Síðasti tapleikur KR í átta liða úrslitum var fyrir bankahrun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 15:00 Helgi Már Magnússon tók þátt í síðasta tapleik KR fyrir ellefu árum. Vísir/Bára Það eru liðnir meira en fjögur þúsund dagar (4011) síðan karlalið KR tapaði síðast í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. KR-ingar hafa ekki tapað leik á þessu stigi úrslitakeppninnar í næstum því ellefu ár en þeir geta í kvöld sópað Keflvíkingum í sumarfrí og komist í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þegar KR-ingar gengu síðast súrir af velli eftir tap í átta liða úrslitum þá voru enn þá sex mánuðir í það að íslenska þjóðin upplifði bankahrunið. 3. apríl 2008 tapaði KR-liðið nefnilega 74-93 á heimavelli á móti ÍR í oddaleik um sæti í undanúrslitum úrvalsdeildar karla sem þá hét Iceland Express-deildin. Þetta er jafnframt síðasti tapleikur KR-inga í átta liða úrslitum. Frá þessum degi í byrjun apríl fyrir næstum því ellefu árum síðan hafa KR-ingar unnið alla 27 leiki sína í átta liða úrslitunum. Þeir hafa unnið tíu einvígi í röð í átta liða úrslitum og eru í mjög góðum málum í núverandi einvígi sínu á móti Keflavík. KR vann eins stigs sigur í Keflavík í fyrsta leik og fylgdi því síðan eftir með níu stiga sigri í DHL-höllinni í leik tvö. Í kvöld er komið að þriðja leik liðanna í Blue-höllinni í Keflavík en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helgi Már Magnússon er eini leikmaður KR-liðsins í kvöld sem tók þátt í þessum síðasta tapleik í átta liða úrslitum en þjálfari liðsins var þá Benedikt Guðmundsson. Meðal leikmanna var Brynjar Þór Björnsson sem nú spilar með Tindastól og Fannar Ólafsson sem er nú einn af sérfræðingunum í Körfuboltakvöldi. Síðasti þjálfarinn til að vinna leik á móti KR í átta liða úrslitum var Jón Arnar Ingvarsson sem stýrði ÍR-liðinu í þessu einvígi vorið 2008.KR í átta liða úrslitum síðustu ellefu ár: 2009: KR 2-0 Breiðablik {123-75, 102-75} 2010: KR 2-0 ÍR {98-81, 103-81} 2011: KR 2-0 Njarðvík {92-80, 96-80} 2012: KR 2-0 Tindastóll {84-68, 89-81} 2013: Þór Þorl. 0-2 KR {83-121, 83-93} 2014: KR 3-0 Snæfell {98-76, 99-85, 101-84} 2015: KR 3-0 Grindavík {71-65, 81-77, 94-80} 2016: KR 3-0 Grindavík {85-67, 91-77, 83-62} 2017: KR 3-0 Þór Ak. {99-68, 81-64, 90-80} 2018: KR 3-0 Njarðvík {89-74, 91-66, 81-71} 2019: Keflavík 0-2 KR {76-77, 77-86, ...} Dominos-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Það eru liðnir meira en fjögur þúsund dagar (4011) síðan karlalið KR tapaði síðast í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. KR-ingar hafa ekki tapað leik á þessu stigi úrslitakeppninnar í næstum því ellefu ár en þeir geta í kvöld sópað Keflvíkingum í sumarfrí og komist í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þegar KR-ingar gengu síðast súrir af velli eftir tap í átta liða úrslitum þá voru enn þá sex mánuðir í það að íslenska þjóðin upplifði bankahrunið. 3. apríl 2008 tapaði KR-liðið nefnilega 74-93 á heimavelli á móti ÍR í oddaleik um sæti í undanúrslitum úrvalsdeildar karla sem þá hét Iceland Express-deildin. Þetta er jafnframt síðasti tapleikur KR-inga í átta liða úrslitum. Frá þessum degi í byrjun apríl fyrir næstum því ellefu árum síðan hafa KR-ingar unnið alla 27 leiki sína í átta liða úrslitunum. Þeir hafa unnið tíu einvígi í röð í átta liða úrslitum og eru í mjög góðum málum í núverandi einvígi sínu á móti Keflavík. KR vann eins stigs sigur í Keflavík í fyrsta leik og fylgdi því síðan eftir með níu stiga sigri í DHL-höllinni í leik tvö. Í kvöld er komið að þriðja leik liðanna í Blue-höllinni í Keflavík en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helgi Már Magnússon er eini leikmaður KR-liðsins í kvöld sem tók þátt í þessum síðasta tapleik í átta liða úrslitum en þjálfari liðsins var þá Benedikt Guðmundsson. Meðal leikmanna var Brynjar Þór Björnsson sem nú spilar með Tindastól og Fannar Ólafsson sem er nú einn af sérfræðingunum í Körfuboltakvöldi. Síðasti þjálfarinn til að vinna leik á móti KR í átta liða úrslitum var Jón Arnar Ingvarsson sem stýrði ÍR-liðinu í þessu einvígi vorið 2008.KR í átta liða úrslitum síðustu ellefu ár: 2009: KR 2-0 Breiðablik {123-75, 102-75} 2010: KR 2-0 ÍR {98-81, 103-81} 2011: KR 2-0 Njarðvík {92-80, 96-80} 2012: KR 2-0 Tindastóll {84-68, 89-81} 2013: Þór Þorl. 0-2 KR {83-121, 83-93} 2014: KR 3-0 Snæfell {98-76, 99-85, 101-84} 2015: KR 3-0 Grindavík {71-65, 81-77, 94-80} 2016: KR 3-0 Grindavík {85-67, 91-77, 83-62} 2017: KR 3-0 Þór Ak. {99-68, 81-64, 90-80} 2018: KR 3-0 Njarðvík {89-74, 91-66, 81-71} 2019: Keflavík 0-2 KR {76-77, 77-86, ...}
Dominos-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira