Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 16:44 William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Hann metur nú hvort að ritskoða þurfi hluta skýrslu Mueller. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að skýrslan sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá, skilaði ráðuneytinu sé yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd. Óljóst er hversu stór hluti hennar verður gerður opinber. Mueller skilaði skýrslunni um rannsókn sína sem hann stýrði í tæp tvö ár til Williams Barr, dómsmálaráðherra, á laugardag. Barr afhenti Bandaríkjaþingi fjögurra blaðsíðan samantekt um niðurstöður Mueller á sunnudag. Að sögn Barr sýndi Mueller ekki fram á að forsetaframboð Trump hefði lagt á ráðin með útsendurum rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir þremur árum. Mueller hafi ekki tekið ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, ákváðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Trump skipaði þá báða í embætti.New York Times segir að lengd skýrslunnar, sem Barr vék ekki að í samantekt sinni til þingsins, bendi til þess að Mueller hafi gengið mun lengra en lágmarkskröfur dómsmálaráðuneytisins um samantekt sérstakra rannsakenda kveði á um. Til samanburðar nefnir blaðið að lokaskýrsla sérstaka saksóknarans í Watergate-málinu hafi verið 62 blaðsíður. Mueller-skýrslan er þó nokkuð styttri en skýrsla Kenneth Starr sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, á 10. áratugnum. Þingmenn hafa enn ekki fengið aðgang að skýrslu Mueller. Dómsmálaráðherrann fer enn yfir hana og skoðar hvort hann telji ástæðu til þess að halda eftir hluta hennar sem ekki megi vera opinber. Hann hefur sagt að það taki vikur að fara yfir skýrsluna. Repúblikanar og Trump sjálfur hafa vísað til samantektar Barr og fullyrt að skýrsla Mueller sanni algert sakleysi forsetans. Demókratar krefjast þess aftur á móti að fá aðgang að skýrslunni í heild sinni og öllum þeim gögnum sem Mueller studdist við í rannsókn sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að skýrslan sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá, skilaði ráðuneytinu sé yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd. Óljóst er hversu stór hluti hennar verður gerður opinber. Mueller skilaði skýrslunni um rannsókn sína sem hann stýrði í tæp tvö ár til Williams Barr, dómsmálaráðherra, á laugardag. Barr afhenti Bandaríkjaþingi fjögurra blaðsíðan samantekt um niðurstöður Mueller á sunnudag. Að sögn Barr sýndi Mueller ekki fram á að forsetaframboð Trump hefði lagt á ráðin með útsendurum rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir þremur árum. Mueller hafi ekki tekið ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, ákváðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Trump skipaði þá báða í embætti.New York Times segir að lengd skýrslunnar, sem Barr vék ekki að í samantekt sinni til þingsins, bendi til þess að Mueller hafi gengið mun lengra en lágmarkskröfur dómsmálaráðuneytisins um samantekt sérstakra rannsakenda kveði á um. Til samanburðar nefnir blaðið að lokaskýrsla sérstaka saksóknarans í Watergate-málinu hafi verið 62 blaðsíður. Mueller-skýrslan er þó nokkuð styttri en skýrsla Kenneth Starr sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, á 10. áratugnum. Þingmenn hafa enn ekki fengið aðgang að skýrslu Mueller. Dómsmálaráðherrann fer enn yfir hana og skoðar hvort hann telji ástæðu til þess að halda eftir hluta hennar sem ekki megi vera opinber. Hann hefur sagt að það taki vikur að fara yfir skýrsluna. Repúblikanar og Trump sjálfur hafa vísað til samantektar Barr og fullyrt að skýrsla Mueller sanni algert sakleysi forsetans. Demókratar krefjast þess aftur á móti að fá aðgang að skýrslunni í heild sinni og öllum þeim gögnum sem Mueller studdist við í rannsókn sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent