Cyclothonið mun áfram lifa þrátt fyrir fall WOW Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2019 13:20 Frá ræsingunni í WOW Cyclothon við Hörpu í Reykjavík árið 2014. Fréttablaðið/Daníel Hjólreiðakeppnin, sem gengið hefur undir nafninu WOW Cyclothon, mun áfram lifa þrátt fyrir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Þetta staðfestir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, í samtali við Vísi. Björk segir að keppnin muni fara fram í ár enda sé hún ekki háð því að WOW sé með starfsemi. Það sé WOW Sport sem hafi staðið fyrir keppninni frá árinu 2012 og sé um sjálfseignarstofnun að ræða. Fyrirhugað er að Cyclothonið fari fram dagana 25. til 29. júní í sumar. „Keppnin verður haldin. Við munum standa vörð um þennan frábæra viðburð og höldum ótrauð áfram,“ segir Björk.Fleiri styrktaraðilar WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi og er því líklegt að nafn keppninnar komi til með að breytast. Björk segir að fleiri styrktaraðilar komi nú þegar að keppninni. Magnús Ragnarsson, annar upphafsmanna WOW Cyclothon, segir að viðræður um nýjan aðalstyrktaraðila standi nú yfir og að vonir standi til að sá verði kynntur á svokölluðum Ofurhjóladegi sem fram fer í Kringlunni á sunnudaginn næsta.Frá keppninni 2016Fréttablaðið/StefánHún segir að þátttakan hafi verið góð og rekstur félagsins góður. „Við höldum bara okkar striki. Það stendur til að tilkynna um styrktarmálefni í næstu viku, en við höfum á hverju ári styrkt eitthvað ákveðið málefni. Síðustu tvö árin höfum við styrkt Slysavarnafélagið Landsbjörg, en það verður nýtt í ár.“ Björk segir að margir hafi spurt um framtíð keppninnar í morgun eftir að tíðindin af gjaldþroti WOW air bárust. „Eðlilega eru margir að velta þessu fyrir sér,“ segir Björk.Svipuð skráning og síðustu ár Björk segir að skráningin í keppnina í ár hafi verið svipuð á þessum tíma og á síðustu árum. „Það er yfirleitt þannig að útlendingarnir skrá sig snemma og Íslendingar seint.“ Á heimasíðu WOW Cyclothon segir að keppnin sé hugarfóstur þeirra Skúla Mogensen og Magnúsar Ragnarsonar og hafi hugmyndin kviknað í spjalli þeirra árið 2011. Heilsa WOW Air Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Hjólreiðakeppnin, sem gengið hefur undir nafninu WOW Cyclothon, mun áfram lifa þrátt fyrir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Þetta staðfestir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, í samtali við Vísi. Björk segir að keppnin muni fara fram í ár enda sé hún ekki háð því að WOW sé með starfsemi. Það sé WOW Sport sem hafi staðið fyrir keppninni frá árinu 2012 og sé um sjálfseignarstofnun að ræða. Fyrirhugað er að Cyclothonið fari fram dagana 25. til 29. júní í sumar. „Keppnin verður haldin. Við munum standa vörð um þennan frábæra viðburð og höldum ótrauð áfram,“ segir Björk.Fleiri styrktaraðilar WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi og er því líklegt að nafn keppninnar komi til með að breytast. Björk segir að fleiri styrktaraðilar komi nú þegar að keppninni. Magnús Ragnarsson, annar upphafsmanna WOW Cyclothon, segir að viðræður um nýjan aðalstyrktaraðila standi nú yfir og að vonir standi til að sá verði kynntur á svokölluðum Ofurhjóladegi sem fram fer í Kringlunni á sunnudaginn næsta.Frá keppninni 2016Fréttablaðið/StefánHún segir að þátttakan hafi verið góð og rekstur félagsins góður. „Við höldum bara okkar striki. Það stendur til að tilkynna um styrktarmálefni í næstu viku, en við höfum á hverju ári styrkt eitthvað ákveðið málefni. Síðustu tvö árin höfum við styrkt Slysavarnafélagið Landsbjörg, en það verður nýtt í ár.“ Björk segir að margir hafi spurt um framtíð keppninnar í morgun eftir að tíðindin af gjaldþroti WOW air bárust. „Eðlilega eru margir að velta þessu fyrir sér,“ segir Björk.Svipuð skráning og síðustu ár Björk segir að skráningin í keppnina í ár hafi verið svipuð á þessum tíma og á síðustu árum. „Það er yfirleitt þannig að útlendingarnir skrá sig snemma og Íslendingar seint.“ Á heimasíðu WOW Cyclothon segir að keppnin sé hugarfóstur þeirra Skúla Mogensen og Magnúsar Ragnarsonar og hafi hugmyndin kviknað í spjalli þeirra árið 2011.
Heilsa WOW Air Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira