Ægir Þór berst við banvænan sjúkdóm: "Meðan það er von, þá reynir maður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. mars 2019 13:30 Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis, vill fá að prófa lyf sem ekki eru fáanleg hér á landi. Ægir Þór Sævarsson er öflugur sjö ára strákur sem glímir við alvarlega vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis, hefur undanfarin ár barist fyrir því að Ægir fái aðgang að lyfjum sem gætu hægt á sjúkdómnum en það hefur ekki verið samþykkt í Evrópu. Hún vill hafa rétt til að láta reyna á lyf sem enn eru á tilraunastigi enda í kapphlaupi við tímann. Hulda vill að foreldrar langveikra hafi slíkan rétt þegar engir aðrir kostir eru í stöðunni og tíminn af skornum skammti. Líf fjölskyldunnar breyttist til muna þegar Ægir greindist með sjúkdóminn fyrir tæpum þremur árum. „Ég var búin að sjá að hann var ekki á réttu róli hvað varðar hreyfigetu miðað við aldur. Þegar við vorum að labba, þá bara grét hann og ég skildi það aldrei. Við gátum aldrei farið í göngutúra,“ segir Hulda Björk sem fór með Ægi í hreyfiþroskapróf þriggja og hálfs árs. „Það var áberandi hvað hann var langt á eftir jafnöldrum sínum í hreyfiþroska. Það hefur tekið langan tíma að smátt og smátt að koma sér inn í þetta.“Fékk greiningu rúmlega þriggja ára.Sjúkdómurinn er banvænn og leggst nær eingöngu á drengi. Hann leiðir til vaxandi vöðvamáttleysis auk hjarta og öndunarbilunar. „Sumir eru fyrr komnir í hjólastól og aðrir geta labbað lengur. Ægir er mjög heppinn og er með margt gott með sér. Þetta leiðir að lokum til þess að þeir missa allan mátt í líkamanum og deyja.“ Ægir er mikill fótboltaáhugamaður og vildi senda knattspyrnumanninum Herði Björgvini Magnússyni sérstaka kveðju en við hittum mæðginin skömmu fyrir landsleik Íslands og Frakklands í vikunni en Ægir sendi Herði og landsliðsmönnunum kveðju. Hulda segir að líf fjölskyldunnar hafi algjörlega farið á hliðina við greiningu Ægis en fljótlega hafi þau ákveðið að hafa jákvæðnina að leiðarljósi. „Við fengum fljótlega vonir um lyf sem gæti gagnast honum og var það bara nokkrum mánuðum eftir greiningu. Maður fékk strax þessa von og fórum við að einbeit okkur mikið á hana.“Ægir er í dag sjö ára.Hulda fór fyrir rúmu ári til Bandaríkjanna þar sem hún hitti 17 ára dreng með sama taugahrörnunarsjúkdóm en sá gat enn gengið en hann hafði tekið lyfið Eteplirsen um skeið. Hulda segir að sá árangur þyki undraverður. Ægir átti ekki kost á sama lyfi þar sem það var ekki leyfilegt í Evrópu auk þess sem læknar sögðu ekki nægar vísbendingar vera fyrir nægri virkni þess. Hulda vildi aftur á móti fá að reyna á virknina enda engir aðrir kostir í boði. „Það eru bara þrettán prósent drengja sem passa inn í það lyf og við reyndum að fara í það ferli að sækja um það og fá það. Því miður erum við ekki enn búin að fá það í hendurnar og erum í raun hætt að spá í það. Það er í raun orðið of seint fyrir Ægi að pæla í því og við þurfum að fara pæla meira í klíniskum leiðum.“ Hulda á sér þann draum að löggjöf um réttinn til að reyna verði samþykkt hér á landi en í fyrra var slík löggjöf samþykkt í Bandaríkjunum en hún gefur sjúklingum með ólæknandi sjúkdóma von með því að opna fyrir möguleikann á að prófa tilraunalyf sem lokið hafa fyrsta stigi prófana. „Mér fannst þetta bara svo flott hugsun. Þetta gefur sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og enginn úrræði til tækifæri að komast í lyf sem eru enn í tilraunum en eru að lofa góðu. Það þarf að ræða þetta á Íslandi og þetta þarf að fá umfjöllun.“ Löggjöfin í Bandaríkjunum er ekki óumdeild og hefur verið nefnd lyfleysulöggjöfin af andstæðingum. Þeir segja að lögunum sé ætlað sé að friða samvisku stjórnmálamanna og vekja falsvonir hjá sjúklingum og aðstandendum. Hulda bendir á betra sé að reyna til þrautar en að sitja aðgerðarlaus hjá. „Meðan það er von, þá reynir maður. Vissulega er maður að taka áhættu en það er betra en að sitja og bíða og gera ekki neitt. Mér finnst að strákurinn minn eigi að fá tækifæri til að reyna eins og aðrir.“ Fjölskyldan skoðar þann kost alvarlega að flytja til Bandaríkjanna eða Svíþjóðar þar sem mögulegt er að Ægir geti tekið þátt í klínískum rannsóknum a nýju tilraunarlyfi við sjúkdómnum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en það var sýnt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Ísland í dag Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Ægir Þór Sævarsson er öflugur sjö ára strákur sem glímir við alvarlega vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis, hefur undanfarin ár barist fyrir því að Ægir fái aðgang að lyfjum sem gætu hægt á sjúkdómnum en það hefur ekki verið samþykkt í Evrópu. Hún vill hafa rétt til að láta reyna á lyf sem enn eru á tilraunastigi enda í kapphlaupi við tímann. Hulda vill að foreldrar langveikra hafi slíkan rétt þegar engir aðrir kostir eru í stöðunni og tíminn af skornum skammti. Líf fjölskyldunnar breyttist til muna þegar Ægir greindist með sjúkdóminn fyrir tæpum þremur árum. „Ég var búin að sjá að hann var ekki á réttu róli hvað varðar hreyfigetu miðað við aldur. Þegar við vorum að labba, þá bara grét hann og ég skildi það aldrei. Við gátum aldrei farið í göngutúra,“ segir Hulda Björk sem fór með Ægi í hreyfiþroskapróf þriggja og hálfs árs. „Það var áberandi hvað hann var langt á eftir jafnöldrum sínum í hreyfiþroska. Það hefur tekið langan tíma að smátt og smátt að koma sér inn í þetta.“Fékk greiningu rúmlega þriggja ára.Sjúkdómurinn er banvænn og leggst nær eingöngu á drengi. Hann leiðir til vaxandi vöðvamáttleysis auk hjarta og öndunarbilunar. „Sumir eru fyrr komnir í hjólastól og aðrir geta labbað lengur. Ægir er mjög heppinn og er með margt gott með sér. Þetta leiðir að lokum til þess að þeir missa allan mátt í líkamanum og deyja.“ Ægir er mikill fótboltaáhugamaður og vildi senda knattspyrnumanninum Herði Björgvini Magnússyni sérstaka kveðju en við hittum mæðginin skömmu fyrir landsleik Íslands og Frakklands í vikunni en Ægir sendi Herði og landsliðsmönnunum kveðju. Hulda segir að líf fjölskyldunnar hafi algjörlega farið á hliðina við greiningu Ægis en fljótlega hafi þau ákveðið að hafa jákvæðnina að leiðarljósi. „Við fengum fljótlega vonir um lyf sem gæti gagnast honum og var það bara nokkrum mánuðum eftir greiningu. Maður fékk strax þessa von og fórum við að einbeit okkur mikið á hana.“Ægir er í dag sjö ára.Hulda fór fyrir rúmu ári til Bandaríkjanna þar sem hún hitti 17 ára dreng með sama taugahrörnunarsjúkdóm en sá gat enn gengið en hann hafði tekið lyfið Eteplirsen um skeið. Hulda segir að sá árangur þyki undraverður. Ægir átti ekki kost á sama lyfi þar sem það var ekki leyfilegt í Evrópu auk þess sem læknar sögðu ekki nægar vísbendingar vera fyrir nægri virkni þess. Hulda vildi aftur á móti fá að reyna á virknina enda engir aðrir kostir í boði. „Það eru bara þrettán prósent drengja sem passa inn í það lyf og við reyndum að fara í það ferli að sækja um það og fá það. Því miður erum við ekki enn búin að fá það í hendurnar og erum í raun hætt að spá í það. Það er í raun orðið of seint fyrir Ægi að pæla í því og við þurfum að fara pæla meira í klíniskum leiðum.“ Hulda á sér þann draum að löggjöf um réttinn til að reyna verði samþykkt hér á landi en í fyrra var slík löggjöf samþykkt í Bandaríkjunum en hún gefur sjúklingum með ólæknandi sjúkdóma von með því að opna fyrir möguleikann á að prófa tilraunalyf sem lokið hafa fyrsta stigi prófana. „Mér fannst þetta bara svo flott hugsun. Þetta gefur sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og enginn úrræði til tækifæri að komast í lyf sem eru enn í tilraunum en eru að lofa góðu. Það þarf að ræða þetta á Íslandi og þetta þarf að fá umfjöllun.“ Löggjöfin í Bandaríkjunum er ekki óumdeild og hefur verið nefnd lyfleysulöggjöfin af andstæðingum. Þeir segja að lögunum sé ætlað sé að friða samvisku stjórnmálamanna og vekja falsvonir hjá sjúklingum og aðstandendum. Hulda bendir á betra sé að reyna til þrautar en að sitja aðgerðarlaus hjá. „Meðan það er von, þá reynir maður. Vissulega er maður að taka áhættu en það er betra en að sitja og bíða og gera ekki neitt. Mér finnst að strákurinn minn eigi að fá tækifæri til að reyna eins og aðrir.“ Fjölskyldan skoðar þann kost alvarlega að flytja til Bandaríkjanna eða Svíþjóðar þar sem mögulegt er að Ægir geti tekið þátt í klínískum rannsóknum a nýju tilraunarlyfi við sjúkdómnum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en það var sýnt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.
Ísland í dag Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira