum svo ég þurfi ekki að fljúga með þeim? Og nei, ég hef aldrei þegið neitt frá Icelandair eða Wow og ég veit ekki um eina frétt af Wow, þeir ekki heldur greinilega, sem reynst hefur röng. pic.twitter.com/G4bGHgzvZy — Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) March 27, 2019Hér gefur stéttarfélag flugmanna WOW air í skyn, að íslenskir blaðamenn þiggi mútur frá samkeppnisaðila WOW air og heimta rannsókn. En skauta fram hjá því að fréttaflutningur af stöðu WOW er, og hefur verið, réttur. Og benda ekki á eina rangfærslu. Allir hressir bara. pic.twitter.com/HlFXyXoeLB — Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) March 27, 2019 Fjölmiðlar Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi „óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. Flugmannafélagið óskar eftir því að BÍ framkvæmi „rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air“. Félagið fer þess á leit við BÍ að þetta verði kannað með tilliti til gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum. „Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum,“ segir í bréfinu og fullyrt að fréttamiðlar hafi „oftar en ekki“ vitnað í órökstuddar hugleiðingar þessa manns en í bréfinu er téður maður ekki nafngreindur en gera má ráð fyrir því að Flugmannafélagið vísi til Kristjáns Sigurjónssonar sem heldur úti miðlinum Túristi.is. Hér að neðan er hægt að lesa bréfið í heild sinni:„Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum og oftar en ekki vitnað í órökstuddar hugleiðingar hans.Með von um sýndan skilning og jákvæð viðbrögð,Stjórn ÍFF“Hvaða djöflasýra er þetta? Get ég fengið nöfn á þessum gæjum svo ég þurfi ekki að fljúga með þeim? Og nei, ég hef aldrei þegið neitt frá Icelandair eða Wow og ég veit ekki um eina frétt af Wow, þeir ekki heldur greinilega, sem reynst hefur röng. pic.twitter.com/G4bGHgzvZy — Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) March 27, 2019Hér gefur stéttarfélag flugmanna WOW air í skyn, að íslenskir blaðamenn þiggi mútur frá samkeppnisaðila WOW air og heimta rannsókn. En skauta fram hjá því að fréttaflutningur af stöðu WOW er, og hefur verið, réttur. Og benda ekki á eina rangfærslu. Allir hressir bara. pic.twitter.com/HlFXyXoeLB — Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) March 27, 2019
Fjölmiðlar Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira