Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Heimir Már Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. mars 2019 10:49 Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. Bjarni var nýkominn af fundi með ráðherrum vegna tíðindanna sem bárust í morgunsárið af WOW air þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég held við skulum bara aðeins halda ró okkar varðandi það hversu mikið áfall þetta er fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður og allt efnahagslífið hefur auðvitað notið mjög góðs af þessari starfsemi, þeim mikla fjölda ferðamanna sem hefur komið hingað til lands á undanförnum árum. Það dregur eitthvað úr því.“ Bjarni segir ljóst að margir muni lenda á atvinnuleysisskrá en væntir þess að það verði einungis til skamms tímaÞurfi að koma til móts við nýjan veruleika „Ég myndi ekki segja að þetta væri alvarlegt áfall en þetta er samt breyting sem við þurfum að leggja mat á og við gætum þurft að gera ráðstafanir til að koma til móts við þennan nýja veruleika.“ Bjarni segir að fall flugfélagsins sé mikil vonbrigði. „Þetta er ákveðið áfall. Við erum hins vegar með mjög mikinn viðnámsþrótt. Við stöndum sterkt og getum vel tekist á við þetta. Þetta eru vonbrigði vegna þess að það eiga margir starfsmenn á íslandi mikið undir því að þetta hefði farið öðruvísi og verða þannig fyrir áhrifum og margar fjölskyldur sem eiga þar í hlut. Við erum með viðbragðsáætlun til að koma til móts við stöðu farþeganna. Vonandi greiðist hratt úr því.“
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. Bjarni var nýkominn af fundi með ráðherrum vegna tíðindanna sem bárust í morgunsárið af WOW air þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég held við skulum bara aðeins halda ró okkar varðandi það hversu mikið áfall þetta er fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður og allt efnahagslífið hefur auðvitað notið mjög góðs af þessari starfsemi, þeim mikla fjölda ferðamanna sem hefur komið hingað til lands á undanförnum árum. Það dregur eitthvað úr því.“ Bjarni segir ljóst að margir muni lenda á atvinnuleysisskrá en væntir þess að það verði einungis til skamms tímaÞurfi að koma til móts við nýjan veruleika „Ég myndi ekki segja að þetta væri alvarlegt áfall en þetta er samt breyting sem við þurfum að leggja mat á og við gætum þurft að gera ráðstafanir til að koma til móts við þennan nýja veruleika.“ Bjarni segir að fall flugfélagsins sé mikil vonbrigði. „Þetta er ákveðið áfall. Við erum hins vegar með mjög mikinn viðnámsþrótt. Við stöndum sterkt og getum vel tekist á við þetta. Þetta eru vonbrigði vegna þess að það eiga margir starfsmenn á íslandi mikið undir því að þetta hefði farið öðruvísi og verða þannig fyrir áhrifum og margar fjölskyldur sem eiga þar í hlut. Við erum með viðbragðsáætlun til að koma til móts við stöðu farþeganna. Vonandi greiðist hratt úr því.“
Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08