Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2019 15:14 Lögreglumenn voru ekki sáttir með tilraun mótmælenda til að tjalda. Reyndu þeir að fjarlægja tjaldið sem mótmælendur voru allt annað en sáttir við. Vísir/Vilhelm Til nokkurra átaka kom á Austurvelli í dag þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Lögreglumenn voru á svæðinu til að fylgjast með gangi mála. Þeir brugðust ekki vel við tilraun hælisleitenda til að tjalda og kom til stimpinga í smá stund vegna þessa. Í framhaldinu fór hluti lögreglumanna af vettvangi og hafði á brott með sér tvö tjöld mótmælenda.Frá Austurvelli um klukkan þrjú.Vísir/VilhelmBoðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Þar kemur fram að um sé að ræða fjórðu mótmælin sem boðað sé til á einum mánuði. Flóttamenn krefjast funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Viðbrögðin hafi ekki verið nein. „Fyrir meira en tveimur vikum sendum við bréf þar sem Rauði kross Íslands var milliliður og báðum um fund með dómsmálaráðherra, forsætisráðherra, velferðarráðherra og Útlendingastofnun. Á fundinum viljum við ræða þær ómannúðlegu aðstæður sem við hælisleitendur búum við og gera grein fyrir fimm kröfum sem við höfum sett fram,“ segir í boðun mótmælanna. Kröfurnar eru eftirfarandi 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla. Niður með Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á ÁsbrúLögreglumenn fylgdust með gangi mála.Vísir/Vilhelm„Í stað þess að svara beiðni okkar um fund hefur Sigríður Á. Andersen tilkynnt að hún vilji herða enn frekar á Dyflinarreglugerðinni og koma í veg fyrir að flóttafólk geti fengið fjölskyldusameiningu. Auk þess vill hún fella niður tveggja vikna kærufrest sem hælisleitendur eiga nú rétt á. Allar þessar breytingar myndu án efa gera hælisferlið enn óbærilegra en það er nú þegar,“ segir í boðuninni. Voru Íslendingar og aðrir ríkisborgarar hvattir til að mæta á Austurvöll á mánudaginn, hlusta á kröfur og hjálpa til við að fá yfirvöld til þess að hlusta.Mótmælendur voru ekki sáttir við að lögreglumenn fjarlægðu tjald sem þeir hugðust tjalda.Vísir/VilhelmTveir mótmælendur lögðust á borð.Vísir/Vilhelm Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59 Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Til nokkurra átaka kom á Austurvelli í dag þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Lögreglumenn voru á svæðinu til að fylgjast með gangi mála. Þeir brugðust ekki vel við tilraun hælisleitenda til að tjalda og kom til stimpinga í smá stund vegna þessa. Í framhaldinu fór hluti lögreglumanna af vettvangi og hafði á brott með sér tvö tjöld mótmælenda.Frá Austurvelli um klukkan þrjú.Vísir/VilhelmBoðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Þar kemur fram að um sé að ræða fjórðu mótmælin sem boðað sé til á einum mánuði. Flóttamenn krefjast funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Viðbrögðin hafi ekki verið nein. „Fyrir meira en tveimur vikum sendum við bréf þar sem Rauði kross Íslands var milliliður og báðum um fund með dómsmálaráðherra, forsætisráðherra, velferðarráðherra og Útlendingastofnun. Á fundinum viljum við ræða þær ómannúðlegu aðstæður sem við hælisleitendur búum við og gera grein fyrir fimm kröfum sem við höfum sett fram,“ segir í boðun mótmælanna. Kröfurnar eru eftirfarandi 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla. Niður með Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á ÁsbrúLögreglumenn fylgdust með gangi mála.Vísir/Vilhelm„Í stað þess að svara beiðni okkar um fund hefur Sigríður Á. Andersen tilkynnt að hún vilji herða enn frekar á Dyflinarreglugerðinni og koma í veg fyrir að flóttafólk geti fengið fjölskyldusameiningu. Auk þess vill hún fella niður tveggja vikna kærufrest sem hælisleitendur eiga nú rétt á. Allar þessar breytingar myndu án efa gera hælisferlið enn óbærilegra en það er nú þegar,“ segir í boðuninni. Voru Íslendingar og aðrir ríkisborgarar hvattir til að mæta á Austurvöll á mánudaginn, hlusta á kröfur og hjálpa til við að fá yfirvöld til þess að hlusta.Mótmælendur voru ekki sáttir við að lögreglumenn fjarlægðu tjald sem þeir hugðust tjalda.Vísir/VilhelmTveir mótmælendur lögðust á borð.Vísir/Vilhelm
Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59 Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59
Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49