Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2019 18:12 Húsnæði Fossvogsskóla. Stöð 2 Fossvogsskóla verður lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu í húsnæði skólans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri skólans, sendi á foreldra nemenda skólans. Ekki er ráðgert að skólinn opni aftur fyrr en að sumarfríi loknu. Í póstinum kemur fram að sýnataka í húsnæðinu hafi leitt í ljós „raka- og loftgæðavandamál“ í húsnæði skólans og að bæði nemendur og starfsfólk skólans hafi kvartað undan einkennum af þeim sökum. Eftir fund fulltrúa skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, heilbrigðiseftirlits og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í dag var tekin ákvörðun um að loka skólanum eftir að skóladegi lýkur næstkomandi miðvikudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að ekki sé komið á hreint hvar skólastarf komi til með að fara fram þar til að sumarleyfi kemur í byrjun júní. „Við erum að vinna í því að finna húsnæði sem að hentar. Við náttúrulega reynum að vera eins nálægt Fossvogsskóla og hægt er. Það er verið kasta upp ýmsum hugmyndum og við erum í raun bara að kanna hvort að húsnæðið henti.“ Helgi segir mikilvægt að reynt verði að halda sem stærstum hóp nemenda á sama stað til þess að lágmarka þau áhrif sem málið mun hafa á daglegt starf nemenda skólans. Hann segir að upp hafi komið sú hugmynd að plasta yfir þær skemmdir sem eru í húsinu og halda starfi skólans áfram í húsnæðinu fram á vor, en við nánari skoðun hafi komið í ljós að slíkt væri ekki ráðlegt. „Auðvitað er þetta rask fyrir börnin og fjölskyldur en menn vita að aðgerða er þörf í húsnæðinu og þá þurfa menn að hafa tíma til þess að klára málið.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fossvogsskóla verður lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu í húsnæði skólans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri skólans, sendi á foreldra nemenda skólans. Ekki er ráðgert að skólinn opni aftur fyrr en að sumarfríi loknu. Í póstinum kemur fram að sýnataka í húsnæðinu hafi leitt í ljós „raka- og loftgæðavandamál“ í húsnæði skólans og að bæði nemendur og starfsfólk skólans hafi kvartað undan einkennum af þeim sökum. Eftir fund fulltrúa skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, heilbrigðiseftirlits og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í dag var tekin ákvörðun um að loka skólanum eftir að skóladegi lýkur næstkomandi miðvikudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að ekki sé komið á hreint hvar skólastarf komi til með að fara fram þar til að sumarleyfi kemur í byrjun júní. „Við erum að vinna í því að finna húsnæði sem að hentar. Við náttúrulega reynum að vera eins nálægt Fossvogsskóla og hægt er. Það er verið kasta upp ýmsum hugmyndum og við erum í raun bara að kanna hvort að húsnæðið henti.“ Helgi segir mikilvægt að reynt verði að halda sem stærstum hóp nemenda á sama stað til þess að lágmarka þau áhrif sem málið mun hafa á daglegt starf nemenda skólans. Hann segir að upp hafi komið sú hugmynd að plasta yfir þær skemmdir sem eru í húsinu og halda starfi skólans áfram í húsnæðinu fram á vor, en við nánari skoðun hafi komið í ljós að slíkt væri ekki ráðlegt. „Auðvitað er þetta rask fyrir börnin og fjölskyldur en menn vita að aðgerða er þörf í húsnæðinu og þá þurfa menn að hafa tíma til þess að klára málið.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira