Forstjóri Isavia segir horft til viðskiptahagsmuna í samskiptum við flugfélög Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 20:00 Forstjóri Isavia segir mikilvægt að fyrirtækið miði allar aðgerðir sínar við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi séu þegar flugfélög greiði ekki reikninga á réttum tíma. Stjórnendur WOW Air halda áfram tilraunum til að auka hlutafé félagsins en þótt tvær flugvélar þess hafi verið kyrrsettar af eigendum er flogið samkvæmt áætlun. Upplýsingafulltrúi WOW staðfesti við Vísi í dag að tvær flugvélar félagsins hafi verið kyrrsettar af eigendum þeirra í vikunni. Önnur á Montréal þar sem hún var í áætlanaflugi og hin á Miami þar sem hún var í leiguverkefnum. Hins vegar séu leigusamningar enn í gildi og eigandi flugvélanna sýni skilning á þeirri endurskipulagningu sem nú fari fram á rekstri WOW. Ááætlunarflug til Montréal sé nú sinnt með öðrum flugvélum í flotanum en áhöfn í leiguflugi milli Miami og Kúbu hafi verið kölluð heim. Isavia hefur hvorki staðfest né neitað því að þess sé krafist að ein af flugvélum WOW sé ætíð staðsett á Keflavíkurflugvelli vegna skulda félagsins og hefur Isavia ekki veitt neinar upplýsingar um skuldastöðu flugfélagsins við Isavia. Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia ræddi samskipti flugfélaga við fyrirtækið hins vegar almennt á ársfundi Isavia á fimmtudag í síðustu viku. „Þegar flugfélög greiða ekki reikninga á réttum tíma þá er mikilvægt að miða aðgerðir við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi eru. Þá er einnig afar mikilvægt fyrir hlutafélag í opinberri eigu, eins og Isavia, að taka ákvarðanir eins og upplýstur einkafjárfestir,” sagði Björn Óli í ræðu á aðalfundinum hinn 21. mars. Í gegnum tíðina hafi Isavia og forverar þess staðið með ýmsum hætti við bakið á sínum viðskiptavinum. „Við sem þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu munum halda áfram að byggja upp og viðhalda traustu viðskiptasambandi við okkar viðskiptavini, og aftur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,” sagði Björn Óli. Þegar Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin árið 2017 vegna vangoldinna gjalda var flugfélagið formlega komið í greiðsluþrot. Það á ekki við um WOW sem samdi við hluta kröfuhafa sinna í gær um að breyta skuldum í hlutafé og vinnur nú að öflun aukins hlutjár upp á um fimm milljarða króna. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Forstjóri Isavia segir mikilvægt að fyrirtækið miði allar aðgerðir sínar við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi séu þegar flugfélög greiði ekki reikninga á réttum tíma. Stjórnendur WOW Air halda áfram tilraunum til að auka hlutafé félagsins en þótt tvær flugvélar þess hafi verið kyrrsettar af eigendum er flogið samkvæmt áætlun. Upplýsingafulltrúi WOW staðfesti við Vísi í dag að tvær flugvélar félagsins hafi verið kyrrsettar af eigendum þeirra í vikunni. Önnur á Montréal þar sem hún var í áætlanaflugi og hin á Miami þar sem hún var í leiguverkefnum. Hins vegar séu leigusamningar enn í gildi og eigandi flugvélanna sýni skilning á þeirri endurskipulagningu sem nú fari fram á rekstri WOW. Ááætlunarflug til Montréal sé nú sinnt með öðrum flugvélum í flotanum en áhöfn í leiguflugi milli Miami og Kúbu hafi verið kölluð heim. Isavia hefur hvorki staðfest né neitað því að þess sé krafist að ein af flugvélum WOW sé ætíð staðsett á Keflavíkurflugvelli vegna skulda félagsins og hefur Isavia ekki veitt neinar upplýsingar um skuldastöðu flugfélagsins við Isavia. Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia ræddi samskipti flugfélaga við fyrirtækið hins vegar almennt á ársfundi Isavia á fimmtudag í síðustu viku. „Þegar flugfélög greiða ekki reikninga á réttum tíma þá er mikilvægt að miða aðgerðir við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi eru. Þá er einnig afar mikilvægt fyrir hlutafélag í opinberri eigu, eins og Isavia, að taka ákvarðanir eins og upplýstur einkafjárfestir,” sagði Björn Óli í ræðu á aðalfundinum hinn 21. mars. Í gegnum tíðina hafi Isavia og forverar þess staðið með ýmsum hætti við bakið á sínum viðskiptavinum. „Við sem þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu munum halda áfram að byggja upp og viðhalda traustu viðskiptasambandi við okkar viðskiptavini, og aftur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,” sagði Björn Óli. Þegar Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin árið 2017 vegna vangoldinna gjalda var flugfélagið formlega komið í greiðsluþrot. Það á ekki við um WOW sem samdi við hluta kröfuhafa sinna í gær um að breyta skuldum í hlutafé og vinnur nú að öflun aukins hlutjár upp á um fimm milljarða króna.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira