Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2019 15:14 Lögreglumenn voru ekki sáttir með tilraun mótmælenda til að tjalda. Reyndu þeir að fjarlægja tjaldið sem mótmælendur voru allt annað en sáttir við. Vísir/Vilhelm Til nokkurra átaka kom á Austurvelli í dag þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Lögreglumenn voru á svæðinu til að fylgjast með gangi mála. Þeir brugðust ekki vel við tilraun hælisleitenda til að tjalda og kom til stimpinga í smá stund vegna þessa. Í framhaldinu fór hluti lögreglumanna af vettvangi og hafði á brott með sér tvö tjöld mótmælenda.Frá Austurvelli um klukkan þrjú.Vísir/VilhelmBoðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Þar kemur fram að um sé að ræða fjórðu mótmælin sem boðað sé til á einum mánuði. Flóttamenn krefjast funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Viðbrögðin hafi ekki verið nein. „Fyrir meira en tveimur vikum sendum við bréf þar sem Rauði kross Íslands var milliliður og báðum um fund með dómsmálaráðherra, forsætisráðherra, velferðarráðherra og Útlendingastofnun. Á fundinum viljum við ræða þær ómannúðlegu aðstæður sem við hælisleitendur búum við og gera grein fyrir fimm kröfum sem við höfum sett fram,“ segir í boðun mótmælanna. Kröfurnar eru eftirfarandi 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla. Niður með Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á ÁsbrúLögreglumenn fylgdust með gangi mála.Vísir/Vilhelm„Í stað þess að svara beiðni okkar um fund hefur Sigríður Á. Andersen tilkynnt að hún vilji herða enn frekar á Dyflinarreglugerðinni og koma í veg fyrir að flóttafólk geti fengið fjölskyldusameiningu. Auk þess vill hún fella niður tveggja vikna kærufrest sem hælisleitendur eiga nú rétt á. Allar þessar breytingar myndu án efa gera hælisferlið enn óbærilegra en það er nú þegar,“ segir í boðuninni. Voru Íslendingar og aðrir ríkisborgarar hvattir til að mæta á Austurvöll á mánudaginn, hlusta á kröfur og hjálpa til við að fá yfirvöld til þess að hlusta.Mótmælendur voru ekki sáttir við að lögreglumenn fjarlægðu tjald sem þeir hugðust tjalda.Vísir/VilhelmTveir mótmælendur lögðust á borð.Vísir/Vilhelm Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59 Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Til nokkurra átaka kom á Austurvelli í dag þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Lögreglumenn voru á svæðinu til að fylgjast með gangi mála. Þeir brugðust ekki vel við tilraun hælisleitenda til að tjalda og kom til stimpinga í smá stund vegna þessa. Í framhaldinu fór hluti lögreglumanna af vettvangi og hafði á brott með sér tvö tjöld mótmælenda.Frá Austurvelli um klukkan þrjú.Vísir/VilhelmBoðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Þar kemur fram að um sé að ræða fjórðu mótmælin sem boðað sé til á einum mánuði. Flóttamenn krefjast funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Viðbrögðin hafi ekki verið nein. „Fyrir meira en tveimur vikum sendum við bréf þar sem Rauði kross Íslands var milliliður og báðum um fund með dómsmálaráðherra, forsætisráðherra, velferðarráðherra og Útlendingastofnun. Á fundinum viljum við ræða þær ómannúðlegu aðstæður sem við hælisleitendur búum við og gera grein fyrir fimm kröfum sem við höfum sett fram,“ segir í boðun mótmælanna. Kröfurnar eru eftirfarandi 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla. Niður með Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á ÁsbrúLögreglumenn fylgdust með gangi mála.Vísir/Vilhelm„Í stað þess að svara beiðni okkar um fund hefur Sigríður Á. Andersen tilkynnt að hún vilji herða enn frekar á Dyflinarreglugerðinni og koma í veg fyrir að flóttafólk geti fengið fjölskyldusameiningu. Auk þess vill hún fella niður tveggja vikna kærufrest sem hælisleitendur eiga nú rétt á. Allar þessar breytingar myndu án efa gera hælisferlið enn óbærilegra en það er nú þegar,“ segir í boðuninni. Voru Íslendingar og aðrir ríkisborgarar hvattir til að mæta á Austurvöll á mánudaginn, hlusta á kröfur og hjálpa til við að fá yfirvöld til þess að hlusta.Mótmælendur voru ekki sáttir við að lögreglumenn fjarlægðu tjald sem þeir hugðust tjalda.Vísir/VilhelmTveir mótmælendur lögðust á borð.Vísir/Vilhelm
Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59 Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59
Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49