Stefnir á bandarísku mótaröðina Hjörvar Ólafsson skrifar 28. mars 2019 18:00 Arnar Davíð Jónsson. mynd/keilusamband íslands Arnar Davíð Jónsson keilari stendur vel að vígi á evrópsku mótaröðinni í keilu þegar fimm mót af 14 hafa verið spiluð. Arnar Davíð varð í fimmta sæti á móti sem fram fór í Dream Bowl Palace í München í Þýskalandi um síðustu helgi og tyllti hann sér í efsta sæti á mótaröðinni. Að þessu sinni kepptu um það bil 400 keppendur víðs vegar að úr heiminum á mótinu. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína á tímabilinu og ég hef verið að spila mun stöðugri leik en ég bjóst við sjálfur. Ég flutti til Svíþjóðar í ágúst á síðasta ári og get einbeitt mér algjörlega að því að spila keilu hérna. Það er rík hefð fyrir keilu hérna og þetta er ein af sterkari þjóðum í Evrópu í greininni. Ég vinn í keilusalnum við ýmis viðvik tengd keilunni og æfi svo daglega. Það skilar sér í bættri frammistöðu,“ segir hann um tímabilið. Mótið sem Arnar Davíð lék á um helgina ber nafnið Brunswick Euro Challenge og stærsta keilumót ársins á Evróputúrnum. Þarna koma saman sterkustu keiluspilarar Evrópu en einungis ameríska mótaröðin þar sem bestu atvinnumenn heims koma saman er sterkari. Þangað stefnir Arnar Davíð á að keppa á næsta tímabili. Arnar Davíð sem keppir með sænska liðinu Höganas tryggir sér sæti í Master-keppninni ef hann heldur sér í efsta sæti á mótaröðinni. Þetta í fyrsta sinn sem íslenskur keilari nær þeim áfanga að tróna á toppnum. „Ég hef spilað með Höganas í fjögur ár en ég lék með liðinu á meðan ég bjó í Osló í Noregi. Þá tók ég bara rútuna í sex tíma í hvern deildarleik og það sýnir kannski hversu mikinn metnað ég hef fyrir því að ná langt í greininni. Við erum að berjast fyrir því að komast úr B-deildinni upp í þá efstu en liðið hefur verið að reyna það í sex ár. Vonandi tekst það í ár,“ segir Arnar um stöðu mála hjá sér. Hann er að fylgja eftir frábærum endi á síðasta keppnistímabili en þá varð hann til að mynda fyrsti íslenski keilarinn til að vinna mót á evrópsku mótaröðinni þegar hann vann Óðinsvé International í Danmörku. Næsta mót á mótaröðinni verður um mánaðamótin júní og júlí í Madríd á Spáni og mótaröðinni lýkur svo í nóvember. „Mig langar að komast á amerísku mótaröðina og ég tel það vel raunhæft. Ég er alveg á pari við þá keilara sem eru að spila þar þegar ég næ mínum besta leik. Þegar evrópsku mótaröðinni lýkur fer ég að einbeita mér að því að komast á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum,“ segir þessi metnaðarfulli keilari um framhaldið. Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Arnar Davíð Jónsson keilari stendur vel að vígi á evrópsku mótaröðinni í keilu þegar fimm mót af 14 hafa verið spiluð. Arnar Davíð varð í fimmta sæti á móti sem fram fór í Dream Bowl Palace í München í Þýskalandi um síðustu helgi og tyllti hann sér í efsta sæti á mótaröðinni. Að þessu sinni kepptu um það bil 400 keppendur víðs vegar að úr heiminum á mótinu. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína á tímabilinu og ég hef verið að spila mun stöðugri leik en ég bjóst við sjálfur. Ég flutti til Svíþjóðar í ágúst á síðasta ári og get einbeitt mér algjörlega að því að spila keilu hérna. Það er rík hefð fyrir keilu hérna og þetta er ein af sterkari þjóðum í Evrópu í greininni. Ég vinn í keilusalnum við ýmis viðvik tengd keilunni og æfi svo daglega. Það skilar sér í bættri frammistöðu,“ segir hann um tímabilið. Mótið sem Arnar Davíð lék á um helgina ber nafnið Brunswick Euro Challenge og stærsta keilumót ársins á Evróputúrnum. Þarna koma saman sterkustu keiluspilarar Evrópu en einungis ameríska mótaröðin þar sem bestu atvinnumenn heims koma saman er sterkari. Þangað stefnir Arnar Davíð á að keppa á næsta tímabili. Arnar Davíð sem keppir með sænska liðinu Höganas tryggir sér sæti í Master-keppninni ef hann heldur sér í efsta sæti á mótaröðinni. Þetta í fyrsta sinn sem íslenskur keilari nær þeim áfanga að tróna á toppnum. „Ég hef spilað með Höganas í fjögur ár en ég lék með liðinu á meðan ég bjó í Osló í Noregi. Þá tók ég bara rútuna í sex tíma í hvern deildarleik og það sýnir kannski hversu mikinn metnað ég hef fyrir því að ná langt í greininni. Við erum að berjast fyrir því að komast úr B-deildinni upp í þá efstu en liðið hefur verið að reyna það í sex ár. Vonandi tekst það í ár,“ segir Arnar um stöðu mála hjá sér. Hann er að fylgja eftir frábærum endi á síðasta keppnistímabili en þá varð hann til að mynda fyrsti íslenski keilarinn til að vinna mót á evrópsku mótaröðinni þegar hann vann Óðinsvé International í Danmörku. Næsta mót á mótaröðinni verður um mánaðamótin júní og júlí í Madríd á Spáni og mótaröðinni lýkur svo í nóvember. „Mig langar að komast á amerísku mótaröðina og ég tel það vel raunhæft. Ég er alveg á pari við þá keilara sem eru að spila þar þegar ég næ mínum besta leik. Þegar evrópsku mótaröðinni lýkur fer ég að einbeita mér að því að komast á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum,“ segir þessi metnaðarfulli keilari um framhaldið.
Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira