Höfnunin varð til heilla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2019 06:30 „Maður verður að horfa á það jákvæða,“ segir Benedikt sem hefur sótt um í listdansskóla í útlöndum. Fréttablaðið/Valli Hann Benedikt Gylfason stefnir ótrauður á að leggja klassískan ballett fyrir sig, enda fékk hann góða umsögn frá fulltrúum dómnefndar í ballettsólókeppninni Stora Daldansen í Svíþjóð nýverið. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann sér inn þátttökurétt í ballettkeppni í Grasse í Frakklandi í október á þessu ári, og að auki býðst honum vikudvöl við ballettakademíuna í München í Þýskalandi Benedikt nýtir dagana vel, er bæði í Listdansskóla Íslands og í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hann er á fyrsta ári og syngur líka í hinum virta kór skólans. Hann er sextán ára og kveðst hafa byrjað í ballett þegar hann var tólf ára. „Reyndar var ég eitt ár í ballett hjá Eddu Scheving þegar ég var sex ára en hætti og fór dálítið að leika og líka syngja, meðal annars í Drengjakór Reykjavíkur og í Sönglist. Lærði líka á píanó í mörg ár. Var svolítið í kringum leikhúsin, það var það sem ég hafði áhuga á. Þegar ég sá auglýstar prufur fyrir aðalhlutverkið í söngleiknum Billy Elliot sótti ég um og var valinn einn af þeim sex sem komu til greina. Við æfðum dans allt sumarið áður en æfingar á söngleiknum hófust. En svo fékk ég ekki hlutverkið. Það var auðvitað erfitt að fá neitun en ég bjó svo vel að þessum æfingum að ég fékk rosa áhuga á klassískum ballet og skráði mig í Listdansskóla Íslands í ágúst 2014 og hef verið þar síðan,“ lýsir Benedikt og heldur áfram: Benedikt dansar La Fille Mal Gardée í sólókeppninni í Svíþjóð. „Við erum líka í nútímadansi í Listdansskólanum og spuna, þannig að námið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Svo hef ég verið að semja bæði klassíska tónlist og popp-tónlist í nokkur ár.“ Síðasta haust byrjaði Benedikt í opnu brautinni í MH og fær námið í Listdansskólanum metið þar. „Ég er í fullu námi í menntaskólanum en er samt að sækja um listdansskóla í útlöndum næsta vetur, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Er búinn að fara í prufur hjá San Francisco ballettinum og Listaháskólanum í Ósló, í Antwerpen og fleiri stöðum.“ Benedikt hefur sótt sumarnámskeið við nokkra af bestu ballettskólum heims svo sem skóla Parísaróperunnar og San Francisco ballettsins. Hann kveðst fara aftur til San Francisco í sumar á fullum skólastyrk og ekki þurfa að greiða námskeiðsgjöld. Nú telur hann það mikla gæfu að hafa ekki fengið hlutverkið í Billy Elliot þó svo höfnunin hafi tekið á, á þeim tíma. „Maður verður að horfa á það jákvæða. Kunna að nýta tækifærin sem manni eru gefin og gera það besta úr hlutunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Hann Benedikt Gylfason stefnir ótrauður á að leggja klassískan ballett fyrir sig, enda fékk hann góða umsögn frá fulltrúum dómnefndar í ballettsólókeppninni Stora Daldansen í Svíþjóð nýverið. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann sér inn þátttökurétt í ballettkeppni í Grasse í Frakklandi í október á þessu ári, og að auki býðst honum vikudvöl við ballettakademíuna í München í Þýskalandi Benedikt nýtir dagana vel, er bæði í Listdansskóla Íslands og í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hann er á fyrsta ári og syngur líka í hinum virta kór skólans. Hann er sextán ára og kveðst hafa byrjað í ballett þegar hann var tólf ára. „Reyndar var ég eitt ár í ballett hjá Eddu Scheving þegar ég var sex ára en hætti og fór dálítið að leika og líka syngja, meðal annars í Drengjakór Reykjavíkur og í Sönglist. Lærði líka á píanó í mörg ár. Var svolítið í kringum leikhúsin, það var það sem ég hafði áhuga á. Þegar ég sá auglýstar prufur fyrir aðalhlutverkið í söngleiknum Billy Elliot sótti ég um og var valinn einn af þeim sex sem komu til greina. Við æfðum dans allt sumarið áður en æfingar á söngleiknum hófust. En svo fékk ég ekki hlutverkið. Það var auðvitað erfitt að fá neitun en ég bjó svo vel að þessum æfingum að ég fékk rosa áhuga á klassískum ballet og skráði mig í Listdansskóla Íslands í ágúst 2014 og hef verið þar síðan,“ lýsir Benedikt og heldur áfram: Benedikt dansar La Fille Mal Gardée í sólókeppninni í Svíþjóð. „Við erum líka í nútímadansi í Listdansskólanum og spuna, þannig að námið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Svo hef ég verið að semja bæði klassíska tónlist og popp-tónlist í nokkur ár.“ Síðasta haust byrjaði Benedikt í opnu brautinni í MH og fær námið í Listdansskólanum metið þar. „Ég er í fullu námi í menntaskólanum en er samt að sækja um listdansskóla í útlöndum næsta vetur, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Er búinn að fara í prufur hjá San Francisco ballettinum og Listaháskólanum í Ósló, í Antwerpen og fleiri stöðum.“ Benedikt hefur sótt sumarnámskeið við nokkra af bestu ballettskólum heims svo sem skóla Parísaróperunnar og San Francisco ballettsins. Hann kveðst fara aftur til San Francisco í sumar á fullum skólastyrk og ekki þurfa að greiða námskeiðsgjöld. Nú telur hann það mikla gæfu að hafa ekki fengið hlutverkið í Billy Elliot þó svo höfnunin hafi tekið á, á þeim tíma. „Maður verður að horfa á það jákvæða. Kunna að nýta tækifærin sem manni eru gefin og gera það besta úr hlutunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira