Innlent

Rólegt kvöld hjá björgunarsveitum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá einu verkefni á Vík.
Frá einu verkefni á Vík. Orri
Kvöldið hefur verið rólegt hjá björgunarsveitum Landsbjargar. Í kvöld hafa stök verkefni vegna foks borist til björgunarsveitarmanna en þeir manna enn lokunarpósta á þjóðveginum og verður það gert eins lengi og lögreglan og Vegagerðin telja tilefni til.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir gott skot hafa komið í Vestmannaeyjum upp úr þrjú í dag en þeim verkefnum hafi verið lokið klukkan fimm. Í dag bárust einnig önnur stök fok-verkefni á Suðurlandi.

Davíð segir það mögulega til marks um að fólk hafi verið vel undirbúið fyrir rokið.

„Við fögnum því að fólk virðist vera að taka mark á skilaboðum og tilkynningum sem hafa borist í dag og í gær,“ segir Davíð.

Í tilkynningu frá Veðurvaktinni ehf. segir að ekki séu horfur á að lægi undir Eyjafjöllum fyrr en líði á morguninn og þá mögulega um klukkan ellefu. Í öræfum og á Skeiðarársandi gangi veður mikið niður á milli sex og níu í fyrramálið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×