Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 13:58 Þáttur Tucker Carlson er á dagskrá á besta tíma á kvöldin hjá Fox News. Vísir/Getty Tucker Carlson, einn helsti þáttastjórnandi hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, ætlar ekki að biðjast afsökunar eftir að upptökur voru birtar af honum þar sem hann hafði uppi fúkyrði um konur, ræddi um unglingsstúlkur á kynferðislegan hátt og varði hjónabönd eldri karlmanna og barna. Ummælin hafði Carlson uppi í umdeildum útvarpsþætti sem hann hringdi vikulega inn í á árunum 2006 til 2011. Samtökin Media Matters for America höfðu upp á hljóðupptökum úr þættinum og birtu í gær. Þar heyrist Carlson meðal annars segja að hjónaband eldri karlmanna og stúlkna undir lögaldri sé ekki eins alvarlegt og nauðgun, að lög sem eiga að vernda friðhelgi einkalífs fórnarlamba kynferðisofbeldis séu ósanngjörn og að hann hefði mikinn áhuga á kynferðislegum athöfnum ungra stúlkna. Þá sagði hann konur almennt vera „mjög frumstæðar“. Notaði hann orð eins og „svín“ og „kunta“ um nafngreindar konur.Washington Post segir að Carlson hafi í tvígang komið Warren Jeffs, fyrrverandi mormónaleiðtoga sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að nauðga börnum, til varnar í útvarpsþætti „Ástarsvampsins Bubba“ sem sendur er út frá Flórída. „Þessi náungi er kannski barnanauðgari. Ég er bara að segja þér að það að koma á hjónabandi á milli sextán ára gamallar manneskju og 27 ára gamallar manneskju er ekki það sama og að rífa ókunnuga manneskju af götunni og nauðga henni,“ sagði Carlson í þættinum í september árið 2006.In unearthed audio, Tucker Carlson makes numerous misogynistic and perverted comments https://t.co/g2xDnIk7N3 pic.twitter.com/TO3os8RjsM— Media Matters (@mmfa) March 10, 2019 Ræddi um kynferðislegar tilraunir á heimavistarskóla dótturinnar Þegar þáttastjórnendurnir mótmæltu og sögðu að það væri í reynd verra að skipuleggja hjónabönd með börnum því það væri þaulskipulagt gaf Carlson lítið fyrir rök þeirra. „Nauðgarinn, í þessu tilfelli, hefur tekið á sig skuldbindingu fyrir lífstíð að búa með og annast þessa manneskju þannig að það er svolítið öðruvísi,“ sagði sjónvarpsmaðurinn sem var ráðinn til Fox News árið 2009. Í október það ár ræddu Carlson og útvarpsmaðurinn um kynferðislega tilraunastarfsemi ungra stúlkna í heimavistarskóla þar sem dóttir Carlson var við nám. „Ef það væri ekki dóttir mín myndi ég elska þær aðstæður,“ sagði Carlson. Um konur almennt lét Carlson ýmis gróf ummæli falla í útvarpsþættinum. Sagði hann þær frumstæðar og einfaldar. Þær vildu helst að karlmenn skipuðu þeim að „þegja og gera það sem þeim er sagt“. Kallaði hann Aríönnu Huffington, stofnanda Huffington Post, „svín“ og Alexis Stewart, sjónvarpskonu og dóttur Mörthu Stewart „kuntulega“.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Carlson hafi einnig lýst söngkonunni Britney Spears og hótelerfingjanum París Hilton sem „mestu hvítu hórunum í Bandaríkjunum“.pic.twitter.com/rZdchBXrG2— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) March 11, 2019 Býður þeim sem eru ósammála í þáttinn Þrátt fyrir að ummælin hafi vakið harða gagnrýni iðrast Carlson einskis. Í yfirlýsingu til Washington Post gerir hann lítið úr að samtökin hafi grafið upp áratugargamla upptöku af honum að segja „eitthvað dónalegt“. „Frekar en lýsa hefðbundinni iðrun, hvað með þetta í staðinn: ég er í sjónvarpinu í beinni í klukkustund á hverju virku kvöldi. Ef þú vilt vita hvað mér finnst getur þú horft. Hver sem er ósammála skoðunum mínum er velkominn að koma í þáttinn og útskýra hvers vegna,“ sagði í yfirlýsingunni. Fox News vísaði til yfirlýsingar Carlson þegar stöðin var innt eftir viðbrögðum við upptökunum. Nokkrir stórir auglýsendur gáfu þátt Carlson á Fox News upp á bátinn þegar ummæli hans um innflytjendur í Bandaríkjunum vöktu reiði. Sagði Carlson að innflytjendur gerðu Bandaríkin „fátækari og skítugari og klofnari“. Hann baðst ekki heldur afsökunar á þeim ummælum. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Barnungar telpur afmeyjaðar fyrir opnum tjöldum Yfir 400 börn hafa nú verið tekin af búgarði fjölkvænissafnaðar í Texas. Lögreglan segir að stúlkur niður í tólf ára hafi verið giftar fullorðnum karlmönnum og neyddar til kynlífs með þeim. 10. apríl 2008 10:59 Ummæli kosta Carlson styrktaraðila Þáttastjórnandinn Tucker Carlson hjá Fox News hefur misst stóran styrktaraðila og auglýsanda að þáttum sínum Tucker Carlson Tonight. 17. desember 2018 06:45 Leiðtogi fjölkvænissöfnuðar sakfelldur Warren Jeffs, leiðtogi sértrúarsöfnuðar sem aðhyllist fjölkvæni, var sakfelldur í Texas í dag, meðal annars fyrir kynferðislega misnotkun á barni. Enn á eftir að ákvarða refsingu Jeffs, en hann gæti horft fram á lífstíðarfangelsi. 4. ágúst 2011 23:45 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Tucker Carlson, einn helsti þáttastjórnandi hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, ætlar ekki að biðjast afsökunar eftir að upptökur voru birtar af honum þar sem hann hafði uppi fúkyrði um konur, ræddi um unglingsstúlkur á kynferðislegan hátt og varði hjónabönd eldri karlmanna og barna. Ummælin hafði Carlson uppi í umdeildum útvarpsþætti sem hann hringdi vikulega inn í á árunum 2006 til 2011. Samtökin Media Matters for America höfðu upp á hljóðupptökum úr þættinum og birtu í gær. Þar heyrist Carlson meðal annars segja að hjónaband eldri karlmanna og stúlkna undir lögaldri sé ekki eins alvarlegt og nauðgun, að lög sem eiga að vernda friðhelgi einkalífs fórnarlamba kynferðisofbeldis séu ósanngjörn og að hann hefði mikinn áhuga á kynferðislegum athöfnum ungra stúlkna. Þá sagði hann konur almennt vera „mjög frumstæðar“. Notaði hann orð eins og „svín“ og „kunta“ um nafngreindar konur.Washington Post segir að Carlson hafi í tvígang komið Warren Jeffs, fyrrverandi mormónaleiðtoga sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að nauðga börnum, til varnar í útvarpsþætti „Ástarsvampsins Bubba“ sem sendur er út frá Flórída. „Þessi náungi er kannski barnanauðgari. Ég er bara að segja þér að það að koma á hjónabandi á milli sextán ára gamallar manneskju og 27 ára gamallar manneskju er ekki það sama og að rífa ókunnuga manneskju af götunni og nauðga henni,“ sagði Carlson í þættinum í september árið 2006.In unearthed audio, Tucker Carlson makes numerous misogynistic and perverted comments https://t.co/g2xDnIk7N3 pic.twitter.com/TO3os8RjsM— Media Matters (@mmfa) March 10, 2019 Ræddi um kynferðislegar tilraunir á heimavistarskóla dótturinnar Þegar þáttastjórnendurnir mótmæltu og sögðu að það væri í reynd verra að skipuleggja hjónabönd með börnum því það væri þaulskipulagt gaf Carlson lítið fyrir rök þeirra. „Nauðgarinn, í þessu tilfelli, hefur tekið á sig skuldbindingu fyrir lífstíð að búa með og annast þessa manneskju þannig að það er svolítið öðruvísi,“ sagði sjónvarpsmaðurinn sem var ráðinn til Fox News árið 2009. Í október það ár ræddu Carlson og útvarpsmaðurinn um kynferðislega tilraunastarfsemi ungra stúlkna í heimavistarskóla þar sem dóttir Carlson var við nám. „Ef það væri ekki dóttir mín myndi ég elska þær aðstæður,“ sagði Carlson. Um konur almennt lét Carlson ýmis gróf ummæli falla í útvarpsþættinum. Sagði hann þær frumstæðar og einfaldar. Þær vildu helst að karlmenn skipuðu þeim að „þegja og gera það sem þeim er sagt“. Kallaði hann Aríönnu Huffington, stofnanda Huffington Post, „svín“ og Alexis Stewart, sjónvarpskonu og dóttur Mörthu Stewart „kuntulega“.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Carlson hafi einnig lýst söngkonunni Britney Spears og hótelerfingjanum París Hilton sem „mestu hvítu hórunum í Bandaríkjunum“.pic.twitter.com/rZdchBXrG2— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) March 11, 2019 Býður þeim sem eru ósammála í þáttinn Þrátt fyrir að ummælin hafi vakið harða gagnrýni iðrast Carlson einskis. Í yfirlýsingu til Washington Post gerir hann lítið úr að samtökin hafi grafið upp áratugargamla upptöku af honum að segja „eitthvað dónalegt“. „Frekar en lýsa hefðbundinni iðrun, hvað með þetta í staðinn: ég er í sjónvarpinu í beinni í klukkustund á hverju virku kvöldi. Ef þú vilt vita hvað mér finnst getur þú horft. Hver sem er ósammála skoðunum mínum er velkominn að koma í þáttinn og útskýra hvers vegna,“ sagði í yfirlýsingunni. Fox News vísaði til yfirlýsingar Carlson þegar stöðin var innt eftir viðbrögðum við upptökunum. Nokkrir stórir auglýsendur gáfu þátt Carlson á Fox News upp á bátinn þegar ummæli hans um innflytjendur í Bandaríkjunum vöktu reiði. Sagði Carlson að innflytjendur gerðu Bandaríkin „fátækari og skítugari og klofnari“. Hann baðst ekki heldur afsökunar á þeim ummælum.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Barnungar telpur afmeyjaðar fyrir opnum tjöldum Yfir 400 börn hafa nú verið tekin af búgarði fjölkvænissafnaðar í Texas. Lögreglan segir að stúlkur niður í tólf ára hafi verið giftar fullorðnum karlmönnum og neyddar til kynlífs með þeim. 10. apríl 2008 10:59 Ummæli kosta Carlson styrktaraðila Þáttastjórnandinn Tucker Carlson hjá Fox News hefur misst stóran styrktaraðila og auglýsanda að þáttum sínum Tucker Carlson Tonight. 17. desember 2018 06:45 Leiðtogi fjölkvænissöfnuðar sakfelldur Warren Jeffs, leiðtogi sértrúarsöfnuðar sem aðhyllist fjölkvæni, var sakfelldur í Texas í dag, meðal annars fyrir kynferðislega misnotkun á barni. Enn á eftir að ákvarða refsingu Jeffs, en hann gæti horft fram á lífstíðarfangelsi. 4. ágúst 2011 23:45 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Barnungar telpur afmeyjaðar fyrir opnum tjöldum Yfir 400 börn hafa nú verið tekin af búgarði fjölkvænissafnaðar í Texas. Lögreglan segir að stúlkur niður í tólf ára hafi verið giftar fullorðnum karlmönnum og neyddar til kynlífs með þeim. 10. apríl 2008 10:59
Ummæli kosta Carlson styrktaraðila Þáttastjórnandinn Tucker Carlson hjá Fox News hefur misst stóran styrktaraðila og auglýsanda að þáttum sínum Tucker Carlson Tonight. 17. desember 2018 06:45
Leiðtogi fjölkvænissöfnuðar sakfelldur Warren Jeffs, leiðtogi sértrúarsöfnuðar sem aðhyllist fjölkvæni, var sakfelldur í Texas í dag, meðal annars fyrir kynferðislega misnotkun á barni. Enn á eftir að ákvarða refsingu Jeffs, en hann gæti horft fram á lífstíðarfangelsi. 4. ágúst 2011 23:45