Fleiri gáttir inn í landið geti dregið úr áföllum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. mars 2019 21:30 Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli og öðrum flugvöllum á landsbyggðinni geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum. Á Norðurlandi hefur verið ágætur gangur í ferðaþjónustunni líkt og víða um land undanfarin ár og því ekki óvarlegt að áætla að þar muni áhrifa falls WOW air einnig gæta. „Við vitum það að það eru einhverjir ferðaþjónustaðilar núna að aðstoða farþega sem hafa lent í vandræðum út af þessu. Einhverjar afbókanir hafa borist, það er ekki mikið,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans 66N sem hefur það að meginmarkmiði að laða að erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög til Norðurlands. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem fréttastofa hefur rætt við eru þó sammála um það að til langs tíma séu horfurnar ágætar, þrátt fyrir óvissu til skamms tíma. Þá kalla þeir einnig eftir því að yfirvöld setji sem fyrst fjármagn í uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem alþjóðaflugvallar.Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóriu Flugklasans Air 66NVísir/Tryggvi„Ég myndi segja að það sé alltaf sterkara fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að hafa fleiri gáttir inn í landið. Það eru bara fleiri körfur fyrir eggin okkar sem ferðaþjónustan er,“ segir Hjalti Páll. Alþjóðaflug um flugvöllinn hefur aukist með tilkomu bresku ferðaskrifstofunnar Super Break auk þess sem að von er á beinu flugi frá Hollandi. Flugstöðin ræður þó varla við það þegar 200 sæta þota mætir á svæðið. „Eins og staðan er núna er aðstaðan sprungin fyrir það sem við höfum. Öll aukning er bara mjög erfið og það er það sem þrengir mest að er akkúrat flugstöðin sjálf. Það er mjög erfitt eða nánast ómögulegt að taka inn millilandaflug á sama tíma og hér er innanlandsflug,“ segir Hjalti Páll. Hafa farþegar meðal annars þurft að fara í vegabréfaeftirlit í hollum á meðan aðrir farþegar bíða í flugvélinni. Hjalti segir að áfram verði þrýst á stjórnvöld að setja aukið fjármagn í flugvölllinn, það geti skilað sér þegar áföll dynja yfir. „Hins vegar þegar við lítum heildrænt á þessa stöðu þá er það mikilvægt til framtíðar að við hugsum um út í það að fjölga gáttunum, þá dreifum við ferðamönnunum betur og þá erum við betur í stakk búin til að taka við áföllum.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli og öðrum flugvöllum á landsbyggðinni geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum. Á Norðurlandi hefur verið ágætur gangur í ferðaþjónustunni líkt og víða um land undanfarin ár og því ekki óvarlegt að áætla að þar muni áhrifa falls WOW air einnig gæta. „Við vitum það að það eru einhverjir ferðaþjónustaðilar núna að aðstoða farþega sem hafa lent í vandræðum út af þessu. Einhverjar afbókanir hafa borist, það er ekki mikið,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans 66N sem hefur það að meginmarkmiði að laða að erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög til Norðurlands. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem fréttastofa hefur rætt við eru þó sammála um það að til langs tíma séu horfurnar ágætar, þrátt fyrir óvissu til skamms tíma. Þá kalla þeir einnig eftir því að yfirvöld setji sem fyrst fjármagn í uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem alþjóðaflugvallar.Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóriu Flugklasans Air 66NVísir/Tryggvi„Ég myndi segja að það sé alltaf sterkara fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að hafa fleiri gáttir inn í landið. Það eru bara fleiri körfur fyrir eggin okkar sem ferðaþjónustan er,“ segir Hjalti Páll. Alþjóðaflug um flugvöllinn hefur aukist með tilkomu bresku ferðaskrifstofunnar Super Break auk þess sem að von er á beinu flugi frá Hollandi. Flugstöðin ræður þó varla við það þegar 200 sæta þota mætir á svæðið. „Eins og staðan er núna er aðstaðan sprungin fyrir það sem við höfum. Öll aukning er bara mjög erfið og það er það sem þrengir mest að er akkúrat flugstöðin sjálf. Það er mjög erfitt eða nánast ómögulegt að taka inn millilandaflug á sama tíma og hér er innanlandsflug,“ segir Hjalti Páll. Hafa farþegar meðal annars þurft að fara í vegabréfaeftirlit í hollum á meðan aðrir farþegar bíða í flugvélinni. Hjalti segir að áfram verði þrýst á stjórnvöld að setja aukið fjármagn í flugvölllinn, það geti skilað sér þegar áföll dynja yfir. „Hins vegar þegar við lítum heildrænt á þessa stöðu þá er það mikilvægt til framtíðar að við hugsum um út í það að fjölga gáttunum, þá dreifum við ferðamönnunum betur og þá erum við betur í stakk búin til að taka við áföllum.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Bjóðast til þess að byggja flugstöð til þess að flýta fyrir uppbyggingu Fjárfestingarfélagið KEA, í samvinnu við Höldur og SBA, vinnur nú að hugmynd sem felur í sér að félagið reisi og borgi fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar við Akureyrarflugvöll sem ætluð yrði millilandaflugi. 14. janúar 2019 15:30
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00
800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent